Sólveig í sjokki: sósíalistar eru ómarktækir

Sólveig Anna formaður Eflingar-deildar Sósíalistaflokks Íslands er í sjokki.

Efling skrifaði upp á lífskjarasamning á almennum vinnumarkaði á síðasta ári. Í dag segist Sólveig Anna ekki taka mark á þeim samningum og vill meiri launahækkanir hjá félagsmönnum sem starfa hjá Reykjavíkurborg.

Og Sólveig er í sjokki að komast ekki upp með ósvífnina.


mbl.is Undrandi og sjokkeruð eftir fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efling er stjórnmálaflokkur

Stjórnmálaflokkar kaupa sér skoðanakannanir til að fá byr í seglin. Þeim niðurstöðum sem ekki gefa ,,rétta" mynd eða sýna slæma stöðu er ýmist hagrætt eða stungið undir stól.

Efling kaupir sér könnun til að fegra ásyndina.

Enda Efling deild í Sósíalistaflokki Íslands.


mbl.is Meirihluti styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran, Evrópa - hagvöxtur, líf og dauði

Hagvöxtur í Evrópu er sá minnsti í sjö ár áður en kórónaveiran kom til sögunnar. Áhrif veirunnar á hagvöxt verða öll neikvæð. Verslunum og verksmiðjum er lokað og ferðaþjónusta verður fyrir höggi.

Verði veiran að faraldri hætta menn áhyggjum af efnahagslegum samdrætti. Spurningin verður um líf og dauða.

Einangrun og landamæri fá nýja merkingu.


mbl.is Ný smit í Evrópu öll rakin til Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband