Miðvikudagur, 17. október 2018
Helga Vala tekur brjálæðiskast
Braggamálið kemur niður á fylgi Samfylkingar. Þingmaður flokksins í Reykjavík gerist ,,ótrúlega brjáluð" á samfélagsmiðli.
Það þykja fréttir.
Síðan hvenær eru almælt tíðindi fréttir?
![]() |
Svei þér Eyþór Arnalds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. október 2018
150% launahækkun er ekki félagslegur stöðugleiki
Verkalýðshreyfingin krefst 150 prósent launahækkunar en kallar jafnframt eftir félagslegum stöðugleika.
Án efnahagslegs stöðugleika er enginn félagslegur stöðugleiki.
Og 150 prósent launahækkun er efnahagslegt sjálfsmorð.
Verkalýðshreyfingin semur um lágmarkslaun. Í góðu árferði með eftirspurn eftir vinnuafli eru raunlaun töluvert hærri en lágmarkslaun.
Meðalmánaðarlaun á Íslandi eru yfir 700 þúsund kr. Það er auðvelt að lifa á þeim launum.
![]() |
Eiga bætt kjör bara við suma? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. október 2018
Íslendingasögur eru miðaldablogg
Íslendingasögur eru ekki eignaðar höfundum enda urðu þær til löngu áður en þær voru skráðar á skinn. Skrásetjarar voru meðvitaðir um tilurð sagnanna og þótti óþarfi, jafnvel hégómi, að eigna sögu höfundi.
Íslendingasögur eru byggðar á munnmælum líkt og Ilíonskviða Forn-Grikkja. Kviðan er kennd við Hómer, sem vafasamt er að hafi verið til, en ef svo er, þá las hann fyrir forn munnmæli en aðrir færðu í letur. Hver væri þá höfundurinn?
Hliðstæða Íslendingasagna í nútíma er blogg sem verður til í umræðu þar sem hráefnið er sögur (fréttir). Helsti munurinn er tvíþættur. Í dag eru fleiri sögur og brotakenndari en á miðöldum annars vegar og hins vegar búum við í kennitölusamfélagi þar sem hvert smáatriði er höfundarmerkt, bankaúttekt sem blogg.
![]() |
Leitin að höfundum Íslendingasagnanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 16. október 2018
Kennarinn og hatursorðræðan
Kennari við Háskólann í Reykjavík var rekinn fyrir ótilhlýðileg ummæli sem hann lét falla um konur á lokaðri spjallrás. Rektor HR telur ummælin vitnisburð um ,,mismunun og hatur".
Til stendur að endurskoða lög um ærumeiðingar og hatursorðræðu. Eiríkur Jónsson lagaprófessor segir um þá vinnu:
Ríkið hefur nokkuð svigrúm hversu langt er gengið í að takmarka fordómafullar skoðanir. Ég held að það sé mikilvægara að við einbeitum okkur að eiginlegum hatursáróðri, sem sannarlega er til staðar, en séum ekki að virkja lögreglu og saksóknara til að elta einhver einstök ummæli þar sem menn í reiðikasti yfir frétt setja eitthvað á samfélagsmiðla en ekkert annað er í því. Menn eru þá ekki að taka þátt í skipulegri hatursorðræðu eða slíku.
Samfélagsmiðlar eru reglulega notaðir í óformlegt spjall um heima og geima þar sem ýmislegt er látið flakka. Hjárænulegt er að eltast við slíkar athugasemdir, eins og Eiríkur bendir á.
Háskólinn í Reykjavík hljóp á sig þegar kennarinn var rekinn.
![]() |
Vilja rýmka tjáningarfrelsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. október 2018
Píratar með leikþátt og trúnaðarbrest
Borgarfulltrúi Pírata flytur óskiljanlegan leikþátt á borgarstjórnarfundi. Ótilgreindur trúnaðarbrestur lamar framkvæmdaráð Pírata, samkvæmt viðtengdri frétt.
Er ekki allt í lagi á Pírataheimilinu?
![]() |
Saka formann framkvæmdaráðs Pírata um trúnaðarbrest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. október 2018
Vinstrisukkið og fylgið
Bragga-málið og framúrkeyrsla Félagsbústaða eru dæmi um óstjórn vinstrimeirihlutans í Reykjavík. Enginn ber ábyrgð og allt er í þessu fína, segir meirihlutinn. Kjósendur eru á öðru máli og snúa baki við stærsta vinstriflokknum, Samfylkingunni.
Verkefni annarra vinstriflokka er að firra sig ábyrgð á stjórnsýslunni og benda á Samfylkinguna sem sökudólginn.
Samfylkingin mun aftur freista þess að deila ábyrgðinni undir þeim formerkjum að sælt sé sameiginlegt skipbrot.
![]() |
Samfylkingin missir fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 15. október 2018
Hún var ófríð, glímdi við huglæga áreitni
,,Hún var ófríð," er upphaf pistils Guðmundar Brynjólfssonar um ímyndaðan félaga Vinstri grænna.
Sú vinstri græna er súr út í lífið en fær hjálp frá flokksystkinum. Þau gera að tillögu sinni að ímyndunin sé hlutlægum veruleika æðri,
upplifun þess sem verður fyrir áreitninni eða ofbeldinu er í stefnunni talin mælikvarði á alvarleika ofbeldisins.
Þegar ímyndun er formlega gert hærra undir höfði en veröld skilningarvitanna er borðið dekkað fyrir þá vansælu að þykjast á stöðugum flótta undan riddurum á hvítum hestum sem kunna sér ekki hóf í ásælni eftir fríðum vinstri grænum.
![]() |
Tekið á kynferðisofbeldi innan VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 15. október 2018
Trump leiðréttir lýðræðið
Áður en Trump kom til sögunnar réð ferðinni í Bandaríkjunum þverpólitísk elíta með eina skoðun á flestum málum. Elítan vildi stríð í miðausturlöndum, herskáa stefnu gegn Rússum, fjölmenningu, útflutning á bandarískum störfum til láglaunalanda og trúði á loftslagsvá af mannavöldum án haldbærra sannana.
Almenningur vissi betur en elítan. Stríð í miðausturlöndum er tilgangslaust, kalda stríðinu er lokið, fjölmenning virkar ekki, manngerð loftslagsvá er nýju fötin keisarans og framsal á bandarískum iðnaði til Mexíkó og Kína ber dauðann í sér.
Almenningur kaus Trump til að sýna vanþóknun á elítunni sem var úr tengslum við veruleikann. Sigur Trump var leiðrétting á lýðræðinu.
![]() |
Sakar vísindamenn um pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 15. október 2018
Írak, Sýrland og vestræn bernska
Innrásin í Írak 2003 og borgarastríðið í Sýrlandi, sem hófst 2011, eru vestræn verkefni sem aldrei átti að hleypa af stokkunum. Tilgangurinn var göfugur, að losna við harðstjóra annars vegar og hins vegar að stofna til vestrænna þjóðríkja í miðausturlöndum.
Á bakvið göfuga hugsjón var menningarólæsi. Stjórnmálamenning fyrir botni Miðjarðarhafs er allt önnur en á vesturlöndum. Það er ekki hægt að þvinga vestrænni stjórnmálamenning á múslímsk samfélög nema með því að gera þau að nýlendum í nokkra mannsaldra.
Ný-nýlendustefna gengur þvert gegn ráðandi pólitík á vesturlöndum allar götur frá lokum fyrra stríðs, sem boðar þjóðríkjastefnu. Vesturlönd bjuggu yfir hernaðarafli til að kollvarpa harðstjóra í Írak en hvorki pólitísku afli né siðferðilegu til að skapa þar lífvænlegt samfélag. Í Sýrlandi var hernaðarafli vesturlanda ekki beitt af fullum þunga enda bilaði sjálftraustið eftir misheppnaða innrás í Írak.
Niðurstaða: múslímasamfélögin fyrir botni Miðjarðarhafs verða sjálf að ráða fram úr sínum málum.
![]() |
Yfir 100 efnavopnaárásir á 5 árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. október 2018
Loftslagsvá mest pólitík, minnst vísindi
Framtíð jarðarinnar ræðst á næstu þrem mánuðum, skrifar Guardian um loftslagsvá af mannavöldum. Lofthitasinnar sögðu fyrir aldamót að Grænlandsjökull myndi hverfa næstu áratugi. Reyndin er að ísbreiðan hefur þykknað.
Virtur loftslagsvísindamaður, Richard Lindzen, prófessor við MIT í Bandaríkjunum, hélt nýverið erindi um manngerða loftslagsvá. Ólíkt þorra lofthitasinna kann Lindzen fræðin. Hann er höfundur yfir 200 vísindagreina um loftslagsmál.
Lindzen segir kenningar um manngerða hlýnun, er stafi af notkun jarðefnaeldsneytis, mest pólitík en minnst vísindi. Lofthitasinnar stunda pólitík ekki vísindi þegar þeir spá heimsendi vegna þess að við notum bensín og dísil.
Roy Spencer og Judith Curry eru eins og Lindzen viðurkenndir sérfræðingar á sviði loftslagsrannsókna. Öll þrjú eru þeirrar skoðunar að loftslag jarðar breytist án tilverknaðar mannsins. Þau hafna heimsendaspámennsku lofthitasinna, segja að vísindaleg rök staðfesti ekki að maðurinn breyti loftahita jarðarinnar.
Lofthitasinnar náðu frumkvæði í umræðunni á síðasta áratug liðinnar aldar. Kenning þeirra er að frá 1975 hafi gróðurhúsaáhrif, losun koltvísýrings út í andrúmsloftið, breytt loftslaginu til hins verra. Hlýnun af mannavöldum muni gera jörðina óbyggilega í framtíðinni, spá lofthitasinnar.
Jörðin er um 4,5 milljarða ára gömul. Margar loftslagsbreytingar eru skráðar í jarðsöguna. Síðustu ísöld lauk fyrir 12 þúsund árum. Maðurinn kom hvergi nærri. Náttúran var ein að verki.
Maður þarf ekki að vera loftslagsvísindamaður til að sjá í gegnum blekkingu lofthitasinna. Hvorki saga jarðarinnar né mannkyns hófst 1975. Veðurfar á jörðinni er ekki manngert. Náttúran sér um það, sem betur fer. Í samfélagi manna dúkka aftur reglulega upp svokallaðir sérfræðingar, t.d. prestar og nú vísindamenn, sem þykjast vita að reiði guðs eða brennsla á eldsneyti muni okkur öll lifandi drepa.
Lofthitasinnar stunda heimsku en kalla það vísindi. Það veit ekki á gott fyrir orðspor vísinda. Sem er heldur leitt. Vísindi og fræði hjálpa okkur að skilja heiminn. Lofthitasinnar eru aftur á marxísku línunni; það er ekki nóg að skilja heiminn heldur verðum við að breyta gangverki veraldarinnar. Forn-Grikkir kenndu slíka hugsun við dramb - sem er einatt falli næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)