Fréttablaðið: falsfréttir eru þjónusta við lesendur

Fréttablaðið birti falsfrétt byggða á slúðri um uppreisn í þingflokki Miðflokksins. Blaðið baðst afsökunar með semingi.

En í beinu framhaldi kemur höfundur fréttarinnar, Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, og segir falsfréttina góða og gilda enda eigi hún ,,erindi við almenning".

Aðalheiður tínir sem sagt upp slúður pólitískra andstæðinga Miðflokksins, skrifar upp rangfærslurnar og kallar það frétt. Þegar fréttin reynist röng, falsfrétt, er hún samt rétt, samkvæmt Aðalheiði, vegna þess að hún lýsir ,,stemningu."

Aðalheiður er í reynd að segja þetta: við vildum koma höggi á Miðflokkinn og töluðum við slúðurbera - andstæðinga Miðflokksins - og gerðum úr því frétt. Og fréttin hlýtur að vera sönn, af því okkur finnst Miðflokkurinn eiga skilið illt umtal.

Þetta er þjónusta Fréttablaðsins við lesendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Reyndar biður blaðið ekki afsökunar á fréttinni sjálfri, heldur því að hafa ekki sagt í henni að ekki hafði tekist að ná tali af þeim sem fréttin fjallar um.

Svo sem lítt skárra.

Gunnar Heiðarsson, 2.2.2019 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband