Gjaldþrot gert glæsilegt

Fjölmiðlar, að því marki sem þeir stunda blaðamennsku, eiga að flytja sannar og óhlutdrægar fréttir. Eða það segir kenningin.

Gjaldþrot hlutafélags, eða einstaklings ef því er að skipta, hlýtur alltaf að vera dapurleg niðurstaða fyrir alla viðkomandi. Rekstur sem einu sinni var í lagi er kominn í þrot.

Ef tekst á síðustu stundu að bjarga rekstri frá gjaldþroti, líkt og Vefpressunni, er hægt að tala um nauðvörn. En blaðamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson orðar hlutina á sinn hátt: ,,við höf­um gert það með nokkr­um glæsi­brag."

Bara ef reksturinn hefði verið jafn glæsilegur og næstum því gjaldþrotið.


mbl.is Björn Ingi: „Umtalsvert afrek“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2,5 milljarðar í hælisumsóknir, 650 milljónir til bænda

Þjóðfélagið fór á annan endann þegar 650 milljónir króna fóru til sauðfjárbænda sem berjast í bökkum. Á sama tíma fara 2,5 milljarðar króna í að afgreiða hælisumsóknir frá flóttamönnum sem koma frá öruggum löndum til Íslands að fá frítt fæði og húsnæði og dagpeninga.

Hvað er í gangi?


mbl.is Framfærslan talin aðdráttarafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

500 milljónir fyrir 2-4% hlut í skoðanamyndun

Á Íslandi er hægt að tala um þrjá almenna fréttamiðla, Morgunblaðið, Fréttablaðið/Stöð 2 og RÚV. Að auki eru sérhæfðari fréttamiðlar, s.s. Viðskiptablaðið. Aðrir fjölmiðlar eru umræðumiðlar, taka þátt í skoðanamyndun.

Vefpressan með Eyjuna og DV; Stundin, Kvennablaðið og Kjarninn eru samfélagsmiðlar í fjölmiðlalíki. Fréttirnar sem þessir miðlar flytja eru neðanmálsgreinar við efni almennu fréttamiðlanna, stundum með fersku sjónarhorni og oftast með skoðun.

Heilmikil verðmæti liggja í miðlum sem sinna skoðanamyndun. Þess vegna eru greiddar 500 milljónir fyrir útgáfu sem kannski mælist með 2-4 prósent hlut í skoðanamyndun á Íslandi


mbl.is Sigurður G. eignast Pressuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES-samningur er dauður, spurning um jarðaförina

EES-samningurinn var til að aðlaga ríki að inngöngu í Evrópusambandið. Löndin 3 með EES-samning við ESB eru Noregur, smáríkið Ísland og örríkið Lichtenstein. Ekkert þeirra er á leið inn í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð.

Stórveldið Bretland ætlar ekki inn í EES-samninginn eftir úrsögn úr ESB, Brexit. Bretar munu gera samning við ESB um samskiptin eftir Brexit. Sá samningur verður betri fyrir Ísland og Noreg en EES-samningurinn, sem afsalar hluta fullveldisins til Brussel.

Ábyrgir stjórnmálaflokkar á Íslandi, þ.e. allir nema vinstriflokkarnir, verða að móta stefnu um hvað taki við eftir EES.


mbl.is Vilja fríverslun í stað EES-samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangsleysi veldur starfsleiða

Sérfræðingar hjá ríkinu vinna oft tilgangslaus störf. Tvær meginástæður eru fyrir því. Í fyrsta lagi er innbyggður hvati í ríkiskerfinu að búa til tilgangslaus störf. Forstöðumenn og millistjórnendur fá hærra kaup eftir því sem undirmönnum þeirra, sérfræðingum, fjölgar.

Ráðuneyti og ríkisstofnanir búa ekki við aga markaðarins um að skila tiltekinni afkomu. Óljós viðmið eru um hve marga starfsmenn þarf til að vinna tiltekið verk og yfir höfuð hvort verkefnin séu nauðsynleg. Heilar stofnanir eru settar á laggirnar með óljósan tilgang, t.d. Ferðamálastofa, eða í algjöru tilgangsleysi, sbr. Fjölmiðlanefnd.

Í öðru lagi er vaxandi hluti starfa sérfræðinga hjá ríkinu fjármagnaður með erlendum styrkjum, einkum frá sjóðum Evrópusambandsins. Þangað fara milljarðar af íslensku skattfé árlega og koma tilbaka í formi styrkja. Þessi þróun hófst um aldamótin. Margar stofnanir eru með sérfræðinga í fullu starfi að skrifa umsóknir um þessa styrki. Þá er ekki spurt hvort verkefnið sé mikilvægt heldur hvort peningar fáist frá útlöndum til að fjármagna laun sérfræðinga. Og því fleiri sérfræðingar sem ráðnir eru til vinnu hjá stofnun því sterkari rök eru fyrir kauphækkun millistjórnenda og forstöðumanna.

Heilbrigðir einstaklingar með eðlilegan metnað að sinna starfi sem skiptir máli geta auðveldlega orðið starfsleiða að bráð þegar þeir horfa upp á tilgangsleysið í kringum sig.

En við getum étið hattinn okkar upp á það að Þórunn, foringi sérfræðinganna, mun ekki komast að þeirri niðurstöðu, eftir rannsókn, að einhver hluti sérfræðistarfa hjá ríkinu sé tilgangslaus og ætti að leggja niður. Líklegri niðurstaða er að tillaga komi fram um nýja ríkisstofnum er hafi eftirlit með andlegri heilsu sérfræðinga á ríkisstofnunum.


mbl.is Álag á sérfræðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíflin, sagan og kletturinn í hafinu

Ábyggilega taka margir undir með þeim þýska Ali Aslan að Merkel kanslari sé traustur ráðsmaður á vitleysingjahæli alþjóðastjórnmála.

En hugsunin að baki, að viðrini á æðstu stöðum geri heiminn nær óbyggilegan, er kolröng. Salman Rushdie rithöfundur og menningarrýnir segir að kjör Trump í forsetaembætti sé ekki dæmi um að einstaklingur villi og trylli heila þjóð. Trump er afleiðing en ekki orsök.

Trump bjó ekki til aðstæðurnar sem gerðu hann að forseta. Ekki frekar en samlandi Merkel á síðustu öld, dátinn með frímerkjaskeggið, skóp kjörlendi fyrir nasisma. Hitler svaraði eftirspurn.

Einstaklingar breyta ekki gangi sögunnar. Í mesta lagi geta þeir hnikað rás atburða, ekki samið nýjan söguþráð. Stalín hefði ekki endilega orðið hæstráðandi í Sovétríkjunum, ef Lenín hefði tórt ögn lengur. En kommúnisminn myndi hafa þróast á líka vegu og raun varð á með eða án Stalín.

Að því sögðu er ósköp huggulegt að trúa á getu stórmenna að beygja sögulega þróun undir sinn vilja. Einkum rétt fyrir kosningar. Það eykur þátttöku, líkt og jólasveinninn í aðventuboðin.


mbl.is Merkel klettur í hafsjó vitleysinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarabætur á Íslandi hf.

Vinnumarkaðurinn á Íslandi er margbrotinn við fyrstu sýn. Ótal aðilar semja um kaup og kjör, einstaklingar beint við eigendur lítilla fyrirtækja; lítil verkalýðsfélög á sérhæfðum vinnustöðum, t.d. í fluginu; stór bandalög, ASÍ á almenna markaðnum og BHM hjá hinu opinbera, gera rammasamninga sem útfærðir eru á vinnustöðum eða starfsgreinum.

Sumt er ólíkt á milli almenna markaðarins og hins opinbera. ASÍ-félög gera samninga um lágmarkslaun en BHM-samningar eru í reynd um hámarkslaun. Þar á milli er grátt svæði. Sumir hópar í ASÍ eru tíðum á lágmarkslaunum á meðan einhverjir BHM-hópar semja t.d. um óunna yfirvinnu - en eru samt formlega séð að vinna skv. kauptaxta.

Frá öðru sjónarhorni er íslenskur vinnumarkaður ein heild. Verkalýðsfélög bera sig saman innbyrðis, ef eitt félag gerir góða samninga vilja önnur á annað eins og helst aðeins meira. Þetta er kallað höfrungahlaup.

Í vetur eru margir kjarasamningar lausir. Ef höfrungahlaupið verður villt og galið er hætt við að kjarasamningar sprengi launagetu Íslands hf. Áratugareynsla er af slíkum vinnubrögðum. Gengið fellur, verðbólga étur upp krónuhækkun launa og efnahagskerfið kemst á stig villta vestursins: skjóttu fyrst og spurðu svo. Og allir tapa.

Það er í höndum verkalýðsfélaganna og viðsemjenda, ríkis og einkareksturs, að sjá til þess að lífskjörin versni ekki með innistæðulausum kauphækkunum. Þá er betra að taka strax út sársaukann og standa í verkföllum í nokkrar vikur eða mánuði fremur en að skrifa gúmmítékka upp á verðbólgu og villta vestrið.

 


mbl.is Í orðunum felist fyr­ir­heit um kjara­bæt­ur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaraleg viðhorf á Íslandi

Vinstripólitík í öllum regnboganslitum á greiða leið að íslenskum fjölmiðlum. Borgaraleg sjónarmið eiga það ekki.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og blaðamaður til áratuga, skrifar um vinstrislagsíðu dagblaðs sem einu sinni túlkaði borgaraleg sjónarmið.

vekur undrun hve margir segjast hafa fengið nóg af vinstri slagsíðu á blaðinu og sagt upp áskriftinni [...}JP er ekki lengur borgaralegt blað, það er skoðanalaus prentgripur sem feykist með vindinum. Fyrir 20 árum barðist JP fyrir borgaralegum sjónarmiðum en undan þeirri afstöðu fjaraði. Borgaralegt blað krefst borgaralegra blaðamanna sem skrifa í borgaralegu samhengi. Þetta gerði JP fyrir 20 árum en ekki lengur.

Það var og.


Pútín-Trump: pólitík, hagsmunir og heimska

Þjóðríki eiga hagsmuni, ekki vini, er haft eftir breskum stjórnmálamanni á 19. öld Palmerston lávarði. Ástæðan fyrir því að látið er eins og Trump og Pútín gætu orðið samherjar er að Trump vildi bæta samskiptin við Rússa, sem voru heldur döpur í tíð Obama.

Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vilja samvinnu við Rússa, þ.e. Pútín, enda eru ríkin ekki samkeppni um heimsyfirráð líkt og í kalda stríðinu.

Vinstrimenn í Bandaríkjunum, stundum kallaðir frjálslyndir, eru á hinn bóginn haldnir stækri Rússafóbíu og segja Pútín bæði hafa horn og klaufar. Trump er sagður í vasanum á Pútin - þannig slá þeir tvær flugur í einu höggi.

Vinstrimenn og frjálslyndir í Evrópu eru sama sinnis. Einn þeirra, áhrifamaður í ESB, Guy Verhofstad, kemur sterkt inn í bandaríska umræðu, vegna átaka vinstrimanna og hægrimanna, og lætur eins og Trump sé heimsvandamál vegna þess að mótmælandi lést í Charlottsville. Verhofstad minnist ekki á að herskár múslími slátraði 14 manns í Barcelona nokkrum dögum eftir Charlottsville.

Frjálslyndir og vinstrimenn vilja ekki ræða vandann sem stafar af herskáum múslímum. En löngu eftir að bæði Trump og Pútin láta af störfum verður þessi vandi enn knýjandi úrlausnarefni. Trúarsannfæringin sem kyndir undir er orðin 1500 ára gömul og lætur engan bilbug á sér finna. Að stinga höfðinu í sandinn er háttur heimskingja. 


mbl.is Trump er „ekki brúður mín“ segir Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarstríðið á Íslandi, djöfullinn liggur í grínmálum

Pólitískur rétttrúnaður er veraldleg trú á boð og bönn um hugsanir og tjáningu fólks. Eins og í frumstæðri trú liggur djöfulinn víða í röngum skoðunum eða lífsháttum.

Vesturlönd sögðu skilið við frumstæð trúarbrögð með því að gera grín að þeim. Grín í trúmálum var ekki leyft fyrr en ofurvald kirkjunnar yfir hugsunarhætti manna var brotið á bak aftur.

Pólitískur rétttrúnaður vill setja hlekki á hugarfar þjóðarinnar og banna skoðanir og viðhorf sem ekki samrýmast kennisetningunni um að móðgist einhver útaf einhverju skal umsvifalaust bannfæra þann sem er ásakaður. Engin umræða, engin réttarhöld, aðeins bannfæring.

Eva Hauksdóttir færir okkur nýjustu tíðindi úr menningarstríðinu milli pólitíska rétttrúnaðarins og allra hinna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband