Sunnudagur, 3. febrúar 2019
Gunnar Smári, unglingarnir og sósíalisminn
Gunnar Smári, áður kapítalisti og talsmaður þess að Ísland verði fylki i Noregi, gerir út Sósíalistaflokk Íslands síðustu misserin. Hann fær til liðs við sig ungt fólk á framboðslista, bæði í borginni og verkalýðshreyfingunni.
Gunnar Smári skaffar orðaleppa og fyrirsagnir og tengsl við fjölmiðla. Unga fólkið er útlitið.
Sósíalistaflokkurinn er kominn með mann á þing, samkvæmt könnun, náði áður borgarfulltrúa og formennsku í Eflingu.
Öðrum þræði er fyndið að sextugur maður, með feril Gunnars Smára, skuli ná þessum árangri. En hinum þræðinum veldur bröltið kjánahrolli.
![]() |
Sósíalistaflokkurinn bætir enn við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. febrúar 2019
Sál Evrópu, hver er hún?
Engum dytti í hug að tala um sál Norður-Ameríku eða Asíu. Heimsálfur eru landfræðilegt hugtak, gildir einnig um Evrópu.
Ástæðan fyrir tali um sál heimsálfu, líkt og í viðtengdri frétt, er að valdamiðstöð embættismanna i Brussel gerði sig að handhafa hugmyndarinnar um Evrópu. Það er hugverkastuldur af grófari gerðinni.
Í reynd er ESB sálarlaust hagsmunabandalag og ólýðræðislegt í þokkabót.
Sál Evrópu, ef hún er til, er stærri en svo að hún rúmist í skrifstofublokk í Brussel.
![]() |
Vilja eyða ESB innan frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 2. febrúar 2019
Fréttablaðið: falsfréttir eru þjónusta við lesendur
Fréttablaðið birti falsfrétt byggða á slúðri um uppreisn í þingflokki Miðflokksins. Blaðið baðst afsökunar með semingi.
En í beinu framhaldi kemur höfundur fréttarinnar, Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, og segir falsfréttina góða og gilda enda eigi hún ,,erindi við almenning".
Aðalheiður tínir sem sagt upp slúður pólitískra andstæðinga Miðflokksins, skrifar upp rangfærslurnar og kallar það frétt. Þegar fréttin reynist röng, falsfrétt, er hún samt rétt, samkvæmt Aðalheiði, vegna þess að hún lýsir ,,stemningu."
Aðalheiður er í reynd að segja þetta: við vildum koma höggi á Miðflokkinn og töluðum við slúðurbera - andstæðinga Miðflokksins - og gerðum úr því frétt. Og fréttin hlýtur að vera sönn, af því okkur finnst Miðflokkurinn eiga skilið illt umtal.
Þetta er þjónusta Fréttablaðsins við lesendur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 1. febrúar 2019
Íslendingar standa höllum fæti í útlöndum. Hver er fréttin?
Íslendingar sem flytja til útlanda standa höllum fæti miðað við innfædda og því verr sem nýja samfélagið er meira framandi.
Íslendingur sem flyst til Noregs er fyrr að átta sig á hlutunum í nýju landi en sá sem slær sér niður á Indlandi.
Þetta eru augljós sannindi.
Hvers vegna er það frétt að útlendingar standa höllum fæti gagnvart Íslendingum?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. febrúar 2019
Þorgerður Katrín óttast útlendinga
Útlendingar sitja um Íslendinga og gætu reynt að hafa áhrif á kosningar hér á landi með lævísum áróðri á samfélagsmiðlum, segir Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Bragð er að þá barnið finnur.
Stærstu og öflugustu samtök útlendinga sem reyna að efla ítök sín hér á landi eru Evrópusambandið. ESB stendur fyrir áróðri í samfélaginu og á alþingi, reynir t.d. að komast yfir raforku okkar með 3. orkupakkanum.
Þorgerður Katrín er orðin sannfærð um að útlendingar sitji um fullveldið og hlýtur að fylgja eftir sannfæringu sinni. Til dæmis með því að andmæla 3. orkupakka ESB.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)