Góða fólkið fyrirlítur múslíma

Í Pakistan tíðkast að fjölskyldur ákveði hjónaband barnanna. Í trúarmenningu múslíma er þetta algeng skipan mála. Hér á landi eru hjón frá Pakistan sem ekki eiga rétt á landvist. 

Hjónin gefa það upp að þau hafi ekki fylgt siðum og venjum í heimalandinu og efnt til hjónabands í blóra við fjölskyldur sínar. Af því leiðir er þeim ekki óhætt í heimalandinu.

Pakistan ku vera sæmilega víðfeðmt land. Án ef geta hjónakornin fundið sér samastað í heimalandinu en fjarri fjölskyldum sínum.

Aftur er ótrúlegt að horfa upp á góða fólkið á Íslandi lýsa því yfir að börnum sé ekki óhætt í trúarmenningu múslíma. Hvaðan kemur þetta mannfjandsamlega viðhorf?


mbl.is „Eigi ekki að senda börn út í óvissuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðavírus, landamæri og alþjóðavæðing

Kína ber ábyrgð á kórónavírus sem berst á milli manna og drepur einn og annan. Kína stóð ekki undir ábyrgðinni, hefti ekki útbreiðsluna með einangrun og öðrum aðgerðum. 

Þjóðríki draga landamæri til að verja líf, limi og velferð þegna sinna. Alþjóðavæðing síðustu áratuga gaf þeirri hugsun undir fótinn að landamæri væru óþörf. Fólk mætti gera sig heimkomið hvar það vildi og heimta þjónustu og aðbúnað.

Kínverski dauðavírusinn vekur til meðvitundar gildi landamæra annars vegar og hins vegar ókosti óheftrar alþjóðavæðingar.


mbl.is Ráðstöfun Bandaríkjanna „óvingjarnleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband