Írak, Sýrland og vestræn bernska

Innrásin í Írak 2003 og borgarastríðið í Sýrlandi, sem hófst 2011, eru vestræn verkefni sem aldrei átti að hleypa af stokkunum. Tilgangurinn var göfugur, að losna við harðstjóra annars vegar og hins vegar að stofna til vestrænna þjóðríkja í miðausturlöndum.

Á bakvið göfuga hugsjón var menningarólæsi. Stjórnmálamenning fyrir botni Miðjarðarhafs er allt önnur en á vesturlöndum. Það er ekki hægt að þvinga vestrænni stjórnmálamenning á múslímsk samfélög nema með því að gera þau að nýlendum í nokkra mannsaldra.

Ný-nýlendustefna gengur þvert gegn ráðandi pólitík á vesturlöndum allar götur frá lokum fyrra stríðs, sem boðar þjóðríkjastefnu. Vesturlönd bjuggu yfir hernaðarafli til að kollvarpa harðstjóra í Írak en hvorki pólitísku afli né siðferðilegu til að skapa þar lífvænlegt samfélag. Í Sýrlandi var hernaðarafli vesturlanda ekki beitt af fullum þunga enda bilaði sjálftraustið eftir misheppnaða innrás í Írak.

Niðurstaða: múslímasamfélögin fyrir botni Miðjarðarhafs verða sjálf að ráða fram úr sínum málum.


mbl.is Yfir 100 efnavopnaárásir á 5 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband