Mánudagur, 11. mars 2019
Mygluð menntastefna vinstrimanna
Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík sólundar hundruðum milljóna króna í bragga og þrengir götur í tilgangsleysi en lætur grunnskóla mygla niður í viðhaldsleysi.
Frá hruni eru vinstrimenn í meirihluta í Reykjavík. Góðæri síðustu ára er ekki notað til að byggja upp og treysta innviði heldur í gæluverkefni.
Forgangsröðun vinstrimanna er ekki í þágu almennings heldur í sérvisku eins og að hætta kyngreindri salernisaðstöðu. Skólarnir eru myglaðir og hættulegir heilsu nemenda en klósettin eru ókyngreind.
![]() |
Finna þarf kennsluhúsnæði í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. mars 2019
Hvers virði er þrotabú WOW?
Lánadrottnar WOW eignast félagið fari það í gjaldþrot. Indigo Partners, sem íhugar að kaupa félagið, telur bersýnilega að þrotabúið yrði lítils virði.
Þess vegna er þjarmað að lánadrottnum félagsins og þeir bæði krafðir um lækkun á höfuðstól lána og að samþykkja lægri vexti.
Viðskiptavildin er stærsta eign WOW og hún fer niður í núll við gjaldþrot.
![]() |
Hyggjast ekki greiða vextina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 10. mars 2019
Vísindi, veruleiki og RÚV
Hlýskeið á tíma Rómarveldis varði frá um 300 f. Kr. til 400 e. Kr. Miðaldahlýskeið stóð yfir frá um 900 til 1300. Tímabilið þar á eftir er kallað litla-ísöld og varir til um 1900.
Þetta eru viðurkenndar staðreyndir, jafnvel af þeim sem trúa á manngert veðurfar. Túlkun á þessum staðreyndum er viðfangsefni í vísindum.
En nú kemur RÚV með þáttaröð sem segir að ,, efasemdaraddir sem heyrst hafa um áhrif mannfólksins á hlýnun jarðar eigi ekki veið nein rök að styðjast."
Judith Curry er viðurkenndur vísindamaður á sviði loftslagsfræða. Hún heldur úti vefsíðu um málaflokkinn. Í viðtali segir Curry að umræðan um loftslagsmál sé hápólitísk.
Ef maður samþykkir ekki afstöðu Sameinuðu þjóðanna um manngerða hlýnun, ef maður sýnir minnstu efasemdir þá er maður kallaður afneitari loftslagsbreytinga, skósveinn Donald Trump, hálf-fasisti sem verði að banna frá vísindasamfélaginu.
En RÚV, sem sagt, veit betur. Það eru yfirveguð vísindi án nokkurra pólitískra sjónarmiða sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að við búum við manngert veðurfar.
Ef snillingarnir á RÚV vita hvernig í pottinn er búið þá hljóta þeir að segja okkar svarið við milljón króna spurningunni: hvert er kjörhitastig jarðarinnar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 9. mars 2019
Ónýta Evrópa og vonin í Afríku
Evrópa, í merkingunni Evrópusambandið, er við dauðans dyr segir Macron Frakklandsforseti í opnu bréfi til íbúa álfunnar. Bréfið er hvatning til að kjósa ,,rétt" til Evrópuþingsins.
Frelsi, vernd og framfarir skulu verða hornsteinar nýrrar Evrópu, segir Macron, en nefnir í leiðinni manngert veðurfar, sem honum tókst ekki einu sinni að selja samlöndum sínum, sbr. mótmæli gulvestunga í vetur.
Vinveittir álitsgjafar, t.d. á Guardian, segja viðbrögð við forsetabréfinu háðsglósur.
Utan Evrópu nefnir Macron eina heimsálfu aðra, Afríku. Hann hvetur til nánari samstarfs, á sviði efnahagsmála og menntunar.
Stór-Evrópusinnar í Brussel, menn eins og Guy Verhofstadt, gripu tillöguna á lofti og boða draumsýn um evró-afrískt efnahagsbandalag.
Síðast þegar Afríka spilaði rullu í evrópskum stjórnum, áratugina fyrir fyrra stríð, kepptust heimsveldin að leggja undir sig álfuna.
Að Afríka skuli verða von um endurnýjun Evrópusambandsins segir mikla sögu um örvæntinguna í Brussel, París og Berlín.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 9. mars 2019
Eitruð blanda: verkföll, engin loðna og færri ferðamenn
Sumarið verður sársaukafullt fyrir þjóðarbúið. Loðnan lætur ekki sjá sig, þar tapast milljarðar. WOW flytur færri ferðamenn til landsins og kannski alls enga. Verkföll sósíalista valda tjóni, bæði í bráð og lengd.
Einkaneysla dregst saman, fyrirtæki halda að sér höndum í mannaráðningum og tekjur ríkis og sveitarfélaga verða minni en áætlað var.
Sumarkreppan 2019 stafar af samspili náttúrulegra þátta, heimsku og pólitískra öfga.
![]() |
Segir Isavia skekkja samkeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 8. mars 2019
Konur sem fórnarlömb er þreytt klisja
Konur eru ekki fórnarlömb. Forsætisráðherra er kona, tveir af þrem bankastjórum landsins eru konur, biskup er kona, konur ráða menntakerfinu og stærstum hluta heilbrigðiskerfisins.
Femínistar nota konur sem fórnarlömb í valdsókn sem á ekkert skylt við jafnrétti. Femínistar vekja athygli á fáeinum sviðum þar sem konur eru ekki allsráðandi til að skapa sér sóknarfæri.
Hvers vegna er t.d. ekki vakin athygli á því að innan við 1% flugvirkja er konur? Jú, femínistum finnst flugvirkjun ómerkileg.
Konur nenna ekki að vinna jafn lengi og karlar. Þær eru að jafnaði 35 stundir í viku í vinnunni en karlar 43. Af því leiðir eru karlar oftar yfirmenn en konur.
Bábiljan um konur sem fórnarlömb er eins og hvert annað hindurvitni úr fortíð.
![]() |
Tekjur kvenna 72% af tekjum karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 8. mars 2019
Verkfallsfrí Eflingar
Síðdegis í gær var settur upp miði á skrifstofu Eflingar á Guðrúnartúni. Á miðanum stóð að starfsfólki væri gefið frí í dag í tilefni verkfalla.
Sósíalistarnir í forystu Eflingar eru í hátíðarskapi; þeir stefndu að verkföllum og fengu þau.
Efling misbeitir verkfallsvopninu í þágu pólitískrar hugmyndafræði Pólitísk verkföll kalla beinlínis á að þau séu brotin á bak aftur með öllum tiltækum ráðum.
![]() |
Efling segir áform uppi um verkfallsbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 7. mars 2019
Stríðið gegn múslímatrú - og góða fólkið
Ríki íslams er múslímatrú í pólitískri útgáfu.
Samkvæmt pólitískri múslímatrú, íslam, eru konur annars flokks þegnar, hommar eru réttdræpir og trúskiptingar sömuleiðis.
Eina vandamálið er að góða fólkið á vesturlöndum fattar ekki múslímatrú.
![]() |
Stríðinu gegn Ríki íslams ekki lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 7. mars 2019
Sólveig Anna í pólitík, ekki kjarabaráttu
Sósíalistinn Sólveig Anna formaður Eflingar lítur á verkföll sem eftirsóknarverð. Almennt er litið á verkföll sem síðasta kost í vinnudeilum.
Sólveig Anna taldi verkföll fyrsta kost enda mátti hún ekki vera að því að ræða um kaup og kjör svo mikið lá á að komast í hasarinn. Verkfall er vísir að óreiðu og upplausn.
Sósíalistinn Sólveig Anna veit að í óreiðu og upplausn felast pólitísk tækifæri.
![]() |
Hlakkar til að fara í verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. mars 2019
9% evru-vextir WOW - ha?
ESB-sinnar á Íslandi klifa á meintu vaxtaokri hér á landi. Flugfélagið WOW sækir sér lánsfé á alþjóðamarkaði í evrum og borgar 9 prósent vexti.
Íbúðareigandi á Íslandi borgar um 6 prósent í vexti en stórfyrirtæki eins og WOW fær ekki peninga nema á 9 prósent vöxtum.
Hverju veldur?
Jú, peningar eru markaðsvara. Það er ekki til neitt sem heitir evru-vextir. Fjármálastofnanir og lánveitendur ákveða vaxtakjör m.t.t. áhættu.
Grískur íbúðareigandi greiðir hærri vexti en sá þýski, - þótt evran sé lögeyrir bæði í Þýskalandi og Grikklandi.
![]() |
Stór gjalddagi nálgast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)