Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfesta lýðveldisins

Án Sjálfstæðisflokksins væri viðvarandi stjórnarkreppa í landinu. Smáflokkarnir til vinstri eru sögulega ófærir um að veita landstjórninni forystu.

Allt frá fyrsta klofningi vinstrimanna, 1930, þegar kommúnistar klufu sig úr Alþýðuflokknum er saga vinstriflokka mörkuð óreiðu, hentistefnu og í versta falli landráðum.

Eina skiptið sem vinstriflokkar náðu meirihluta á alþingi, í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig., lét nærri að þjóðin yrði gjaldþrota, Icesave-samningurinn fyrsti, og að sögu lýðveldisins lyki, með inngöngu í ESB og stjórnarskrá þrotafólks.

Sjálfstæðisflokkurinn, með stuðningi Framsóknarflokksins, stóð í ístaðinu og lýðveldið slapp fyrir horn. 

 


mbl.is Enn stærstir þrátt fyrir grjótkastið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. hefur trú á ríkisstjórn Bjarna Ben.

Eftir síðustu kosningar var Steingrímur J. um tíma forseti alþingis. Á þeim tíma var rætt um samstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Fyrrum formanni líkaði vel og gerðist röggsamur og virðulegur forseti þingsins. Maður málamiðlana en þó stefnufestu.

Stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna komst ekki á koppinn og Steingrímur J. missti embættið. Hann sér ekki fram á tækifæri að kveðja stjórnmálin úr virðulegu embætti.

Þess vegna ólmast Steingrímur J. á ríkisstjórn Bjarna Ben. Ef nýr meirihluti væri í sjónmáli myndi fyrsti formaður Vinstri grænna tala sig upp í virðingarstöðu.

Það sæmir ekki fyrrum ráðherra lýðveldisins að kalla erlendan þjóðhöfðingja ,,viðrini" úr ræðustól þjóðarsamkomu Íslendinga. Maður sem þannig talar örvæntir um hlut sinn á lokametrum þingferilsins.


mbl.is Óvinsælli en „viðrinið Donald Trump“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Juncker vill Stór-Evrópu; martröð segja Þjóðverjar

Evran á að verða gjaldmiðill allra ESB-ríkja til að dýpka samstarfið og auka samruna aðildarríkja, sagði Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í klukkutímaræðu um framtíð sambandsins.

Er maðurinn brjálaður? spyr Spiegel og svarar upp á þýsku: das ist absurd. Evran hefur einmitt sýnt að þegar efnahagslegur dvergur eins og Grikkland notar sama gjaldmiðil og stórveldi á borð við Þýskaland eru dvergríkinu allar bjargir bannaðar. Grikkland er margfalt gjaldþrota en Þýskaland vex.

Hættu áður en martröðin byrjar fyrir alvöru, segir Die Welt. Ef Búlgaría og Rúmenía tækju upp evru væru öll sund lokuð til að bjarga það sem eftir er af Evrópusambandinu eftir Brexit. Evran eykur misvægið á milli efnahagskerfa ESB-ríkja, en brúar það ekki. Reynslan af Grikklandi og Ítalíu sannar það.

Juncker var einu sinni fjármálaráðherra í litlu Evrópuríki. Það er eins og slíkum mönnum sé fyrirmunað að skilja eðli gjaldmiðlasamstarfs.


mbl.is Bretar munu iðrast Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisvaldið, einstaklingurinn og refsingar

Ríkisvaldið sér um að útdeila refsingum hér á landi, ekki einstaklingar. Í umræðunni um uppreisn æru vill þetta atriði gleymast. Ríkisvaldið rannsakar lögbrot og eftir atvikum ákærir og dæmir. Það hlýtur að vera í höndum sama valds að milda dóma, með náðun eða uppreisn æru.

Opin spurning er hvort og í hve miklum mæli einstaklingar sem eru brotaþolar eigi að skipta sér af því þegar ríkisvaldið náðar dæmda menn. Brotaþolar eiga persónulega hagsmuni af því hvort dæmdur maður fái náðun eða uppreisn æru. Ríkisvaldið á ekki slíka hagsmuni, þar á málefnalegt og hlutlægt mat að ráða.

Réttarríkið getur ekki framselt vald sitt til einstaklinga sem eiga um sárt að binda vegna dæmdra manna. Á hinn bóginn hefur umræðan um uppreisn æru leitt í ljós að réttlætiskennd margra er misboðið vegna gildandi reglna.

Æra er, þrátt fyrir allt, hvorki gefin né tekin af ríkisvaldinu. Æran liggur í orðspori manns. Nokkur réttarbót væri í að afnema hugtakið ,,uppreist æru" úr lögum um mildun dóma dæmdra manna. 


mbl.is „Skil ekki þessa leyndarhyggju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjan í herferð gegn Sigríði

Vinstriútgáfan Eyjan-Pressan er í herferð gegn Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Eyjan endurbirti á mánudag pistil Illuga Jökulssonar í Stundinni, annari vinstriútgáfu, um að reka ætti Sigríði úr landi.

Í gær endurvann Eyjan fésabókarfærslu Smára Pírataþingmanns um að Sigríður ætti að segja af sér ráðherradómi. Til að fylgja skilaboðunum eftir keypti Eyjan-Pressan auglýsingu á Facebook með þessum skilaboðum: ,,Ert þú sammála Smára? Á dómsmálaráðherra að segja af sér?"

Herferðin gegn Sigríði Andersen staðfestir að hún er orðin öflugur stjórnmálamaður sem vinstrimenn óttast.


Vinstrimenn í sjokki: enginn þekkur sjálfstæðismaður afhjúpaður

RÚV, Stundin, Eyjan, Pressan og aðrir vinstrifjölmiðlar, undirbjuggu blogglúðrasveitina um að þekktir sjálfstæðismenn stæðu að baki uppreisn æru Robert Downey. Það átti að klína barnaníðingsstimpli á Sjálfstæðisflokkinn.

En svo, óvart, kom á daginn að æskuvinir dæmda mannsins voru ábekingar að æru hans. Enginn stórlax úr móðurflokki íslenskra stjórnmála.

Vinstrimenn eru í sjokki.


mbl.is Fékk meðmæli frá gömlum vinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskráin virkar, Guðni Th. ekki

Guðni Th. forseti vill breyta stjórnarskránni vegna þess að hann lenti í siðferðislegri og pólitískri klemmu sem hann bjó sjálfur til.

Guðni Th. tók upp á sitt einsdæmi að rannsaka valdheimild dómsmálaráðherra til að skipa dómara. Þar með fór hann út fyrir valdsvið sitt. Viku seinna var hann krafinn útskýringa hvers vegna hann veitti kynferðisbrotamanni uppreisn æru. Þá sagðist forsetinn valdalaus, sem hann auðvitað er. En hann var búinn að gefa skotleyfi á sjálfan sig.

Stjórnarskráin okkar er frá 1874 að stofni til. Í hálfa aðra öld hefur hún virkað, allt frá því við vorum undir Danakonungi og fram til þessa dags.

Guðni Th. hefur verið forseti í fáein misseri. Við breytum ekki stjórnarskránni þótt hann fokki upp sínum málum.


mbl.is „Verðum að læra af biturri reynslu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkin af þrem bönkum eru sönnun um glæp

Íslensku bankarnir Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn gamli eru sönnun um glæpi útrásarauðmanna. Bankarnir eru líkin, þeir voru rændir að innan.

Íslenska ríkið veitti fjármunum til að rannska og ákæra þá sem mesta ábyrgð báru á þeim glæp að ganga af fjármálakerfinu dauðu - og féflettu almenning í leiðinni.

Eftir rannsóknn, ákæru og yfirvegun dómstóla voru margir helstu útrásarauðmenn dæmdir fyrir afbrot sem tókst að sanna.

Það heitir réttlæti.


mbl.is „Ég var dæmdur án minnstu sannana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kratar tapa Evrópu

Norski Verkamannaflokkurinn tapaði í Noregi. Franski Sósíalistaflokkurinn þurrkaðist nærri út í Frakklandi. Sósíaldemókratar standa frammi sögulegu fyrir tapi í Þýskalandi eftir tólf daga. Í Bretlandi er Verkamannaflokkurinn óhæfur til ríkisstjórnarþátttöku.

Þarf nokkuð að ræða Samfylkinguna á Íslandi? Hún er orðin að jaðarsporti útifunda og undirskriftarlista.

Tímaritið Foreign Policy segir þýsku kosningarnar kristilegt borgarastríð. Í því stríði eru kratar þegar búnir að tapa. Spurningin er aðeins hvort það verði hófsamir hægrimenn sem standa uppi sem sigurvegarar eða róttækir þjóðernissinnar.

Kratar og frjálslyndir vinstriflokkar eru samnefnari fyrir það fór úrskeiðis síðustu áratugi. Alþjóðahyggja í formi óhefts flæðis fjármagns og fólksflutninga leiðir til verri lífskjara almennings: meiri ójöfnuður og fjölgun glæpa.

Kratar eiga ekkert svar við áskorunum sem vestræn samfélög standa frammi fyrir. Þess vegna tapa þeir.

 


mbl.is „Kjósendur eiga lokaorðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn sigrar í Noregi

Norski Framsóknarflokkurinn, sem heitir Miðflokkurinn, er sá einstaki flokkur í Noregi sem bætir sig mest. Miðflokkurinn fær betri niðurstöðu en hann hefur gert í áratugi.

Miðflokkurinn er róttækur í fullveldismálum, harður í andstöðu við ESB-aðild og sækir stuðning á landsbyggðinni.

Samfylkingin í Noregi, Verkamannaflokkurinn, er flokkurinn sem kemur verst frá kosningunum.


mbl.is Hægristjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband