Landvættir, fótbolti og vinstrimenn

KSÍ spinnur sögu um landvættina í fótboltamyndbandi og vinstrimenn trompast. Líkt og fótboltinn er vinstrimennskan alþjóðleg.

Íslenskir vinstrimenn hatast við allt sem er þjóðlegt og eiga það sammerkt vestrænum mönnum af sama sauðahúsi. Vinstrimenn vilja endurskrifa söguna í þágu þrotafólks sem kann fátt nema að ala á óánægju, sinni eigin og annarra.

Um fótboltann er það að segja að hann var þjóðlegur löngu áður en hann varð alþjóðlegur. Íþróttin lifir ekki án rótfastrar þjóðhyggju sem aftur greinist í átthagaást á bæjarhluta, borg eða héraði.

Vinstrimenn skilja ekki þessi einföldu sannindi. Enda eymdin alþjóðleg en stoltið staðbundið.

 


mbl.is Fáránlegt að láta sér detta þetta í hug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Spurningin ætti alltaf að vera 

HVAÐ ER HAGNÝTT?

Ég tel t.d. að SKÁTAR og karate 

séu HAGNÝTARI áhugamál fyrir æskuna inn í framtíðina

heldur en boltaleikir.

Jón Þórhallsson, 4.7.2020 kl. 11:36

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nafli heimsins er ekki Illugi Jökulsson og því ástæðulaust að truflast þótt hann hafi einhverja skoðun. 

Ragnhildur Kolka, 4.7.2020 kl. 13:23

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Íþróttir og þjóðarstolt eru óaðskiljanleg. Allar þjóðir binda þær órjúfanlegum böndum. Vinstrimenn eru eilíft að reyna að setja samasemmerki á millill heimóttalegrar ættjarðarástar og Nasisma, enda eru þeir vitandi eða óvitandi hörðustu glóbalistarnir og vilja þurrka út landamæri, sögu og þjóðareinkenni. Merkilegt þegar þessi alþjóðavæðing er hugarfóstur fjölþjóðafyrirtækja og auðróna heimsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2020 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband