Laugardagur, 16. september 2017
7 vikna helför vinstriflokka
7 vikur eru til kosninga. Vinstriflokkarnir á alþingi, Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð, eiga tvöfalt verkefni fyrir höndum. Í fyrsta lagi að útskýra fyrir sínu fólki hvers vegna þeir eru fjórir en ekki einn.
Í öðru lagi að telja kjósendum trú um að betra sé að bjóða fram margklofið fremur en einn framboðslista. Kjósendur munu spyrja sig hvort ástæða sé að púkka upp á margklofna vinstrimenn þegar helstu tíðindi stjórnmálanna eru að smáflokkakraðakið á vinstri vængnum er meginfyrirstaðan fyrir því að mynda starfhæfa ríkisstjórn.
Í síðustu þingkosningum skein stjarna Vinstri grænna skærast í stjórnmálalitrófi vinstrimanna. Hending mun ráða hvaða vinstriflokkur þykir skástur 4. nóvember. Nema það slokkni á allri seríunni.
![]() |
Flestir stefna á fund fyrir kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 16. september 2017
Stóryrði Guðna Th. flýttu falli stjórnarinnar
Guðni Th. forseti þjónaði lýðveldinu illa þegar hann talaði eins og samfélagsmiðill við setningu alþingis fyrir fjórum dögum. Upphrópanir á borð við
Engu skiptir þó stuðst hafi verið við lög
og
Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.
töluðu beint til hávaðafólksins sem leitaði að ástæðu til að sprengja ríkisstjórnina. Það skiptir máli hvernig maður talar sem forseti.
Fræðimannsblók í háskóla getur leyft sér glennur á opinberum vettvangi. Ekki forseti.
![]() |
Kallaði ekki eftir nýrri stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 16. september 2017
Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og öskurlýðveldið
Stjórnmálaumræðan breyttist með samfélagsmiðlum. Áður sáu almennir fjölmiðlar, einkum dagblöð og ljósvakamiðlar, til þess að tryggja lágmarksgæði umræðunnar. Verstu rit- og málsóðum var haldið utan síðna dagblaða og komust ekki í hljóðnemann.
Með samfélagsmiðlum komust þeir að sem áður töluðu í skúmaskotum. Margrét St. Hafsteinsdóttir lýsir fyrir okkur umræðunni og er það ófögur lesning.
Fjölmiðlar eru í samkeppni við samfélagsmiðla. Í vaxandi mæli taka fjölmiðlar upp vondu siðina, öskra fyrst og aðgæta eftirá hvort innistæða var fyrir upphrópuninni.
Verkalýðsfélagið Eining varð fyrir því að RÚV öskraði út í loftið í beinni útsendingu um mansal á veitingastað á Akureyri og notaði nafn Einingar sem skálkaskjól.
Í yfirlýsingu frá Einingu er RÚV líkt við óvandaðan samfélagsmiðil. Enda voru vinnubrögðin þau sömu og tíðkast á samfélagsmiðlum: innistæðulaust öskur.
Umræðan sem felldi ríkisstjórnina, um uppreisn æru barnaníðinga, byggði á þeim flugufæti að áratugagömul lög voru löngu orðin úrelt. Um það voru allir sammála og vinna var hafin að breyta þessum lögum. En öskur samfélagsmiðla og fjölmiðla sá til þess að ríkisstjórnin féll.
Það er ekki hægt að tala um að lítil þúfa hafi velt þungu hlassi, heldur varð fjöður að heilu hænsnabúi í umræðunni. Enda keppast nú fjölmiðlar og viðkomandi stjórnmálamenn, sem tóku undir í öskurumræðunni, við að finna aðrar og merkilegri skýringar á falli ríkisstjórnar lýðveldisins.
En það blasir við að úrelt lög sem allir voru sammála um að skyldi afnema var efniviðurinn í öskrin sem felldu ríkisstjórnina. Í útlöndum er við orðin að óskiljanlegu öskurlýðveldi. Það er ekki vel gott.
![]() |
Íslensk stjórnmál í upplausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. september 2017
Uppreisn æru á Bessastöðum
Forseti Íslands veitir mönnum ,,uppreist æru". Dæmi eru um að forsetinn láti rannsaka mál sem honum þykir tvísýnt um.
Á morgun, þegar formenn stjórnmálaflokkanna heimsækja forsetann, hlýtur uppreisn æru að vera mál málanna enda boðað til kosninga vegna laga um æru dæmdra manna.
Fjölmiðlar, með RÚV í fararbroddi, verða að líkum á tröppum Bessastaða og spyrja mann og annan um ærumál. Ekki síst æruverðugan forseta lýðveldisins.
![]() |
Formenn boðaðir á fund forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. september 2017
Bjarni sigurvegari: ábyrgð eða óreiða
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti blaðlaust merkilegustu stjórnmálaræðuna á Íslandi eftir hrun. Valið stendur milli þess hvort landinu sé stjórnað eða að óreiða ríki í landsstjórninni.
Í nóvember verður þjóðin spurð hvort hún vilji ábyrgð eða óreiðu.
Sjálfstæðisflokkurinn er fyrsti kostur til að tryggja ábyrga landsstjórn.
![]() |
Bjarni fundar með Guðna á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. september 2017
Er Framsókn sveitaútgáfa BF?
Það er kallað eftir ábyrgð í landsmálum. Dómgreindarlausir þingmenn taka ákvörðun á næturfundi að sprengja ríkisstjórnina. Valið stendur um hér starfi ríkisstjórn eða óreiðuöfl nái yfirhöndinni.
Í þeim ljóta leik ætlar Framsóknarflokkurinn sér varla að vera landsbyggðarútgáfa Bjartar framtíðar. Eða er það tilfellið?
Framsókn á leik. Kostirnir eru tveir. Axla ábyrgð eða ganga í lið óreiðuaflanna.
![]() |
Einhugur innan Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. september 2017
Kosningar í nóvember
Eðlilegast er að kjósa til alþingis um miðjan nóvember. Stjórnmálaflokkar hefðu mánuð til að setja saman framboðslista og annar mánuður færi í kosningabaráttu.
Ákvörðun um kosningar eru skýr og ótvíræð skilaboð um hvaða afleiðingar dómgreindarbrestur hefur í stjórnmálum.
Litlar líkur eru á að heybrækurnar á alþingi komi sér saman um nýja meirihlutastjórn í dag eða á morgun. Þjóðin þarf að sjá og fá sig fullsadda af þeim fyrirbrigðum sem sitja þingið. Snöggar kosningar verða eins og refur í hænsnabúinu við Austurvöll.
![]() |
Flestir vilja kjósa strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 15. september 2017
Sjanghæ-RÚV: nú verður kosið um barnaníð
Sjanghæ-RÚV býður þjóðinni upp á kosningar um barnaníð þar sem fyrirfram er búið að stimpla stærsta flokk landsins sem hæli barnaníðinga.
Sjanghæ-fréttamennska RÚV snýst um að hirða mannorðið af fólki í beinni útsendingu. RÚV vitnar til nafnlausra heimilda og segir þær nægja til vega mann og annan í beinni. Engin leyndarhyggja þar, allt upp á borðinu eða þannig.
Fyrirsjáanleg kosningabarátta mun slá allt út í pólitískum fáránleika sem þjóðinni hefur verið boðið upp á. Og er þá langt til jafnað.
![]() |
Bjarni í mjög erfiðri stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 15. september 2017
Sjúk umræða, geðveik niðurstaða
RÚV gerir föður forsætisráherra ábyrgan fyrir barnaníði. Benedikt hafði gert það eitt að skrifa upp á meðmælabréf manns sem hafði tekið út sína refsingu, þ.e. borgað sína skuld við samfélagið. Í kjölfarið kemur Egill Helgason og segir að meðmæli með dæmdum manni sé allt annað og meira en að skrifa upp á víxil.
Ef maður skrifar upp á víxil fyrir einhvern er maður ábyrgur fyrir skuldinni sem er mæld í peningum en ekki persónueinkennum skuldara. Benedikt Sveinsson verður ekki ábyrgur fyrir gjörðum lögráða manns þótt hann mæli með að hann fái uppreisn æru. Enn langsóttara er að Benedikt sé ábyrgur fyrir afbrotum sem Hjalti Sigurjón Hauksson er búinn að taka út refsingu fyrir.
En eins og annar RÚV-ari segir blygðunarlaust: Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á barnaníði og verður að fara úr ríkisstjórn.
Þessi umræða er sjúk og niðurstaðan er geðveik; ríkisstjórnin er fallin.
Sjúklingarnir vilja yfirtaka geðdeildina. Góða fólkið þrammar nú til Bessastaða og heimtar að forsetinn, sem veitti barnaníðingum uppreisn æru á færibandi, skipi forystufólk sjúklinganna í landsstjórnina. Það verður fyrsta ríkisstjórn virkra í athugasemdum.
![]() |
Ekki lengra gengið að sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. september 2017
Góða fólkið stundar misrétti - og líður vel
Allir eru jafnir fyrir lögum, líka útlendingar sem hingað koma í leit að hæli. Samfylkingin og góða fólkið boðar misrétti þar sem útlendingar með öfluga talsmenn úr fjölmiðlastétt fá rétt umfram aðra útlendinga.
Hvers eiga mörg hundruð manns að gjalda, sem ekki fá sérmeðferð? Jú, þess að góða fólkið er fyrst og fremst að hugsa um sig sjálft. Fá vellíðunartilfinningu sem fylgir því að baða sig í sviðsljósi góðmennskunnar. Skítt með að aðrir gjaldi fyrir.
Góða fólkið býr ekki að dómgreind til að skilja sjálfhverfuna.
![]() |
Frumvarp um Mary og Hanyie lagt fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)