Næturfærsla Egils, Flokkur fólksins tekur sviðið

Í nótt setti umræðustjóri RÚV, Egill Helgason, færslu á netið til að auglýsa endursýningu þáttar sem var orðinn úreltur þegar hann fór í loftið fyrr um daginn. Fyrirsögnin, Fjörugt Silfur, reyndi að fela slappa endurvinnslu umræðu síðustu daga annars vegar og hins vegar tilraun að gefa Helga Hrafni Pírata nýtt pólitískt líf.

Á meðan endurvinnsla Silfursins tóku sjónvarpsstöðvar viðtal við leiðtoga Flokks fólksins sem er breytingaaflið í íslenskri pólitík þess dagana. Og það eru sex vikur til kosninga. Endurvinnslan entist ekki fram að kvöldfréttum, ekki hálft orð um spekina þar, en Inga Sæland átti sviðið.

Ef ekki væri fyrir Ingu og Flokk fólksins er fyrirsjáanlegt að kosningabaráttan sem nú fer í hönd verði sú leiðinlegasta um árabil. Flokkarnir umpakka stefnuskránni frá októberkosningum og falbjóð sem nýja vöru. En ekkert hylur þá staðreynd að þessar kosningar eru fullkomlega tilgangslausar. Nema fyrir Flokk fólksins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband