Vestræn angist, elítan og endurreisn þjóðríkisins

Westlessness er orð á nýafstaðinni öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi. Merking orðsins er vestræn angist, eins og sjá má í umfjöllun Guardian.

Eftir fall Sovétríkjanna 1991 varð vestrænt frjálslyndi ráðandi hugmyndafræði. Bók Francis Fukuyama, Endalok sögunnar, var höfð til marks um endanlegan sigur vestrænnar samfélagsgerðar.

Vestræna frjálslyndið var í raun dulklædd síðnýlendustefna. Öflugustu ríki og ríkjasamtök veraldar, Bandaríkin og Evrópusambandið, reyndu hvað þau gátu til að þvinga fram sína hagsmuni og hugmyndafræði á aðskiljanleg ríki. Afganistan, Írak, Úkraína, Sýrland og Líbýa fengu á sig ýmist fullveðja innrásir eða skipulega tilraun til ríkisstjórnaskipta. Rússland var sett í vestræna einangrun - fyrir að spila ekki með.

Síðnýlendustefnan varð almenningi á vesturlöndum þungbær. Stórfelldur útflutningur á störfum bjó til nýja stétt áhrifalausra fátæklinga. Enn stórfelldari innflutningur á útlendingum með framandi menningu rauf samheldni vestrænna samfélaga.

Árið 2016 urðu vatnaskil. Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og Bretar samþykktu úrsögn úr ESB, Brexit.

Pólitísk gróska er í umræðu íhaldsmanna, sjá t.d. viðtal við Michael Lind aðildarlýðræði. Síðnýlenduelítan fyllist angist yfir horfnum tíma þegar ein hugmyndafræði átti sviðið og boðaði fagra nýja veröld frjálslyndra vinstrimanna.

 


Sósíalistar gegn samfélaginu

Lífskjarasamningar á síðasta ári voru í þágu friðar á vinnumarkaði. Sósíalistar í Eflingu gefa lítið fyrir samfélagsfriðinn.

,,...þá trúi ég því jafn­framt að við mun­um hafa bet­ur í þess­um slag,“ seg­ir Sól­veig Anna formaður Eflingar í viðtengdri frétt.

Ófriður, slagsmál er framtíðarsýn sósíalista.


mbl.is „Trúi því að við munum hafa betur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórdís undirbýr svik

Þórdís iðnaðarráðherra hafði um það mörg orð og fögur þegar hún fékk 3. orkupakka ESB samþykktan á alþingi að sæstrengur til Evrópu kæmi ekki í kjölfarið.

Núna segir Þórdís að íslenski raforkumarkaðurinn sé ,,óþroskaður". 

Þórdís og forysta Sjálfstæðisflokksins halda að ,,þroski" komi frá Brussel. En þaðan koma valdboð og inngrip í fullveldi þjóða. Aðeins ,,óþroskaðir" stjórnmálamenn skilja það ekki.


mbl.is Þórdís segir raforkumarkaðinn óþroskaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband