Engin lög betri en ólög - öfugt hlutfall magns og gæða

Hárrétt hjá Birgi Ármannssyni þingmanni að magn og gæði fylgjast ekki að í störfum löggjafans. Oft er hlutfallið öfugt; fleiri lög en minni gæði.

Stjórnarandstöðuþingmenn hljóta að geta fundið sér eitthvað til dundurs. Til dæmis að útskýra fyrir sjálfum sér, og þjóðinni í framhaldi, hvers vegna sé þörf á 5 flokkum í stjórnarandstöðu.

Gæði stjórnarandstöðunnar eru einmitt í öfugu hlutfalli við fjölda flokka. Miðflokkurinn er sá eini sem vinnur að fækkun flokka á alþingi, með sameiningu við hálfan þingflokk Flokks fólksins. 


mbl.is „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífsgæði mæld í atvinnuleysi og mínútum

Lífskjarasamningarnir styttu vinnuvikuna. Útfærslan var látin eftir vinnumarkaðnum. Fréttir af útfærslunni hljóma svona:

algengasta útfærslan var að stytta einn vinnudag vikunnar um 45 mínútur en 43% fyrirtækjanna tóku þann kost í samráði við starfsfólkið.

Ein leið til að mæla lífsgæði er sjálfsagt tíminn sem maður er ekki í vinnunni. Sumir, aftur á móti, þrífast svo vel í vinnunni að minni viðvera skerðir lífsgæði þeirra.

Alvarlegra í frétt Viðskiptablaðsins er að

um 36% fyrirtækja í Félagi atvinnurekenda sem svöruðu könnun félagsins þess efnis hafa þurft að segja upp fólki til að mæta hækkun launakostnaðar vegna kjarasamninganna sem gerðir voru síðastliðið vor.

Víst er að atvinnuleysi eykur ekki lífsgæði. 

 

 


Íslenskir Tenerife-farar gæti að sér

Íslendingar nýkomnir frá Tenerife ættu að fara varlega í morgunsárið á meðan enn er óupplýst nákvæmlega hvar Ítalinn dvaldi sem virðist hafa tekið kórónuveiruna til eyjanna.

Það er ekki of varlega farið þegar bráðasmit er annars vegar.


mbl.is Greindist með kórónuveiruna á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband