Reynir, Arnþrúður og mannslífin

Almenn dómavenjan undanfarin ár er að gildisorðræða, þ.e. hvað einhverjum finnst um einhvern annan, skuli njóta friðhelgi tjáningarfrelsis en staðhæfingar um saknæman verknað, s.s. ásökun um þjófnað eða nauðgun, sæta refsingu.

Arnþrúður var dæmd fyrir að segja að Reynir hafi ,,mörg manns­líf á sam­visk­unni" og ,,fjöl­skyldu­ham­ingju á á sam­visk­unni."

Tvöföld merking er í orðalaginu að hafa ,,mannslíf á samviskunni". Í fyrsta lagi að drepa einhvern og í öðru lagi að vera valdur að því að einhver taki eigið líf.

Í fyrra tilvikinu er saknæmur verknaður, manndráp, en sjálfsmorð er ekki saknæmt. Ekki er það heldur saknæmt að vera svo leiðinlegur að einhver tapi lífshamingjunni eða hreinlega stúti sjálfum sér.

Dómarinn sem skrifaði dóminn virðist telja orðalag eins og ,,drepleiðinlegur" staðhæfingu um glæp. Dómari sem leggur slíkan skilning í tungumálið er illa læs á íslensku.

 


mbl.is Arnþrúður dæmd til að greiða miskabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja vantreystir RÚV

RÚV er stjórnað af fólki sem fær flokkspólitíska skipun. Engar aðrar hæfniskröfur eru gerðar en flokkspólitískar. Lilja menntamálaráðherra þvær hendur sínar af stjórn RÚV og sendir þessa pillu: ,,ég hefði kosið fullt gagn­sæi í ráðning­ar­ferl­inu öllu."

Tilefnið er ráðning útvarpsstjóra sem stjórnin fór í feluleik með, gaf ekki upp hverjir sóttu um og neitar að rökstyðja niðurstöðuna.

RÚV er í helgreipum fólks sem kann ekki til verka en er haldið uppi með almannafé. Löngu tímabært er að aðskilja ríki og RÚV.


mbl.is Lilja hefði viljað gagnsæi í ráðningarferli RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband