Skólahald eða ferðaþjónusta

Grunn- og framhaldsskólar hefja haustönn um miðjan ágúst. Samkomubann á 500 manns og fleiri gildir til 18. ágúst vegna farsóttar. Smitið kemur erlendis frá. 

Hagsmunir ungmenna ættu að ganga fyrir ferðamönnum, bæði Íslendingum sem fara til útlanda og erlendum ferðamönnum sem sækja landið heim.

Lok, lok og læs á Keflavíkurflugvelli er rétta niðurstaðan.


mbl.is Tilslökunum takmarkana frestað um tvær vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnar Reykás-verkó

Flugfreyjur höfnuðu kjarasamningi afgerandi 8. júlí. Innan við þrem vikum síðar samþykkja flugfreyjur sama samning, líka afgerandi.

Ragnar Reykás var fígúra í skemmtiþætti, þekkt fyrir að skipta algerlega um skoðun í einu og sama fréttaviðtalinu.

Flugfreyjur héldu, líkt og Sólveig Anna í Eflingu og Ragnar Þór í VR, að hægt væri að breyta heiminum með orðum. Að með því að segja að Icelandair væri ekki nærri gjaldþrota, og hafna kjarasamningi, væri hægt að halda vinnunni og sækja fram til betri kjara.

En sumar staðreyndir lífsins breytast ekki með orðum. Prik til flugfreyja að þær þurftu ekki nema þrjár vikur til að skilja efnahagslegan veruleika. Sólveig Anna og Ragnar Þór eru enn í eyðimörk óskhyggjunnar.


mbl.is Flugfreyjur samþykktu kjarasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband