Jón Steinar stýrir dómstóli götunnar

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrum dómari við hæstarétt ávarpaði almenning í gær í Kastljósi og hvatti fólk til að vantreysta hæstarétti. Jón Steinar er í vinnu hjá auðmönnum að grafa undan tiltrú almennings á réttarkerfinu. Hann skrifaði skýrslu fyrir Ólaf Ólafsson, fyrrum Kaupþingsstjóra, sem dæmdur var í Al Thani-málinu, og berst fyrir endurupptöku.

Jón Steinar starfar og skrifar í þágu auðmanna. Í sumar skrifar hann: ,,Það tímabil í starfsemi Hæstaréttar Íslands, sem nú stendur yfir, verður þegar fram í sækir talið tímabil mestu niðurlægingar í sögu réttarins."

Samstaða Jóns Steinars með auðmönnum byrjaði þegar hann var enn hæstaréttardómari. Árið 2009 skilaði Jón Steinar séráliti í dómsmáli vegna Kaupþingsmanna. Auðmenn og málgögn þeirra taka málflutningi Jóns Steinars fagnandi, samanber forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Í inngangi sínum, sem vitni Kastljóss í gær, sagði Jón Steinar: ,,menn geta orðið vanhæfir þótt þeir séu það ekki í raun og veru."

Það er nóg, segir Jón Steinar, að almenningur trúi því að dómstólar séu vanhæfir. En einmitt þannig virkar dómstóll götunnar. Fjölmiðlar og álitsgjafar eins og Jón Steinar telja almenningi trú um að dómstólar séu vanhæfir og þá verða þeir vanhæfir. 

Með Jón Steinar sem lögfræðing og Kastljós í hlutverki almannatengils eru auðmenn í góðum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Með þeim fyrirvara að ég þekki ekki allar staðreyndir málsins þá get ég ekki tekið undir með þér Páll að Jón Steinar sé að ganga erinda auðmanna. JS er mikill prinsippmaður sem telur að aðeins sé ein rétt túlkun laganna. Sú sannfæring hans leiddi oftar en ekki til sérálita þegar hann sat í Hæstarétti. Hvort ágreiningur hans við Markús Sigurbjörnsson hefur áhrif get ég ekki sagt um, en mér finnst líklegra að prinsippið vegi þarna þyngra.

ég er hinsvegar ósammála JS varðandi vanhæfi vegna eignar í fjárfestingasjóði. Þar hefur eigandi engin áhrif á fjárfestingu. Þú setur fjármuni inn eða tekur út. Ávöxtunin getur verið jákvæð eða neikvæð rétt eins og á bankabókinni.

Ragnhildur Kolka, 8.12.2016 kl. 09:50

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jón Steinar er einfaldlega að segja það sem stendur í vanhæfisreglunum sem Markús átti sjálfur þátt í að móta. 

Ómar Ragnarsson, 8.12.2016 kl. 10:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sjálfur! Vegur það þá eitthvað?

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2016 kl. 11:29

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú get ég ekki tekið undir með þér Páll minn góður. Jón Steinar birtist mér sem vammlaus heiðursmaður og einlægur. Ég hef lesið í bókinni hans hversu framganga Markúsar hefur verið ámælisverð í ýmsum málum sem Jón lýsir. Hann er hvergi vammlaus áður en þetta kemur til.

En svona í alvöru :Hvar eiga þessir blessuðu menn að geyma sitt háa kaup til elliáranna? Mega þeir ekkert nema horfa upp á það brenna upp í verðbólgu? Eða fara með það að til Panama í gegn um eignarhaldsfélög?

Halldór Jónsson, 8.12.2016 kl. 11:33

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. 5 ára barn með Íslenskan ríkisborgararétt, á ekki Hæstaréttarvernd á Íslandi?

Jón Steinar hefur dreift mörgum púslum víða og lengi, í þessu helspillta og áratugagamla villimannasamfélagi sem Íslands-stjórnsýslan er í raun.

Hann hefur skrifað bækur og talað um það tvöfalda og óverjandi, ó-réttlátt og ó-löglegt siðferði.

Nú þarf að hreinsa til innan lögmannafélags Íslands, og ekki er síður þörf á siðferðisþroska, mennsku og reglum innan þess félags. Það mætti byrja á turna-búrum innheimtulögmanna bankanna, sem ganga frá horsteinum siðmenntaðs samfélags.

Hornsteinar siðmenntaðs samfélag eru heimilin á kalda Íslandi. Heimilin margbankaræningjaborguðu og bankaránsverðtryggingar skuldugu og lögmannarændu! Heimilin sem hýsa fjölskyldur þessa lands, með stórum og smáum, ríkum og fátækum, heilsuhraustum og heilsulausum, og svo frv.

Tvöfalt siðferði þýðir að sumir eru píndir, rændir og sviknir, á meðan aðrir fitna af lögmannavörðum heilbrigðiskerfis-svikum og barnaverndarsvikum í undirheimum Mammons-stjóranna. Ekki nema von að ekki megi nefna kirkjur lengur á Íslandi.

Það er skiljanlegt að enginn þori að mótmæla pyntingarmeisturum Mammon-djöflanna sem eru gerðir út sem átrúnaðar-goð, af þeim sem stýra Mammonrænandi lífeyrissjóðum/bönkunum.

Hvað hafa fjölmiðlar og ýmis félagasamtök/flokkseigendur margar handrukkaranna þöggun og þingamannakúganir á samviskunni?

Horfum á þá sem raunverulega hóta og kúga á lagtíma-skipulagðan hátt, í skjóli löglausa og lögmannakúgananna-ríkisins Íslands.

Byrjum næst á lögmönnum Umboðsmann Skuldara, sem handrukka á ofurlaunum, án þess að virða réttindi fólks, án dóms og laga.

Ef Jón Steinar Gunnlaugsson er sammála mér, þá er ekki víst að hann þori að segja það opinberlega. Komist jafnvel ekki lifandi (í mörgum merkingum orðins lifandi), frá handrukkurum glæpa-embættanna og flokkseigendanna.

Nú sýnist mér að eigi að ganga harkalega að Haraldi Benediktssyni? Kannski fyrir að segja frá að ráðuneytisstjóri hafi hótað honum mannorðsmeiðingum, gjaldþroti og atvinnuleysi á Íslandi? Eins gott að hann lendi ekki á ríkisspítalanum sprautuhótanastýrða og ríkissjóðsrænandi?

Hvað er Kári Stefánsson að tala um, þegar hann nefnir HAMFARIR?

Hvaða þingmenn og lögmenn vinna fyrir Ameríska Erfðagreiningu í Vatnsmýrinni (meðvitað og ó-meðvitað), og allt það Decod-verktakabrjálæði í dómsstólalausa og lögmannastýrða Íslandi bankaræningjastofnana heimsins?

Gleymum við virkilega glæpamafíunni Barna"verndar"stofnun, bæði á Íslandi og í Noregi, í allri gagnrýninni ÓlafsArnarsonarco-verðtryggðu, neytendasvíkjandi og fjölmiðlaheilaþveginna eggjakastandi?

Nú fyrst reynir raunverulega á fjölmiðla og fjölmiðlalæsi/gagnrýni af ýmsu gagnlegu tagi, mjög víða í villta vestrinu lífeyrisstjórnar/bankastjórnarlögmanna-rænandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.12.2016 kl. 13:15

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Var Öryrkjabandalag Íslands að mótmæla Hæstaréttar-svikinn Íslenskan ríkisborgara, sem er einungis 5 ára?

Eða var fólk á kaupi við að mótmæla einhverju öðru og pólitískt vinsælla múgæsingsverkefni, heldur en því að verja börn fyrir lögbrotum og mannréttindabrotum?

Ég kaus Flokk Fólksins í síðustu alþingiskosningum.

Börn eru varnarlaust og kerfismisnotað fólk. Fólk sem fræðingar heimsmafíunnar láta Barnaverdarnefdir og lögmenn verja til óréttlætisins óverjandi á dómstólalasvikinn hátt?

Hvað er að?

Ef Flokkur Fólksins er ekki fyrst og fremst fyrir varnarlaus börnin, þá er sá flokkur ekki fyrir þá minnstu og varnarlausu í okkar samfélagi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.12.2016 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband