Íslendingasögur eru miðaldablogg

Íslendingasögur eru ekki eignaðar höfundum enda urðu þær til löngu áður en þær voru skráðar á skinn. Skrásetjarar voru meðvitaðir um tilurð sagnanna og þótti óþarfi, jafnvel hégómi, að eigna sögu höfundi.

Íslendingasögur eru byggðar á munnmælum líkt og Ilíonskviða Forn-Grikkja. Kviðan er kennd við Hómer, sem vafasamt er að hafi verið til, en ef svo er, þá las hann fyrir forn munnmæli en aðrir færðu í letur. Hver væri þá höfundurinn?

Hliðstæða Íslendingasagna í nútíma er blogg sem verður til í umræðu þar sem hráefnið er sögur (fréttir). Helsti munurinn er tvíþættur. Í dag eru fleiri sögur og brotakenndari en á miðöldum annars vegar og hins vegar búum við í kennitölusamfélagi þar sem hvert smáatriði er höfundarmerkt, bankaúttekt sem blogg.


mbl.is Leitin að höfundum Íslendingasagnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sturla Þórðarson lifði sjálfur sína sögu , hún var ekki munnmæli

Halldór Jónsson, 17.10.2018 kl. 07:30

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Já, Sturlunga er samtímasaga. Íslendingasögur eru aftur atburðir sem gerast 150 - 250 árum áður en þær voru festar á bók.

Páll Vilhjálmsson, 17.10.2018 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband