Guðni Th. gefur skotleyfi á sjálfan sig

Guðni Th. forseti stóð fyrir sérstakri rannsókn þegar hann ígrundaði hvort hann ætti að taka völdin af dómsmálaráðherra og neita að undirrita skipunarbréf dómara í landsrétt. Guðni Th. gaf þar með undir fótinn með að forsetinn hefði völd til að breyta stjórnvaldsákvörðun ráðherra.

Viku seinna kemur sami Guðni Th. og ber sig aumlega vegna máls kynferðisbrotamanns sem fær uppreisn æru frá forseta. Forsetinn segir

það er ekki ég sem tek ákvörðun­ina, stjórn­ar­at­höfn­in er ekki mín enda er ég ábyrgðarlaus á stjórn­ar­at­höfn­um sam­kvæmt stjórn­ar­skrá.

Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Annað hvort er forsetinn með vald til að breyta ákvörðun ráðherra eða ekki. Fyrir viku sagði Guðni Th.:

Sú staða get­ur þó vissu­lega komið upp að for­seti þurfi að íhuga hvort hann vilji staðfesta stjórn­ar­at­hafn­ir.

Hvort er rétt, það sem Guðni Th. segir í dag eða í síðustu viku?

Misvísandi skilaboð Guðna Th. um valdheimildir forsetaembættisins jafngilda skotleyfi á allar ákvarðanir embættisins. Forsetinn þarf að gyrða sig í brók.

 


mbl.is Ákvörðunin tekin í ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Valdssvið forseta íslands hefur alltaf verið á gráu svæði;

þess vegna ættum við að stíga skrefið til fulls og taka upp franska KOSNINGA-KERFIÐ hér á landi þannig að forseti íslands myndi axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð:

="Sá ætti völina sem að ætti kvölina".

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2183405/

Jón Þórhallsson, 16.6.2017 kl. 16:26

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Guðni Th. hélt að hann kynni að vera forseti af því hann hafði skrifað ævisögur forseta. Það er ekki ólíkt og þegar Martin Sheen hélt hann gæti verið forseti af því hann hafði leikið forseta í White House-þáttunum. Helsti munurinn á þeim er að Sheen er mynduglegri en Th.

Ragnhildur Kolka, 16.6.2017 kl. 16:28

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Þegar ekki er lengur skotleyfi á "perrann"  er farið að skjóta á forsetann. Gott að þú býrð ekki í einhverju glerhúsi, Páll Vilhjálmsson.

FORNLEIFUR, 16.6.2017 kl. 16:35

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Forseti okkar var ekki það sem þjóðin vildi heldur plataði RÚV honum inn á okkur. 

Valdimar Samúelsson, 16.6.2017 kl. 23:37

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikill er máttur RÚV. Það "plataði" Kristjáni Eldjárn inn á þjóðina með því að hann var með vinsæla sjónvarpsþætti, plataði Vigdísi inn á sama hátt, kom Ólafi Ragnari á framfari í sjónvarpsþáttum og endalausum viðtölum. 

Ómar Ragnarsson, 17.6.2017 kl. 00:44

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er sérlega óheppinn með mína forseta,aðeins einn af þeim náði kjöri,Kristján Eldjárn.Raunar kaus ég Ólaf ragnar til endurkjörs líklega 2,svar. 

Helga Kristjánsdóttir, 17.6.2017 kl. 01:21

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ragnar!

Helga Kristjánsdóttir, 17.6.2017 kl. 01:22

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar. Þú ert sjálfur að segja þetta er það ekki. vigdís sagðist ekki hafa vilja skrifa undir EES og bætti svo við en ég gerðið það annars hefðu Ameríkanarnir sest að hér. Eldjárn var bara elítu fígúra eins og Vigdís. Ólafur tók völdin í sínar hendur eftir að hann komst undan Bilderbergunum.Hann þroskaðist til forseta. Ómar berðu alla fyrrverandi Forseta við Guðna sem tónar enn eins og barnaskóla kennari.???? Ómar Hmmm.

Valdimar Samúelsson, 17.6.2017 kl. 10:30

9 Smámynd: rhansen

ja þvi miður ,nu er skandallinn að koma i ljos !

rhansen, 17.6.2017 kl. 13:01

10 Smámynd: Elle_

Það hefði verið stærðar prik fyrir forsetann ef hann hefði tekið afstöðu sjálfur í báðum þessu mmálum.

Elle_, 17.6.2017 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband