Kjarabætur á Íslandi hf.

Vinnumarkaðurinn á Íslandi er margbrotinn við fyrstu sýn. Ótal aðilar semja um kaup og kjör, einstaklingar beint við eigendur lítilla fyrirtækja; lítil verkalýðsfélög á sérhæfðum vinnustöðum, t.d. í fluginu; stór bandalög, ASÍ á almenna markaðnum og BHM hjá hinu opinbera, gera rammasamninga sem útfærðir eru á vinnustöðum eða starfsgreinum.

Sumt er ólíkt á milli almenna markaðarins og hins opinbera. ASÍ-félög gera samninga um lágmarkslaun en BHM-samningar eru í reynd um hámarkslaun. Þar á milli er grátt svæði. Sumir hópar í ASÍ eru tíðum á lágmarkslaunum á meðan einhverjir BHM-hópar semja t.d. um óunna yfirvinnu - en eru samt formlega séð að vinna skv. kauptaxta.

Frá öðru sjónarhorni er íslenskur vinnumarkaður ein heild. Verkalýðsfélög bera sig saman innbyrðis, ef eitt félag gerir góða samninga vilja önnur á annað eins og helst aðeins meira. Þetta er kallað höfrungahlaup.

Í vetur eru margir kjarasamningar lausir. Ef höfrungahlaupið verður villt og galið er hætt við að kjarasamningar sprengi launagetu Íslands hf. Áratugareynsla er af slíkum vinnubrögðum. Gengið fellur, verðbólga étur upp krónuhækkun launa og efnahagskerfið kemst á stig villta vestursins: skjóttu fyrst og spurðu svo. Og allir tapa.

Það er í höndum verkalýðsfélaganna og viðsemjenda, ríkis og einkareksturs, að sjá til þess að lífskjörin versni ekki með innistæðulausum kauphækkunum. Þá er betra að taka strax út sársaukann og standa í verkföllum í nokkrar vikur eða mánuði fremur en að skrifa gúmmítékka upp á verðbólgu og villta vestrið.

 


mbl.is Í orðunum felist fyr­ir­heit um kjara­bæt­ur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

hafðu ekki áhyggjur Páll minn af því að samið verði um skynsemi.

Niðurstaðan verður sú versta hugsanlega og þeir vitlausustu munu sigra sem afleiðing af því sem þegar hefur veri gert.

Eins og þú segir réttilega í bloggfærslunni þá var dátinn með Sjaplínskeggið ekki orsök heldur afleiðing alveg eins og Merkel er núna.

Trump verður vonandi skárri en margir misvitrir fýludallar vona.

Halldór Jónsson, 6.9.2017 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband