Þýskir jafnaðarmenn, Samfylkingin og hælisleitendur

Hælisleitendur mega ekki verða til þess að við gleymum landsmönnum okkar. Stjórnvöld verða að sýna að þau gleyma ekki heimafólki, sem finnst eins og það sé sniðgengið.

Á þessa lund mælir einn af leiðtogum þýskra jafnaðarmanna, Sigmar Gabriel, um skort á samhygð með þeim er standa höllum fæti þar í landi - og eru ekki hælisleitendur.

Hér heima telur Samfylkingin brýnasta málið að bæta stöðu hælisleitenda, sem þegar taka til sín sex milljarða króna á ári. Síðustu dagana fyrir kosningar vill Samfylkingin nota til að auka útgjöld í málaflokkinn.

Samfylkingin mælist með 5 prósent fylgi, samkvæmt könnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú nefnir þarna sex milljarða Páll, en hvernig eru þeir tilkomnir og eru þeir heildarupphæðin?

Eru þetta útgjöld dómsmálaráðuneytisins eða á eftir að taka inn útgjöld annarra ráðuneyta til þessara mála?

Ég held að þessari spurningu þurfi stjórnvöld að svara áður en þau leyfa Píratanum Þórhildi Sunnu að afnema Dyflinar-reglugerðina.

Sem blaðamaður ættir þú að hafa aðgang að þessum upplýsingum.

Ragnhildur Kolka, 19.9.2017 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband