Sósíalískt verkfall Eflingar: aðeins ein lausn

Efling stendur fyrir pólitísku verkfalli gegn Reykjavíkurborg og almenningi. Kröfur Eflingar eru úr öllum takti við lífskjarasamningana. Þær brjóta einnig í blað með kröfunni um að ófaglærðir starfsmenn njóti sömu launakjara og faglærðir.

Konur hafa á seinni árum verið duglegri en karlar að sækja sér menntun. Krafan um jöfn laun faglærðra og ófaglærða gjaldfellir menntun og kemur verr við konur en karla.

Aðeins ein lausn er á verkfalli Eflingar, uppgjöf. Spurningin er aðeins hvor gefst upp, vinstrimeirihlutinn í Reykjavík eða sósíalísk forysta Eflingar.


mbl.is Myndi ekki skila árangri að funda í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi þarf að aukast

Forsíðuuppsláttur Fréttablaðsins í dag er að ríkið eigi að örva atvinnulífið með framkvæmdum, lægri vöxtum og skattalækkun á fyrirtæki. Þetta er rangt mat sem tekur aðeins mið af einstökum geirum atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu og byggingariðnaði.

Á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs var atvinnuleysi ekki nema 3.3%. Launakröfur Eflingar í yfirstandansi kjaradeilu miðast við þenslu í hagkerfinu en ekki samdrátt. Atvinnuleysi þarf að aukast upp í 6 til tíu prósent til að veita launakröfum aðhald.

Dulið atvinnuleysi er meðal háskólafólks enda launakröfur þeirra hófstilltari og í takt við lífskjarasamninga.

Á Íslandi eru þúsundir faraandverkafólks sem hverfa til síns heima þegar atvinnuleysi eykst. Það er ekki hlutverk íslenska ríkisins að veita farandverkafólki atvinnu.

Í skjóli góðæris síðustu ára hefur myndast bóla sem þarf að springa til að ná jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Aukið atvinnuleysi er rétta svarið.

 


Bloggfærslur 10. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband