Kosningar í nóvember

Eðlilegast er að kjósa til alþingis um miðjan nóvember. Stjórnmálaflokkar hefðu mánuð til að setja saman framboðslista og annar mánuður færi í kosningabaráttu.

Ákvörðun um kosningar eru skýr og ótvíræð skilaboð um hvaða afleiðingar dómgreindarbrestur hefur í stjórnmálum.

Litlar líkur eru á að heybrækurnar á alþingi komi sér saman um nýja meirihlutastjórn í dag eða á morgun. Þjóðin þarf að sjá og fá sig fullsadda af þeim fyrirbrigðum sem sitja þingið. Snöggar kosningar verða eins og refur í hænsnabúinu við Austurvöll.


mbl.is Flestir vilja kjósa strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að þú ættir að kjósa í eftir mánuð; hvaða flokk myndir þú kjósa

eða vilja að fengi 51% atkvæða?

Jón Þórhallsson, 15.9.2017 kl. 13:10

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

XD

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.9.2017 kl. 13:17

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað á að kjósa til þings eins fljótt og hægt er.  Það hefur ekkert breyst á Alþingi frá því að tókst að berja saman fráfarandi ríkisstjórn, og það með naumum meirihluta.

Kolbrún Hilmars, 15.9.2017 kl. 13:33

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Það sem Heimir sagði!

Steinarr Kr. , 15.9.2017 kl. 13:37

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maður er auðvitað meira en fullsaddur og vildi ekkert frekar en hreina Íslandsstjórn,en finnst ég verði að leiða að líkum gengi flokkanna og kjósa samkvæmt því.Ef ég gef mér að xD fái megnið af atvæðunum fær hann líklega stjórnarumboðið og verður að mynda stjórn með öðrum.Þarna hika ég og spyr er ekki rétt að velja einhverja þá nýju sem ekki eru fjarstýrðir af globalistum með mútuféð? 

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2017 kl. 14:58

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað myndi gerast ef XD tilkynnti að nú ætlaði hann að fara í innhverfa íhugun næsta kjörtímabil og myndi ekki bjóða fram í haust?

Kolbrún Hilmars, 15.9.2017 kl. 15:30

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allur heili skarinn eða notum við xd svona eins og oo7..? 

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2017 kl. 15:45

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Best, úr því sem komið er, að setja á utanþingsstjórn.  

Senda þingmenn í endurhæfingu í mannlegum samskiptum og reyna að auka skilning þeirra á því, að það þurfa allir að vinna fyrir laununum sínum, - einnig þingmenn.

Virðing Alþingis er nánast engin.  Hvað veldur?  Gæti verið að framkoma þingmanna í garð hvors annars eigi þar nokkra sök?

Benedikt V. Warén, 16.9.2017 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband