Írska uppgjörið við bankamenn og það íslenska

,,...staðreyndin er að fleiri hafa framið sjálfsmorð á þeim sjö til átta árum, sem liðin eru frá fjármálakreppunni 2007-2008, en voru drepnir á óöldinni í Norður-Írlandi í þrjátíu ár," skrifar Tim Pat Coogan í 1916 á hundrað ára afmæli írsku páskauppreisnarinnar.

Coogan bætir við um írska réttarkerfið: ,,Staðreyndin er, að á aldarafmæli páskauppreisnarinnar, þjónar írska réttarkerfið ekki tilgangi sínum. Það getur ekki tekist á við hvítflipaglæpi."

Enginn írskur hrunvaldur var dæmdur fyrir fjármálaglæpi sem leiddu til írska hrunsins.

Íslenska réttarkerfið stóð sig betur. Fjármálaglæpir voru rannsakaðir og auðmenn dæmdir.


mbl.is Veiktust undan álagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saddam, Pútín og kommúnistaveiðar frjálslyndra

Stærstu mistök Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu í utanríkismálum á þessari öld eru innrásin í Írak árið 2003. Innrásin var réttlætt með þeirri lygi að Saddam Hussein Íraksforseti ætti gereyðingarvopn og væri ógn við heimsfriðinn.

Innrásin í Írak hleypti öllu í bál og brand í miðausturlöndum og leiddi til flóttamannastraums múslíma til Vestur-Evrópu. Meira en áratug síðar sér hvergi til lands í þessum heimshluta.

Í beinu framhaldi af innrásinni í Írak gerðu Bandaríkin og Vestur-Evrópa tilraun til að endurskipuleggja Austur-Evrópu í þágu vestrænna hagsmuna. Með Evrópusambandið og Nató sem verkfæri var rifið í tætlur samkomulag um mörk vestrænna og rússneskra áhrifasvæða. Samkomulagið hafði verið í gildi frá lokum seinni heimsstyrjaldar en endurskoðað eftir fall Sovétríkjanna 1991 og lok kalda stríðsins.

Tilraun Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu að leggja austurhluta álfunnar undir vestrænt áhrifasvæði strandaði í Úkraínu þar sem styrjöld blossaði upp snemma árs 2014. Líkt og nokkur ríki miðausturlanda, s.s. Írak, Sýrland og Líbýa, er Úkraína ónýtt ríki.

Saddam Hussein var drepinn af skjólstæðingum Bandaríkjanna, Gadaffi í Líbýu sömuleiðis. En Janukovits forseti Úkraínu, sem öfl hliðholl Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu steyptu af stóli 2014, náði að flýja til Rússlands. Assad Sýrlandsforseti heldur völdum með stuðningi Rússa.

Pútín Rússlandsforseti er fleinn í holdi vestrænnar útþenslu, bæði í miðausturlöndum og Austur-Evrópu. Þess vegna fær Pútin sömu meðferð og Saddam Hussein um aldamótin. Pútin er sakaður um að vera ógn við heimsfriðinn þar sem hann stendur í vegi fyrir bandarískum og vestur-evrópskum hagsmunum.

Vinstrimenn í Bandaríkjunum (jú, þeir eru til þótt ekki séu þeir sósíalistar) segja herferðina gegn Pútín og þeim sem bera blak af honum minna á kommúnistaofsóknir á MacCarty-tímanum. Þeim svíður sérstaklega að stofnanir í bandarískri umræðu, t.d. New York Times og Washington Post, sem búa að langri hefð frjálslyndis, ganga fram af hörku í kommúnistaveiðum nú um stundir.

Valdastéttin í Washington, máttarstólpar úr röðum demókrata og repúblíkana, er sameinuð í andstöðu sinni við Pútín og Rússland. Þegar maður eins og Donald Trump sigrar forsetakosningarnar getur ástæðan ekki verið önnur en að Pútín standi þar að baki. Spurningin er aðeins að finna sönnunargögnin - búa þau til ef ekki vill betur.

Sigur Trump sýnir kreppu valdastéttarinnar í Bandaríkjunum líkt og Brexit afhjúpaði tilvistarvanda Evrópusambandsins. Í stað þess að horfast í augu við vandann, sem er margvíslegur og fjölþátta, er einfaldara að kenna einhverjum einum um ófarirnar. Pútín Rússlandsforseti þjónar því hlutverki ágætlega.


mbl.is „Þessar upplýsingar eru rangar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólar svindla á PISA-könnun

Brögð eru að því að skólar svindli á PISA-könnun með því að koma í veg fyrir að slakir nemendur taki prófið. Þar með hækkar meðaleinkunn viðkomandi skóla og sveitarstjórnarmenn geta barið sér á brjóst enda bera þeir ábyrgð á grunnskólum.

PISA-prófið, sem má nálgast í viðhengi í frétt mbl.is, er ekki unnið upp úr skólanámsefni heldur er það almennt þekkingarpróf. Til að ná betri árangri í PISA-könnun er ekki hægt að breyta einum þætti skólastarfs heldur verður að taka í gegn alla skólamenninguna: skipulag, kennsluhætti, námsefni, kennara og nemendur. Betri árangur í PISA-könnun gæti þýtt að öðrum markmiðum verði að fórna, s.s. almennri vellíðan nemenda.

Enginn skóli nær betri árangir í PISA-könnun nema með róttækri langtímaáætlun sem beygir skólastarfið undir PISA-mælikvarðann. Það er álitamál hvort það sé æskilegt.

Meðal kennara er rætt um að sumar skólaskrifstofur sveitarfélaga hafi einfaldlega stytt sér leið og beitt sér fyrir því að slakir nemendur tækju ekki PISA-prófið. Ómögulegt er að segja til um hvort slíkt svindl hafi haft áhrif á niðurstöður skóla einstakra sveitarfélaga án undangenginnar könnunar.

Það er vel hægt að komast að því hve PISA-svindlið var umfangsmikið. Það eru til skrár um hvaða nemendur tóku prófið og hægt að bera þær saman við nemendaskrár. Þá liggja fyrir upplýsingar um meðalforföll á hverjum degi, vegna veikinda og annarra fjarvista.

Þótt þessi færsla sé skrifuð í tengslum við frétt um skólahald í Hafnarfirði er ekki þar með sagt að skólaskrifstofan þar í bæ sé sek um PISA-svindl.


mbl.is Hafnarfjörður hækkar í PISA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar á tvöföldum flótta

Píratar eru á flótta frá kosningaloforðum sínum, eins og Eyjan rekur skilmerkilega. Þeir eru líka á flótta frá kosningum, sem gætu orðið strax í vor, enda Píratar á fallandi fæti í skoðanakönnunum.

Smáflokkastjórn undir forystu Pírata væri á undanhaldi frá fyrsta degi. Málamiðlunin, sem slík stjórn byggði á, yrði lægsti samnefnari fimm ólíkra flokka. Um leið og málamiðlunin mætti veruleikanum á alþingi og úti í þjóðfélaginu kæmu í ljós brestir.

Í samfélaginu er engin eftirspurn eftir smáflokkastjórn á flótta frá kosningaloforðum og almenningi. Löngun smáflokkanna í stjórnarráðið er ekki nægur hvati til að halda saman ríkisstjórn.


mbl.is Birgitta bjartsýn - 90% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristni, jólasveinninn og Píratar

Foreldrar leikskólabarna hafa fengið þau skilaboð að ,,í skólanum trúum við á jólasveina". Skilaboðunum fylgja vinsamleg tilmæli til foreldra að eyðileggja ekki jólastemninguna með afneitun á rauða feita kallinum.

Píratar ýfast ekki við jólasveinatrú, svo vitað sé. En þeir rífa sig oní rassgat yfir kirkjuheimsóknum grunnskólabarna, núna síðast Helgi pírati.

Kristni og jólasveinatrú eru af sama meiði, hluti af menningu okkar og koma næsta lítið við trúarsannfæringu fullorðinna, sem velflestir eru trúlausir.

Hvað myndum við segja við pírataforeldri sem vildi ekki að barnið sitt læsi sögur eins og Njálu eða Hrafnkelssögu vegna þess að siðaboðskapurinn hæfði ekki smekk góða fólksins? Jú, við myndum segja við pírataforeldrið: finndu þér samfélag til að búa í - annað en það íslenska.


Staðleysuveruleiki - orð ársins

Orð ársins í Þýskalandi er ,,postfaktisch" sem er þýðing á enska orðinu ,,post-truth" en það var valið orð ársins af Oxford-orðabókinni.

Orðin vísa til skynveruleika í trássi við staðreyndir og mætti þýða á íslensku sem staðleysuveruleika.

Á Íslandi voru haldnar þingkosningar 29. október á grunni staðleysuveruleika. Ef ríkisstjórn verður mynduð á sama grunni er hægt að tala um staðleysustjórn. Eða grípa til þjálla og nærtækara orðs, vinstrivitleysu.


Vinstristjórn tryggir hrun 2017/2018

Fimm flokka vinstristjórn myndi steypa Íslandi í hrun ekki seinna en vorið 2018. Vinstristjórn stefnir á skattahækkun, sem dregur úr einkaneyslu, og hlaða skuldum á ríkissjóð til að fjármagna kosningaloforð.

Afleiðingin verður ósjálfbær rekstur ríkissjóðs og samdráttur í hagkerfinu. Þörf ríkissjóðs á lánsfé þrýstir upp vöxtum og til verður vítahringur hárra vaxta og samdráttar.

Stefna sitjandi ríkisstjórnar er að nota góðærið til að greiða niður erlendar skuldir og hemja vöxt ríkisútgjalda. Við það myndast svigrúm til vaxtalækkunar í framtíðinni þegar þörf verður á vegna minni tekna af ferðamönnum, sem ekki hafa skilning á að við þurfum sterkt gengi til að halda uppi góðum lífskjörum.


mbl.is Gæti stefnt í annað hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BBC spyr: er ESB að hruni komið?

Á vef BBC er spurt hvor Evrópusambandið sé á síðasta snúningi. Einn þekktasti sagnfræðingur Bretlands, Niall Ferguson, sem var andstæðingur brotthvarfs Bretlands úr ESB, segir núna að hann hafi haft rangt fyrir sér og styður útgöngu Bretlands. 

Evrópusambandið er misheppnað segir Ferguson og telur að Brexit sé bæði rökrétt og skynsamleg ákvörðun.

Hér heima ræða fimm smáflokkar með ríkisstjórnarþrá að endurvekja ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009, segi og skrifa 2009. Íslenskum ESB-sinnum er ekki sjálfrátt.


mbl.is Breska þingið samþykkti Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Steinar stýrir dómstóli götunnar

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrum dómari við hæstarétt ávarpaði almenning í gær í Kastljósi og hvatti fólk til að vantreysta hæstarétti. Jón Steinar er í vinnu hjá auðmönnum að grafa undan tiltrú almennings á réttarkerfinu. Hann skrifaði skýrslu fyrir Ólaf Ólafsson, fyrrum Kaupþingsstjóra, sem dæmdur var í Al Thani-málinu, og berst fyrir endurupptöku.

Jón Steinar starfar og skrifar í þágu auðmanna. Í sumar skrifar hann: ,,Það tímabil í starfsemi Hæstaréttar Íslands, sem nú stendur yfir, verður þegar fram í sækir talið tímabil mestu niðurlægingar í sögu réttarins."

Samstaða Jóns Steinars með auðmönnum byrjaði þegar hann var enn hæstaréttardómari. Árið 2009 skilaði Jón Steinar séráliti í dómsmáli vegna Kaupþingsmanna. Auðmenn og málgögn þeirra taka málflutningi Jóns Steinars fagnandi, samanber forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Í inngangi sínum, sem vitni Kastljóss í gær, sagði Jón Steinar: ,,menn geta orðið vanhæfir þótt þeir séu það ekki í raun og veru."

Það er nóg, segir Jón Steinar, að almenningur trúi því að dómstólar séu vanhæfir. En einmitt þannig virkar dómstóll götunnar. Fjölmiðlar og álitsgjafar eins og Jón Steinar telja almenningi trú um að dómstólar séu vanhæfir og þá verða þeir vanhæfir. 

Með Jón Steinar sem lögfræðing og Kastljós í hlutverki almannatengils eru auðmenn í góðum málum.


Andúð Jóns Steinars á Markúsi...

hefur engin áhrif á afstöðu Jóns Steinars til atlögu Kastljóss að Markúsi Sigurbjörnssyni og hæstarétti.

Vitanlega ekki.

Amen.


mbl.is Vanhæfur fyrir og eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband