7 vikna helför vinstriflokka

7 vikur eru til kosninga. Vinstriflokkarnir á alþingi, Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð, eiga tvöfalt verkefni fyrir höndum. Í fyrsta lagi að útskýra fyrir sínu fólki hvers vegna þeir eru fjórir en ekki einn.

Í öðru lagi að telja kjósendum trú um að betra sé að bjóða fram margklofið fremur en einn framboðslista. Kjósendur munu spyrja sig hvort ástæða sé að púkka upp á margklofna vinstrimenn þegar helstu tíðindi stjórnmálanna eru að smáflokkakraðakið á vinstri vængnum er meginfyrirstaðan fyrir því að mynda starfhæfa ríkisstjórn.

Í síðustu þingkosningum skein stjarna Vinstri grænna skærast í stjórnmálalitrófi vinstrimanna. Hending mun ráða hvaða vinstriflokkur þykir skástur 4. nóvember. Nema það slokkni á allri seríunni.


mbl.is Flestir stefna á fund fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég hef nú meiri áhyggjur af því að kosningaþátttaka haldi áfram að dragast saman.  Fjöldi framboða til hægri eða vinstri eykur bara áhugann ef eitthvað er.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.9.2017 kl. 21:08

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eins gott að svokallaðir vinstri flokkar sinni þá verkefninu sínu, annars tekur Flokkur fólksins þá í nefið.

Kolbrún Hilmars, 16.9.2017 kl. 22:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er stutt á milli gráturs og hláturs. Eftir að hafa í 1.sinni á árinu horft á kvikmynd í fullri lengd á Rúv.(Pianoman), bregður maður sér á síðu Pallvil og les; 7 vikna helför vinstrimanna,allt í léttum dúr ..og hending mun ráða hvaða vinstriflokkur þykir skástur 4.nóvember,nema það slokkni á allri seríunni.

Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2017 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband