Nei, ríkið á ekki að bjarga Icelandair

Ef eigendur og starfsfólk Icelandair getur ekki komið sér saman um að halda fyrirtæki á floti, afsakið, í flugi, yrði heimskulegasta af öllu heimsku að ríkið kæmi félaginu til bjargar.

Fyrirtæki, hvort heldur bifreiðaverkstæði eða flugfélag, er ekkert annað en eigendur og starfsfólk. Ef ósætti er innanbúðar og hver höndin upp á móti annarri á að leyfa rekstrinum að fara í þrot.

Í WOW-málinu stóð ríkisstjórnin í ístaðinu og lét ekki fjárkúga sig í ónýtan rekstur. Skattgreiðendur vilja ekki neitt minna í tilfelli Icelandair.

 

 

 


mbl.is Óhjákvæmilegt að ríkið stígi inn í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur knýja Icelandair í þrot - eða sniðgöngu

Nokkur rómantík er yfir þeim möguleika að flugfreyjur knýi Icelandair í gjaldþrot. Félagið hefur samið við flugmenn og flugvirkja, mest karlar þar, en flugfreyjur segja þvert nei.

Í umræðunni um launakjör flugfreyja fer lítið fyrir samanburði við flugmenn og flugvirkja. Femínistar leggja alla jafna ríka áherslu á að menntun sé metin til launa. Skólagöngu er krafist af flugmönnum og flugvirkjum. Minna hjá flugfreyjum.

Formaður Flugfreyjufélagsins, Guðlaug Líney, segir

Með niður­stöðu kosn­ing­anna erum við með skýra af­stöðu okk­ar fé­lags­manna. Þetta var af­ger­andi. Það gef­ur okk­ur vís­bend­ingu um það að það hef­ur verið of langt gengið í þessu hagræðing­ar­kröf­um...

Ef Guðlaug væri að tala um opinbera stofnun ætti þetta sjónarmið kannski við, að of langt væri gengið í ,,hagræðingarkröfum." En óvart er Icelandair ekki opinber stofnun heldur fyrirtæki í hörðum heimi alþjóðlegrar samkeppni. Ef launakostnaður er of hár fer félagið einfaldlega á ruslahaugana. Engin elsku mamma þar. Tímar ríkisflugfélaga eru liðnir.

Ef eigendur og stjórnendur Icelandair vilja síður biðja um gjaldþrotaskipti er aðeins ein leið fær. Að semja við starfsmannaleigur að manna farþegarýmið. Það væri leitt. Það er rómantík að til sé stéttarfélag sem heitir Flugfreyjufélag Íslands.

 

 


mbl.is „Algjörlega komin að sársaukamörkum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV lokar á Namibíufréttir

RÚV bjó til raðfréttir um meinta glæpi Samherja í Namibíu. Raðfréttirnar byggðu á einni heimild, fyrrum starfsmanni Samherja, er heitir Jóhannes Stefánsson.

Jóhannes er heimild sem verður að taka með fyrirvara. Gögn sem Jóhannes lét RÚV í té eru handvalin til að falla að handriti um spillingu.

Hvorki framburður Jóhannesar né gögn sem hann veitti aðgang að hafa sannfært íslensk yfirvöld um að glæpir hafi verið framdir. 

Dómsmál vegna raðfrétta RÚV og viðskiptadeilna í Namibíu halda á hinn bóginn áfram. Í viðtengdri frétt mbl.is segir m.a.

Fyr­ir dómi komu fram harðar ásak­an­ir í garð upp­ljóstr­ar­ans Jó­henn­es­ar Stef­áns­son­ar og sagði Hatuikluipi að Jó­hann­es hefði dregið að sér fé þegar hann starfaði fyr­ir Sam­herja til að fjár­magna neyslu sína á fíkni­efn­um. Jó­hann­es hafi átt harma að hefna gegn Sam­herja og því hafi hann stigið fram og upp­ljóstrað um meint brot Sam­herja í Namib­íu.

Raðfréttastofan á Efstaleiti segir ekki stakt orð um dómsmálið suður í Namibíu. Líklega eru handritshöfundarnir að samsæriskenningunni í sumarfríi.

 


mbl.is Hafi dregið að sér fé til að fjármagna neyslu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband