Laugardagur, 4. júlí 2020
Landvættir, fótbolti og vinstrimenn
KSÍ spinnur sögu um landvættina í fótboltamyndbandi og vinstrimenn trompast. Líkt og fótboltinn er vinstrimennskan alþjóðleg.
Íslenskir vinstrimenn hatast við allt sem er þjóðlegt og eiga það sammerkt vestrænum mönnum af sama sauðahúsi. Vinstrimenn vilja endurskrifa söguna í þágu þrotafólks sem kann fátt nema að ala á óánægju, sinni eigin og annarra.
Um fótboltann er það að segja að hann var þjóðlegur löngu áður en hann varð alþjóðlegur. Íþróttin lifir ekki án rótfastrar þjóðhyggju sem aftur greinist í átthagaást á bæjarhluta, borg eða héraði.
Vinstrimenn skilja ekki þessi einföldu sannindi. Enda eymdin alþjóðleg en stoltið staðbundið.
![]() |
Fáránlegt að láta sér detta þetta í hug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 4. júlí 2020
Heilbrigði, hagfræði og farsótt
Tvær fræðigreinar, læknavísindi og hagfræði, sem nær aldrei tala saman, eru í miðdepli umræðunnar um farsóttarvarnir. Gildir bæði á Íslandi og heiminum öllum.
Á hvora fræðigreinina á að hlusta? Þar liggur efinn.
Til að bæta gráu ofan á svart eru fræðigreinarnar innbyrðis ósammála. Sumir læknar vilja gera eitt og aðrir annað. Hagfræðin er enn verri. Um þá grein er sagt að hvenær sem tveir hagfræðingar hittast séu þrjár skoðanir á lofti.
Hvað er til ráða? Jú, almenn skynsemi. (Sem því miður er ekki ýkja almenn.)
![]() |
Algjörlega algjört rugl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3. júlí 2020
Afvopnun og hagsæld fylgir Trump
Trump kallar bandaríska hermenn heim, m.a. frá Þýskalandi, og dregur úr hernaðarumsvifum í miðausturlöndum. Trump býr til störf í Bandaríkjunum í miðri farsótt.
Frjálslyndir vinstrimenn eru aftur herskáir. Fjölmiðlar á þeirra vegum halda áfram að dingla rússagrýlunni framan í Trump og lemja stríðshúðir líkt og í kalda stríðinu.
Trump er aðeins verkfæri. Kalda stríðinu lauk fyrir 30 árum og fyrir aldamót var alþjóðahyggjan gengin sér til húðar. Trump færir breyttar forsendur í pólitíska stefnu.
Frjálslynda vinstrið, sem einu sinni þóttist friðarsinnað, getur ekki á sér heilu tekið og efnir til innanlandsóeirða - Svört líf skipta máli - og heimtar blóðsúthellingar á fjarlægum slóðum.
Heimsumskiptin, sem Trump er verkfæri fyrir, eru líklega ekki jafn stór og franska byltingin, sem þurfti sinn Napoleón. Engu að síður eru þau nokkuð veruleg og fyrri hálfleikur aðeins hálfnaður.
![]() |
Þetta eru sögulegar tölur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 2. júlí 2020
Loftslagsglópur játar: manngert veður er mest áróður
Ég var óhamingjusamur og vildi láta öðrum líða illa með áróðri um að heimurinn væri að farast vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum, segir Michael Shellenberger loftslagsaðgerðasinni sem gerði uppreisn gegn ríkjandi hamfaratrú sem veldur meiri skaða en gagn. Og þetta er trú en ekki vísindi.
Shellenberger gefur út bók um játningar sínar og glópsku hamfarasinna, Enginn heimsendir. Í viðtali á Sky viðurkennir Shellenberger að hvati hans sjálfs til að telja öðrum trú um að heimsendir væri í nánd hafi stafað af persónulegri óhamingju - en ekkert með náttúruna að gera.
En nú á Shellenberger dóttir á unglingsaldri og honum ofbauð áróðurinn sem beindur er að ungu fólk um að jörðin væri að farast vegna manngerðs veðurs. Síðasti kaflinn í bókinni heitir Falsguðir fyrir týndar sálir. Merkilegt nokk eru týndu sálirnar flestar vinstrimenn sem gáfust upp á Marx, Lenín og félögum.
Shellenberger skrifaði grein í tímaritið Forbes þar sem hann kynnir helstu niðurstöður sínar. Greinin var tekin út af vefsvæði tímaritsins en má lesa hér.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 1. júlí 2020
Björn Leví, Kolbeinn og pólitískir mannasiðir
Kolbeinn þingmaður Vinstri grænna fékk hvítt duft í poka heim til sín, líklega vegna þess að hann hafnaði frumvarpi Pírata um afglæpavæðingu fíkniefna.
Kolbeinn skrifar í framhaldi færslu sem verður að frétt um skort stjórnmálamanna á mannasiðum.
Píratinn Björn Leví segir Kolbeini að xxx-sér.
Samfélag vinstrimanna á verulega bágt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 1. júlí 2020
Ungir samfóistar: íslensk mannslíf einskins virði
Tvö íslensk mannslíf, sem glötuðust í sviplegu slysi, eru í engu nefnd í ítarlegri ályktun Ungra jafnaðarmanna. Aftur er pólitík gerð úr brunaharmleik þar sem þrír útlendingar létust.
Ungir samfóistar líkja þeim sem dóu í brunanum við George Floyd, sem deyddur var af lögreglumanni í Minneapolis í Bandaríkjunum. Slys jafngildir morði þegar mikið liggur á að klína útlendingahatri á Íslendinga.
Undir samfóistar temja sér það sem fyrir þeim er haft. Dagur borgarstjóri og liðsoddar Samfylkingar birtust á Austurvelli til að gera pólitík úr brunanum.
Sjálfshatur vinstrimanna ríður ekki við einteyming.
![]() |
Krefjast umfangsmikilla aðgerða strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 1. júlí 2020
Glæpir til vinstri, heilbrigði til hægri
Menningarmarxisminn til vinstri, í Samfylkingu, sjóræningjum og Viðreisn, vill lögleiða fíkniefni. Dómgreindin hverfur með neyslu og fíklar eru þjált verkfæri múgæsingaflokka.
Miðflokkur í heild og allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem greiddu atkvæði, voru á móti afglæpavæðingu fíkniefna, segir í samantekt Eyjunnar.
Ólíkt því sem Halldóra pírati segir þá hélt flokkakerfið í fíkniefnamálinu. Hægrimenn kjósa samfélag heilbrigðis en vinstrimönnum líður best þar sem eymdin er mest.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)