Ísland flytur inn evrópsk vandamál - vottorð fyrst, svo sæstrengur

Á pappírunum er Ísland orkusóði. Við framleiðum - á pappírunum - orku úr kjarnorku og kolum. Allir heilvita vita að svo er ekki. En ESB-pappírar segja annað; Ísland er orkusóði.

Raforkufyrirtæki á Íslandi græða á þessum pappírum. Þeir selja vottorð, sem eru enn aðrir pappírar, til fyrirtækja í Evrópu um að íslensk raforka komi við sögu í starfseminni. En það fer engin íslensk raforka til Evrópu, bara pappírar.

Samorka græðir á þessum siðlausu viðskiptum. Réttlætingin er þessi: ,,Kerfið var sett á lagg­irn­ar til þess að stuðla að auknu vægi end­ur­nýj­an­legr­ar orku í Evr­ópu."

Sjá menn ekki skriftina á veggnum? Við seljum vottorð til Evrópu um að fyrirtæki í álfunni noti íslenskt rafmagn.

Fyrr heldur en seinna verður sagt í Brussel: þið Íslendingar, sem seljið evrópsk vottorð um íslenska orku á meginlandi Evrópu verðið að gjöra svo vel að tengja veruleikann við vottorðin - MEÐ SÆSTRENG.

Í boði þingmanna Sjálfstæðisflokksins var 3. orkupakki ESB illu heilli samþykktur á alþingi á síðasta ári. Það þýðir að laga- og regluverkið fyrir sæstreng er komið í íslensk lög.

Sjaldan hafa jafn fáir gert þjóðinni jafn mikinn skaða. 

 


mbl.is „Eru ekki að kaupa sér syndaaflausn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandi býðst fríverslun í stað EES

Aðalsamningamaður Evrópusambandsins við Bretland, Michel Barnier, segir fríverslunarsamning við Bretland ekki koma til greina þar sem Bretar séu of stór samkeppnisþjóð ESB og of nálægt meginlandinu.

Bretar höfðu farið fram á fríverslunarsamning við ESB á sömu forsendum og Kanada.

Ísland, sem er í viðjum EES-samningsins, á hér tækifæri. Ísland er ekki samkeppnisþjóð ESB og liggur nokkru fjarri evrópska meginlandinu. Þar með uppfyllir Ísland skilyrði fyrir fríverslunarsamning við ESB.

Gulli utanríkis hlýtur að senda sína menn til Brussel að leggja drög að fríverslun við ESB og koma okkur af klafa EES-samningsins.

 


Bloggfærslur 21. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband