Veiran, varkárni og móðursýki

Kórónaveiran mun líklega nema land á Íslandi. Ekki er raunhæft að loka landinu og bíða af sér sóttina. Skynsamlegar varúðarráðstafanir draga úr líkum að veiran breiðist út til þeirra sem síst þola álagið sem fylgir, þ.e. þeir sem veikir eru fyrir.

Móðursýki um að veiran sé svarti dauði samtímans hjálpar ekki. Þeir sem nota veiruna til að slá pólitískar keilur ættu að láta af þeirri iðju. 

Verum varkár og gerum skynsamlegar áætlanir um hvernig skuli taka á vandanum. Sýnum samstöðu og yfirvegun.


mbl.is 46 sýni rannsökuð hér og öll neikvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loga-lýðræði: aðeins að vori

Lýðræði, samkvæmt formanni Samfylkingar, virkar aðeins að vori. Kosningar, sem haldnar eru á öðrum árstíma, eru ólýðræðislegar.

Samfylkingin er þekkt fyrir spuna.

En að segja lýðræði bundið við eina árstíð er nokkuð langt gengið í tilbúningi. Jafnvel á mælikvarða Samfylkingar.


mbl.is Lýðræðismál að kjósa að vori
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband