Glæpir til vinstri, heilbrigði til hægri

Menningarmarxisminn til vinstri, í Samfylkingu, sjóræningjum og Viðreisn, vill lögleiða fíkniefni. Dómgreindin hverfur með neyslu og fíklar eru þjált verkfæri múgæsingaflokka.

Miðflokkur í heild og allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem greiddu atkvæði, voru á móti afglæpavæðingu fíkniefna, segir í samantekt Eyjunnar.

Ólíkt því sem Halldóra pírati segir þá hélt flokkakerfið í fíkniefnamálinu. Hægrimenn kjósa samfélag heilbrigðis en vinstrimönnum líður best þar sem eymdin er mest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Popúlistar á þingi þykjast vera umhugað um veika fíkla.

En hvernig veiktust þeir? Ég er ekki að meina popúlistanna.

Það er látið eins og skýringanna sé að finna í áföllum í æsku. Aðrir tala meira um erfðir. 

Hvernig stendur á því að svo hátt hlutfall poppara átti erfiða æsku? Það var allt fljótandi í dópi í bransanum sem hefur ekkert að gera með æsku eða erfðir. Það er einstaklingsmunur, en það má ekki oftúlka hann. Í gamla daga voru kokkar, blaðamenn og sjómenn mestu fyllibyttur landsins. Menningin mótar. 

Eiga þeir sem verða háðir nikótíni erfiða æsku? Eru þeir sem reykja veikir fíklar? Kári Stefánsson getur kannski svarað því. Af hverju verða svo margir háðir nikótíni? Það tók mig mánuð að verða nikótínfíkill en mér tókst ekki að hætta fyrr en eftir 23 ár. Hvað ef ég hefði prófað einhverja hughreystandi pillu? Úpps, þar skall hurð nærri hælum. Engin veit fyrirfram hvað gerist. Engin ætlar að missa fótanna. Fólk ofmetur eigin getu gagnvart fíkn sem er frumstæð og kann enga mannasiði. 

Allskonar dóp, hvort sem það er löglegt eða ekki, er harður þrælahaldari sem svífst einskis - siðlaus andskoti. Það er auðvelt að setja sig í spor þrælanna. Það er mjög erfitt að hætta að reykja (mín reynsla og annarra) allsgáður og bláedrú en hvernig ætli það sé að finna fyrir sömu fíkn, að viðbættum öllum öllum hörmungum sem margir lenda í?

Því meira af dópi, því "frjálslyndara" sem fólk er gagnvart hughreystandi efnum, því verra. Málið snýst ekkert um "veika fíkla" heldur venjulegt fólk sem hefur ekkert þol og er boðin pilla í partíum - og verður fíkið. Það er rússnesk rúlletta.

Planið er að "lögleiða" dóp í partíum. Fólk á semsagt að fá að vera með fulla vasa af dópi sem t.d. er notað til að svæfa konur.

Benedikt Halldórsson, 1.7.2020 kl. 10:50

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...til eigin nota.

Benedikt Halldórsson, 1.7.2020 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband