Menningarstríðið á Íslandi, djöfullinn liggur í grínmálum

Pólitískur rétttrúnaður er veraldleg trú á boð og bönn um hugsanir og tjáningu fólks. Eins og í frumstæðri trú liggur djöfulinn víða í röngum skoðunum eða lífsháttum.

Vesturlönd sögðu skilið við frumstæð trúarbrögð með því að gera grín að þeim. Grín í trúmálum var ekki leyft fyrr en ofurvald kirkjunnar yfir hugsunarhætti manna var brotið á bak aftur.

Pólitískur rétttrúnaður vill setja hlekki á hugarfar þjóðarinnar og banna skoðanir og viðhorf sem ekki samrýmast kennisetningunni um að móðgist einhver útaf einhverju skal umsvifalaust bannfæra þann sem er ásakaður. Engin umræða, engin réttarhöld, aðeins bannfæring.

Eva Hauksdóttir færir okkur nýjustu tíðindi úr menningarstríðinu milli pólitíska rétttrúnaðarins og allra hinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eins og svo oft áður hefur Eva rétt fyrir sér. Að setja bann á grín tekur okkur aftur á tíma sovétsins. Til að innleiða hin kommúnísku trúarbrögð varð að útrýma kristinni trú. Þegar svo viðnámið við trúboðinu varð banvænt áttu þeir ofsóttu aðeins grínið sér til bjargar. Þetta vita allir. Líka nútíma harðstjórar umræðunnar sem vilja ná stjórn á gríninu.

Ragnhildur Kolka, 5.9.2017 kl. 13:14

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ætti kastljósið ekki að beinast oftar að þeim sem að ætti að standa næst GUÐI hér á landi?

Stríð framtíðarinnar munu ekki endilega snúast um byssur og sprengjur heldur sálfræðihernað.

=Það er að forheimska þjóðir með óbeinum hætti í gegnum fjölmiðla með því að auka á ringulreiðana með endalausum chaos-fréttum, múgsefjunnarsamkomum og  fánýtum fróðleik eins og við sjáum í 78% af dagskránni á rúv og í nánast öllum fjölmiðlum: = Klippingarnar á myndefnu eru of hraðar þannigað það er aldrei nein vitræn hugsun sem að kemst til skila.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1446768/

Jón Þórhallsson, 5.9.2017 kl. 14:07

3 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammála þer Jón Þóhallsson ,og það er sannarlega að takast !

rhansen, 6.9.2017 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband