Alþingi brást, þingmenn sitja áfram

Þingheimur brást þjóðinni með því að setja ekki saman starfhæfa ríkisstjórn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem stóðu sig í stykkinu, lögðu sig fram um að setja saman ríkisstjórn. 

Kostulegt er að heyra að nærfellt allir þingmenn smáflokkanna leyfa sér kinnroðalaust að sækjast eftir endurkjöri. Þar örlar ekki á sjálfsgagnrýni, hvað þá að þeir axli ábyrgð.

Þingmenn smáflokkanna eru eins og litlir Neróar, kveikja bál og brenna lýðveldið, en þiggja á meðan opinber laun fyrir þægilega innivinnu.

 


mbl.is Tvær gefa ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningarnar: veik ríkisstjórn eða sterk

Kosningabaráttan snýst um að sannfæra kjósendur að veik 3-4 flokka ríkisstjórn er ávísun á óreiðu í pólitík og efnahagslegan óstöðugleika.

Einn flokkur getur umfram aðra skapað stöðugleika, Sjálfstæðisflokkurinn. Ef fólk, einhverra hluta vegna, vill ekki þann flokk til valda og áhrifa eru Vinstri grænir nærtækur kostur.

Markmiðið er að fækka flokkum á alþingi til að skapa skilyrði fyrir sterka tveggja flokka stjórn.


mbl.is Með jafnt fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskir jafnaðarmenn, Samfylkingin og hælisleitendur

Hælisleitendur mega ekki verða til þess að við gleymum landsmönnum okkar. Stjórnvöld verða að sýna að þau gleyma ekki heimafólki, sem finnst eins og það sé sniðgengið.

Á þessa lund mælir einn af leiðtogum þýskra jafnaðarmanna, Sigmar Gabriel, um skort á samhygð með þeim er standa höllum fæti þar í landi - og eru ekki hælisleitendur.

Hér heima telur Samfylkingin brýnasta málið að bæta stöðu hælisleitenda, sem þegar taka til sín sex milljarða króna á ári. Síðustu dagana fyrir kosningar vill Samfylkingin nota til að auka útgjöld í málaflokkinn.

Samfylkingin mælist með 5 prósent fylgi, samkvæmt könnun.


Alþingi er án umboðs, þingmenn fari heim

Þingrof þýðir að alþingi er án umboðs, út á það gengur þingrofið. Alþingi getur ekki sinnt brýnasta og mikilvægasta hlutverki sínu, að skipa meirihlutastjórn og skal víkja af vettvangi þegar eftir að þingrof er tilkynnt.

Óásættanlegt er að umboðslausir þingmenn reki kosningabaráttu úr sölum alþingis. Það veit á upplausn og ringulreið að þingmenn án umboðs véli um lagasetningu.

Þótt formlegt þingrof verði ekki fyrr en daginn fyrir kosningar er hvorki pólitískt né siðferðilega verjandi að þingheimur taki smæstu ákvarðanir eftir að þingrof er lagt fram.

Allt annað er upp á teningunum ef alþingi situr út kjörtímabilið. Þá hefur alþingi uppfyllt skyldu sína og staðið fyrir meirihlutastjórn. En þegar alþingi bregst hlutverki sínu er ótækt að láta eins og ekkert hafi í skorist.

Kosningabaráttan á ekki að vera á kostnað þjóðarinnar. Nóg er samt hvað fráfarandi þingheimur er þjóðinni dýrkeyptur.


mbl.is Bjarni tilkynnir þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáflokkarnir lama stjórnkerfið

Smáflokkar á alþingi ætla sér enn og aftur að taka þjóðarsamkomuna í gíslingu með málþófi ef ekki verður við kröfum þeirra um að sérmál örhópa í samfélaginu fái framgang.

Eftir síðustu kosningar tók við lengsta stjórnarkreppa lýðveldissögunnar. Enda eru fleiri stjórnmálaflokkar á alþingi en nokkru sinni.

Tólf stjórnmálasamtök buðu fram lista við síðustu þingkosningar. Sjö náðu inn þingmönnum. Þjóðin þarf ekki á tólf framboðum að halda, þótt það sé réttur sérhvers að stofna stjórnmálaflokk og berjast fyrir áhugamálum sínum.

Fjórir til fimm flokkar eru kappnóg fyrir litróf stjórnmálanna. Verkefnið fyrir kosningarnar 28. október er að fækka flokkum á alþingi - til að gera starfhæfa ríkisstjórn mögulega.

 


mbl.is Formenn flokkanna funda á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta: ný stjórnarskrá til að útiloka Sjálfstæðisflokkinn

Píratar vilja ekki nýja stjórnarskrá til að bæta grunnlög lýðveldisins heldur til að knésetja Sjálfstæðisflokkinn. Birgitta þingflokksformaður Pírata tekur af allan vafa:

Birgitta bend­ir jafn­framt á að „þeir sem halda að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn veikist mikið til lang­tíma verði fyr­ir all­mikl­um von­brigðum. Mér finnst það reynd­ar absúrd hve stjórn­mál hér­lend­is snú­ast mikið um að koma Sjálf­stæðis­flokkn­um frá völd­um með sömu aðferðinni ára­tug­um sam­an“. Eina leiðin til að koma þeim flokki frá sé að breyta stjórn­skip­an og reglu­verki. 

Sjálfstæðisflokkurinn situr við sama borð og allir aðrir stjórnmálaflokkar landsins. En nær betri árangri. Almenningur kýs Sjálfstæðisflokkinn umfram aðra flokka af frjálsum vilja í almennum kosningum.

En Píratar vilja sem sagt breyta stjórnarskránni til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið Sjálfstæðisflokkinn. Og það kalla Píratar lýðræði.


mbl.is Birgitta vill ekki kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næturfærsla Egils, Flokkur fólksins tekur sviðið

Í nótt setti umræðustjóri RÚV, Egill Helgason, færslu á netið til að auglýsa endursýningu þáttar sem var orðinn úreltur þegar hann fór í loftið fyrr um daginn. Fyrirsögnin, Fjörugt Silfur, reyndi að fela slappa endurvinnslu umræðu síðustu daga annars vegar og hins vegar tilraun að gefa Helga Hrafni Pírata nýtt pólitískt líf.

Á meðan endurvinnsla Silfursins tóku sjónvarpsstöðvar viðtal við leiðtoga Flokks fólksins sem er breytingaaflið í íslenskri pólitík þess dagana. Og það eru sex vikur til kosninga. Endurvinnslan entist ekki fram að kvöldfréttum, ekki hálft orð um spekina þar, en Inga Sæland átti sviðið.

Ef ekki væri fyrir Ingu og Flokk fólksins er fyrirsjáanlegt að kosningabaráttan sem nú fer í hönd verði sú leiðinlegasta um árabil. Flokkarnir umpakka stefnuskránni frá októberkosningum og falbjóð sem nýja vöru. En ekkert hylur þá staðreynd að þessar kosningar eru fullkomlega tilgangslausar. Nema fyrir Flokk fólksins.

 


Viðreisn skiptir daglega um skoðun: BFV-bandalagið

Í gær vildi Viðreisn ekki sitja í starfsstjórn fram að kosningum. Í dag er annað hljóð komið í strokkinn, víst vilja ráðherrar Viðreisnar sitja áfram eins lengi og sætt er.

Viðreisn er komin í hörkusamkeppni við Bjarta framtíð um að skipta um skoðun daglega, hvort sitja eigi í ríkisstjórn eða ekki.

Spurning hvort flokkarnir sameinist ekki. Nafnið er þegar komið. BFV: Bandalag fyrir vindhana.


mbl.is Viðreisn verður í starfsstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekt í hönnuðu samhengi: lymska RÚV og játning Boga

Stjórnmálaumræðan snýst að stóru leyti um að hanna samhengi utan um sekt. Sumar ganga groddaralega til verks, eins og Smári McCarty Pírati sem flytur inn alræmdan breskan barnaníðing og klínir upp á Íslendinga; Sóley Tómasdóttir boðar að íþróttafélagið KR sé hæli barnaníðinga.

RÚV fer lúmska leið að hanna samhengi um sekt, skýlir sér á bakvið heimildir, stundum skáldaðar eins og í Sjanghæ-málinu. Jóhann Hlíðar fréttamaður hannar samhengi um sekt í hádegisfréttum. Hann býr til frétt um að formaður Sjálfstæðisflokksins eigi að segja af sér. Heimildirnar eru útlendir fjölmiðlar. Sem eins og allir vita eru sérfróðir um íslensk stjórnmál enda kunna þeir útlensku íslensku upp á sína tíu fingur.

Bogi Ágústsson er búinn að vera á RÚV síðan elstu menn muna. Hann segist uppgefinn á að útskýra fyrir erlendumm fjölmiðlamönnum íslensk stjórnmál. Sennilega vísar Bogi erlendum fjölmiðlamönnum á Smára Pírata og Sóleyju Tómasdóttir. Og svo flytur RÚV okkur fagnaðarerindið frá erlendu pressunni. Á RÚV kunna menn að hanna samhengi utan um sekt. Spyrjið bara veitingamannin á Sjanghæ á Akureyri.

 

 

 

 

 


Sóley í Vinstri grænum: KR-ingar barnaníðingar

Vinstri grænir ætla að keyra á barnaníði í kosningabaráttunni ef marka má færslu Sóleyjar Tómasdóttur fyrrum borgarfulltrúa flokksins. Hún skrifar:

Prinsippmennirnir í KR eru að hugsa um að hætta að spila í Hensongöllum. Nauðgarinn getur varla hugsað sér að versla við mann sem skrifaði meðmæli með barnaníðingi.

Með færslunni deilir hún frétt Stundarinnar um körfuboltamann úr KR sem fékk uppreisn æru eftir dóm fyrir kynferðisbrot.

Smári McCarty Pírati og stærðfræðingur lætur ekki sitt eftir liggja. Hann segir Ísland sitja uppi með Jimmy Savile-mál. Savile er þekktasti barnaníðingur Bretlands.

Framboðið af ásökunum um að þjóðin sé helsta miðstöð barnaníðinga á vesturlöndum sýnir glöggt hve vinstrimenn eru stoltir af öllu því sem íslenskt er.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband