Miðvikudagur, 12. febrúar 2020
Fordæmi Birnu - hvað gerir Dagur?
Birna bankastjóri Íslandsbanka lækkar í launum. Reykjavík logar í verkföllum vegna ofurlauna borgarstjóra, sem er í þægilegri innivinnu og þarf aldrei að snýta skítugt hor úr krakka.
Dagur ætti að lækka launin sín myndarlega og friðþæga sósíalista sem myndu þá leyfa á ný starfsemi leikskóla í borginni.
Boltinn er hjá þér, Dagur.
![]() |
Birna lækkar í launum milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. febrúar 2020
Góðæri fer verr með okkur en hallæri
Frekja á vinnumarkaði og viðvarandi upplaus í stjórnmálum eru einkenni góðæris síðustu ára. Heimtufrekjunni fylgir hvorki sálarró né hamingja.
Þjóðin þarf að ljúka þroskastökkinu eftir hrun og það er ekki hægt í endalausu góðæri.
Þriggja til fimm ára hallæri er meðalið sem þjóðarsálin þarf.
![]() |
Virðist ekki vera að létta til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. febrúar 2020
Frændsemi við snilling
Sá sem vinnur milljónir í happadrætti eignast strax marga vini. Frændgarður Hildar Guðnadóttur óx veldisvexti eftir Óskarsverðlaunin.
Vinstrimenn eru ákafastir í frændseminni.
Enda mestur hégóminn þar á bæ.
![]() |
Þúsundir könnuðu hvort Hildur væri frænka þeirra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 11. febrúar 2020
Reynir, Arnþrúður og mannslífin
Almenn dómavenjan undanfarin ár er að gildisorðræða, þ.e. hvað einhverjum finnst um einhvern annan, skuli njóta friðhelgi tjáningarfrelsis en staðhæfingar um saknæman verknað, s.s. ásökun um þjófnað eða nauðgun, sæta refsingu.
Arnþrúður var dæmd fyrir að segja að Reynir hafi ,,mörg mannslíf á samviskunni" og ,,fjölskylduhamingju á á samviskunni."
Tvöföld merking er í orðalaginu að hafa ,,mannslíf á samviskunni". Í fyrsta lagi að drepa einhvern og í öðru lagi að vera valdur að því að einhver taki eigið líf.
Í fyrra tilvikinu er saknæmur verknaður, manndráp, en sjálfsmorð er ekki saknæmt. Ekki er það heldur saknæmt að vera svo leiðinlegur að einhver tapi lífshamingjunni eða hreinlega stúti sjálfum sér.
Dómarinn sem skrifaði dóminn virðist telja orðalag eins og ,,drepleiðinlegur" staðhæfingu um glæp. Dómari sem leggur slíkan skilning í tungumálið er illa læs á íslensku.
![]() |
Arnþrúður dæmd til að greiða miskabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. febrúar 2020
Lilja vantreystir RÚV
RÚV er stjórnað af fólki sem fær flokkspólitíska skipun. Engar aðrar hæfniskröfur eru gerðar en flokkspólitískar. Lilja menntamálaráðherra þvær hendur sínar af stjórn RÚV og sendir þessa pillu: ,,ég hefði kosið fullt gagnsæi í ráðningarferlinu öllu."
Tilefnið er ráðning útvarpsstjóra sem stjórnin fór í feluleik með, gaf ekki upp hverjir sóttu um og neitar að rökstyðja niðurstöðuna.
RÚV er í helgreipum fólks sem kann ekki til verka en er haldið uppi með almannafé. Löngu tímabært er að aðskilja ríki og RÚV.
![]() |
Lilja hefði viljað gagnsæi í ráðningarferli RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 10. febrúar 2020
Sósíalískt verkfall Eflingar: aðeins ein lausn
Efling stendur fyrir pólitísku verkfalli gegn Reykjavíkurborg og almenningi. Kröfur Eflingar eru úr öllum takti við lífskjarasamningana. Þær brjóta einnig í blað með kröfunni um að ófaglærðir starfsmenn njóti sömu launakjara og faglærðir.
Konur hafa á seinni árum verið duglegri en karlar að sækja sér menntun. Krafan um jöfn laun faglærðra og ófaglærða gjaldfellir menntun og kemur verr við konur en karla.
Aðeins ein lausn er á verkfalli Eflingar, uppgjöf. Spurningin er aðeins hvor gefst upp, vinstrimeirihlutinn í Reykjavík eða sósíalísk forysta Eflingar.
![]() |
Myndi ekki skila árangri að funda í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. febrúar 2020
Atvinnuleysi þarf að aukast
Forsíðuuppsláttur Fréttablaðsins í dag er að ríkið eigi að örva atvinnulífið með framkvæmdum, lægri vöxtum og skattalækkun á fyrirtæki. Þetta er rangt mat sem tekur aðeins mið af einstökum geirum atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu og byggingariðnaði.
Á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs var atvinnuleysi ekki nema 3.3%. Launakröfur Eflingar í yfirstandansi kjaradeilu miðast við þenslu í hagkerfinu en ekki samdrátt. Atvinnuleysi þarf að aukast upp í 6 til tíu prósent til að veita launakröfum aðhald.
Dulið atvinnuleysi er meðal háskólafólks enda launakröfur þeirra hófstilltari og í takt við lífskjarasamninga.
Á Íslandi eru þúsundir faraandverkafólks sem hverfa til síns heima þegar atvinnuleysi eykst. Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að veita farandverkafólki atvinnu.
Í skjóli góðæris síðustu ára hefur myndast bóla sem þarf að springa til að ná jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Aukið atvinnuleysi er rétta svarið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. febrúar 2020
Notting Hill og hrun karlmennskunnar
Kvikmyndir setja tísku og endurspegla tíðaranda. Notting Hill, frá 1999, markar tískustefnu í kvikmyndum með sterkum konum og veikgeðja körlum. Kvikmyndin endurspeglar hrun karlmennskunnar síðustu áratuga.
Söguþráðurinn er að rík amerísk leikkona (Julia Roberts) verður ástfangin af fátækum sérvitringi (Hugh Grant) sem rekur nær gjaldþrota ferðabókasölu í fjölmenningarhverfi í London.
Sú ameríska þénar vel, er sjálfstæð og á framabraut. Þegar kærastan er atyrt á veitingastað er Grant eins og hræddur héri en Júlía hraunar yfir glaðbeittan en heimskan karlaher. Júlía kennir Grant að klifra yfir grindverk, stelpustrákurinn kann það ekki.
Hápunktur ræmunnar er þegar Júlía segist þrátt fyrir frægðina og peningana aðeins vera stelpa skotin í strák. Grant vælir og segist ekki afbera ástarsorg. Grant er jafnvel svo ókarlmannlegur að hann fer með ástamál sín til vina og fjölskyldu.
Ógrynni sjónvarpsþátta og kvikmynda sýnir karla í aumingjahlutverki á móti sterkum konum sem keyra fram söguþráðinn. Flest verkanna komu út í kjölfar Notting Hill.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 9. febrúar 2020
Dómari dæmir sjálfan sig
Róbert Spanó dæmdi í undirdeild mannréttindadómstóls Evrópu í máli vinar síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Róbert Spanó dæmir aftur í sama máli í yfirdeild dómstólsins.
Þegar dómarar dæma í eigin sök þarf ekkert réttarkerfi.
![]() |
MDE styðst við aðra réttarhefð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 8. febrúar 2020
Franska byltingin og Ríki íslams
Tom Holland heitir breskur sagnfræðingur og skrifar bæði um kristni og múslímatrú. Hann gerði sjónvarpsþátt um Ríki íslams sem hægt er að sjá á RÚV.
Undir lok þáttarins ber Holland saman frönsku byltingarmennina 1789 og hryðjuverkamenn Ríkis íslams. Sameiginlegt er að bæði þeir frönsku fyrir rúmum tveim öldum og þeir múslímsku í samtímanum boða nýtt upphaf baðað í blóði þess gamla.
Franska byltingin var sannanlega blóðug og grimm. Aftur eru mannréttindi á nútímavísu arfur byltingarinnar. Ríki íslams boðar hvorki mannréttindi né gæsku heldur misrétti og viðvarandi ofbeldi rétttrúaðra gegn þeim sem ekki fylgja spámanninum.
Ríki íslams er tilræði við vestræna menningu; franska byltingin var umsköpun menningar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)