Hvers virði er þrotabú WOW?

Lánadrottnar WOW eignast félagið fari það í gjaldþrot. Indigo Partners, sem íhugar að kaupa félagið, telur bersýnilega að þrotabúið yrði lítils virði.

Þess vegna er þjarmað að lánadrottnum félagsins og þeir bæði krafðir um lækkun á höfuðstól lána og að samþykkja lægri vexti.

Viðskiptavildin er stærsta eign WOW og hún fer niður í núll við gjaldþrot.


mbl.is Hyggjast ekki greiða vextina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessi hrægammasjóður Indigo Partners ætti ekki að öðlast fótfestu á Íslandi í gegnum WOW. Nú þurfa stjórnvöld að stíga fram og setja fram stefnu, fyrst viðurkennt er að flugrekstur geti sett þjóðarbúið á hliðina. Vilja stjórnvöld tryggja að hér sé samkeppnishæfni í flugrekstri eða á enn og aftur að drepa alla samkeppni til að Icelandair með alla sína óbeinu ríkisstyrki geti haldið áfram að okra á landsmönnum?  Tilraunin með WOW Air er ekki bara tilraun eins manns til að breyta ferðalögum almennings til útlanda, heldur hefur hún aukið framboð til landsins um 50%.

Hvað eru 12 milljarðar í stóra samhenginu? Eiga stjórnvöld að fjárfesta í WOW?  Svarið er já.  Á þessum tímapunkti á ekki að taka áhættuna af því að setja WOW air í þrot. Og það á að koma í veg fyrir yfirtöku hrægammasjóðsins Indingo Partners á íslenzku innviðafyrirtæki.  Látum H.S.Orku vera víti til varnaðar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.3.2019 kl. 17:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

 Tilraunin með WOW Air er ekki bara tilraun eins manns til að breyta ferðalögum almennings til útlanda, heldur hefur hún aukið framboð til landsins um 50%.

Var þetta afrek eða skaðleg della sem hefur valdiðmörgu fólki miklu tjóni? Eru gjaldþrot endir á stórhug  sem ekki gekk upp. Bara sorry stína? Þegar Skúli keypti MP banka og sagðist ætla að gera flugfélag þá bentu sumir á fyrirmyndina frá Jóni Ásgeir . Þetta fór alvega eins.Græddu einhverjir á þessu brölti?

Halldór Jónsson, 10.3.2019 kl. 22:00

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Skúli er búinn að plata marga og það á og verður núna að taka allt af honum hvort sem það er hér eða erlendis.

Valdimar Samúelsson, 10.3.2019 kl. 22:14

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Rekstrarmódel WOW Air gengur ekki upp. Að reka fyrirtæki á lánum frá tilvonandi viðskiptavinum er svo kexruglað, að ekkert gengur með þeim hætti, hvorki flugfélög né annað. Þó WOW hverfi af markaðnum, veltur ekki allt á hliðina. Ekki frekar en með brotthvarfi Primera eða annara félaga, sem rekin eru á algerlega gölnum forsendum. Ef enginn keypti flugfar af WOW fram í tímann, í tvo daga, yrði alger sjóðþurrð og félagið gæti ekki einu sinni greitt fyrir eldsneyti, hvað þá lendingargjöld eða laun starfsmanna. Egóflipp stofnandans hefur þegar valdið nægum skaða og tími til kominn að setja lokið á þetta rugl. 

 British Airways, Lufthanza, American Airlines, Easy Jet, Icelandair og fleiri flugfélög verða ekki í nokkrum einustu vandræðum með að fylla upp í hugsanlegt skarð það sem brotthvarf WOW myndar. Farið hefur fé betra. 

 Uppgjörið gæti hinsvegar orðið ansi sársaukafullt, þá er kemur í ljós hve miklum fjármunum jakkafataklæddir "allknowing"kjánar lífeyrissjóða og hérlendra banka hafa mokað í þetta rugl af fjármunum almennings.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.3.2019 kl. 01:10

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að reka fyrirtæki á lánum frá tilvonandi viðskiptavinum;..Gerðist það ekki hjá Olís,?

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2019 kl. 01:33

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það kemur svo sem ekki á óvart þó Jóhannes Laxdal Baldvinsson mæri hér í athugasemdum einkavæðingu andskotans, þar sem menn stofna fyrirtæki, hirða úr því gróðann meðan vel gengur og ætlast síðan til að ríkið komi og bjargi þeim þegar allt er komið í þrot. Þetta er stefið sem sungið var fyrir hrun og síðan framkvæmt í kjölfar þess, undir dyggri stjórn Samfó og VG. 

Eins og Halldór Egill bendir á þá fer ekki allt hér til fjandans þó WOW verði gert gjaldþrota. Hingað flýgur fjöldi flugfélaga sem hæglega geta bætt við sig. Þeir sem tapa á þessu verða þá auðvitað Skúli og þeir aðilar sem honum hefur tekist að plata.

Reynum nú einu sinni að læra eitthvað af fortíðinni!!

Gunnar Heiðarsson, 11.3.2019 kl. 07:31

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafni, þú segir margt skynsamlegt

"Egóflipp stofnandans hefur þegar valdið nægum skaða og tími til kominn að setja lokið á þetta rugl. 

 British Airways, Lufthanza, American Airlines, Easy Jet, Icelandair og fleiri flugfélög verða ekki í nokkrum einustu vandræðum með að fylla upp í hugsanlegt skarð það sem brotthvarf WOW myndar. Farið hefur fé betra. 

 Uppgjörið gæti hinsvegar orðið ansi sársaukafullt, þá er kemur í ljós hve miklum fjármunum jakkafataklæddir "allknowing"kjánar lífeyrissjóða og hérlendra banka hafa mokað í þetta rugl af fjármunum almennings.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan."

Halldór Jónsson, 11.3.2019 kl. 14:43

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gunnar Hreiðarsson skýtur hér púðurskoti að undirrituðum þegar hann staðhæfir að ég sé að mæra einkavæðingu andskotans.  Ég fullyrði að Gunnar getur ekki einu sinni útskýrt fyrir sjálfum sér hvað hann er að fara. Það sem ég sagði var:

    • Það væri slæmt að missa WOW í gin Indigo Partners

    • Útfrá hagsmunum viðskiptavina og í nafni fákeppni þá kæmi það til álita að ríkið gengi inn í samning WOW ef til þess kæmi.

    Menn skulu ekki halda að hagsmunir Icelandair flækist ekki inní þessa umræðu. En Skúli Mogensen hefur hingað til verið að nota sína peninga í þetta fyrirtæki og sumir segja að Björgólfur Thor hafi hjálpað. Hvort Skúli tapi sinni fjárfestingu er ekki málið.  Málið er hvort hagsmunir íslands sem ferðamannastaðar muni skaðast varanlega ef hér er bara 1 flugfélag sem þar að auki er í þeirri stöðu núna að bjóða upp á flugvélar sem almenningur treystir ekki! 

    Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2019 kl. 16:43

    9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

    Ef WOW fer í gjaldþrot þá erhér aftur komin upp einokunarstaða eins fyrirtækis á markaði. Það er ekki óskastaða útfrá neinum mælikvörðum.  Að hingað fljúgi einhver erlend flugfélög yfir sumartímann kemur aldrei í staðinn fyrir reglulegt áætlunarflug.  WOW air flaug hingað helmingnum af túristunum sem komu í fyrra. Er ekki til einhvers að vinna að auka heldur við það markaðsátak heldur en kasta ávinningnum í einhverri pissukeppni við Skúla Mogensen..

    Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2019 kl. 16:51

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband