Formaður VR vinnur gegn eigin félagsmönnum

Margir félagsmenn VR starfa hjá Icelandair, sem þarf nýtt hlutafé til að lifa af. Framlag Ragnars Þórs formanns VR var að leggja til að hlutafjárútboð Icelandair yrði sniðgengið.

Formaður VR og stjórn félagsins vilja svipta félagsmenn VR atvinnunni til að koma höggi á Icelandair. Nú þegar afleiðingar yfirlýsingarinnar renna upp fyrir Ragnari Þór og stjórninni stendur til að afturkalla yfirlýsinguna. Til að ,,bjarga" VR, segir formaðurinn.

Nei, Ragnar Þór, þú ert ekki að bjarga VR heldur eigin skinni. Án VR gætir þú ekki verið pólitískur aðgerðasinni á góðum launum.


mbl.is Leggur til að VR dragi yfirlýsingu til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðgunargirni og aumingjavæðing

Konur, kynþáttur, samkynhneigð og trú (nema kristni) má ekki grínast með án þess að fá yfir sig vandlætingu. Sjávarpláss á norðausturlandi bætast núna á listann.

Móðgunargirni helst í hendur við upphafningu þeirra sem, með réttu eða röngu, teljast standa höllum fæti. Það verður eftirsótt að vera aumingi í einhverjum skilningi.

Heilu stjórnmálaflokkarnir gera út á valdeflingu aumingjanna. Og það er ekkert grín.

 


mbl.is Lífslátshótanir eftir gagnrýni á Kópasker
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband