Íslensk vernd fyrir alþjóðlega glæpi

Útlendingar sem fá íslenska vernd eða hæli hér og síðar ríkisborgararétt eru eðlilega af misjöfnu sauðahúsi.

Flestir væntanlega réttlátir og almennilegir, eins og fólk er yfirleitt, en sumir með ýmislegt misjafnt á samviskunni.

Hvað á Ísland að gera ef á daginn kemur að útlenskur glæpamaður hafi fengið íslenskt ríkisfang? Setja tíma og fjármuni í að fá útlendinginn ,,heim"? Hljómar fáránlega, satt að segja.

En vitanlega eigum við að byrja á því að setja mun strangari reglur um það hverjir fá íslenskt ríkisfang.


mbl.is Vilja framselja Íslending til Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áslaug Arna bregst trausti

Fjölskylduerjur í Pakistan, þar sem karl og kona tóku saman án blessunar ættingja, urðu til þess að dómsmálaráðherra Íslands breytir reglum um landvist hælisleitenda.

Og jú, það varð umræða á samfélagsmiðlum, um ,,afmælisstrák", eins og aðeins útvalin börn eigi afmælisdag.

Það tekur ekki nokkru tali að múgsefjun á samfélagsmiðlum setji á hvolf almennar reglur um hælisvist útlendinga.

Áslaug Arna bregst trausti sem dómsmálaráðherra.


mbl.is Gagnrýnivert að breyta reglum undir þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband