Trump er lélegur einræðisherra

Spike Lee ratast ekki satt orð í munn þegar hann segir Trump einræðisherra. Enginn einræðisherra stendur undir nafni er leyfir að múgur limlestir, rænir og brennir án afskipta yfirvalda. Í ofanálag er kjánalegt af leikstjóra að hneykslast á sviðsetningu stjórnmála. Pólitík er meira og minna öll sviðsett.

Tucker Carlson talar fyrir marga Bandaríkjamenn þegar hann fordæmir linku stjórnmálamanna, Trump meðtalinn, gagnvart ofbeldisseggjum sem leggja undir sig stærri og smærri borgir þar vestra.

Ef yfirvöld verja ekki líf og eigur borgaranna mun almenningur vopna sig og láta hart mæta hörðu. 


mbl.is „Þú fæðist ekki reiður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sýndarlöggur í Reykjavík ætla að sýna samstöðu með drápum, þjófnaði, íkveikjum og almennum barsmíðum á fólki í Bandaríkjunum - á Austurvelli sem betur fer. Það er alveg nóga að votta fjölskyldu hins myrta samúð án þess að sýna samstöðu með hópgripdeildum úr verslunum m.a. á Rolex úrum.

Benedikt Halldórsson, 2.6.2020 kl. 23:09

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ha! Sjá ofsjónir og öfugmæli Like Spee lítur það svona út þegar ég reyni virkilega að skilja leikstjórann Spike Lee horfandi á sjónvarps upptökur. 

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2020 kl. 23:49

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gæti það ekki verið álita mál fyrir fólk hér langt í burtu frá þessum atvikum, hvort maðurinn var myrtur, eða er ekki nær að reyna að finna út afhverju hann dó og af hverju það þurfti að beita hann svona miklu afli. Mögulega þurfti ekki svona mikið afl, en það á að hlíða lögreglumönnum og ef það er gert þá þarf ekki mikið afl.

 

Það vill svo til að ég var dyra vörður og eftirlits maður í samkomuhúsi á sildar árunum fyrir austan og oftast var fólk þar bara að skemta sér, en kvöld eitt gart það breist ens og við sprengingu. Það gat byrjað með ýmsum hætti, sem ég ætla ekkert að tíunda hér, en löggæslumenn verða að vera vakandi yfir vitleysingunum sem alt í einu byrja að henda glösum eða stólum inn á danssalinn og þá gildir að virkja alla þá snerpu sem maður hefur því að áhöfnin eða einkver kerling með flösku í töskunni ver sinn mann, enda öll jafn rugguð.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.6.2020 kl. 02:40

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kamski að fólk fari að skilja hversegna mikil hluti Bandaríkjamanna á skotvopn til að verja sig þegar lögreglan gerir ekki neitt í að verja eigur fólks og jafnvel líf fólks. 

Það kemur að því að fólk fer að verja sig sjálft, ekki gerir lögreglan það.

Með kveðju frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 3.6.2020 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband