Draugar, rasismi og sjálfsblekking

Ef við tölum nógu mikið um drauga trúum við á þá. Sama gildir um rasisma. Enginn nema fáeinir í Bristol vissu hver Edward Colston var þangað til styttu hans var steypt af stalli. Colston er draugur úr fortíðinni.

Þeldökki leikarinn Morgan Freeman segir í viðtali að rasismi sé tilbúningur orðræðunnar. Stafræn miðlun orðræðunnar fær fólk til að trúa draugasögum um rasisma.

Economist, blað breskrar raunhyggju, segir vestræna blaðamenn, einkum þá amerísku, óðum að tapa tiltrú á hlutlægri miðlun upplýsinga. Á bandarískum ritstjórnum er nóg að háværum minnihluta ,,finnist" rasismi liggja í loftinu þá skal birta fréttir sem renna stoðum undir tilfinninguna. Skoðanir ryðja úr vegi hlutlægum staðreyndum.

Sjálfsblekkingin er í grunninn pólitísk. Þeir sem halda fram rasisma héldu áður fram sósíalisma. Ismar af ýmsu tæi eiga sameiginlegt draugasögum að afneita veruleikanum eins og hann blasir við og leggja trúnað á falsorðræðu. Eins og trúin flytja ismar fjöll. Í þeim flutningum verða til staðir eins og Gúlagið. 

 


mbl.is Styttu af svartri konu steypt af stalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvinaímyndir: Kína og Rússland

Stórveldi þurfa óvini, bæði til að réttlæta sig gagnvart bandamönnum og friðþægja lýðinn heima fyrir. Án óvina eykst lausung meðal bandamanna og lýðurinn verður hvikull. Allt frá dögum Rómarveldis styðjast heimsveldi við sömu herkænskuna.

Í Bandaríkjunum er boðið upp á tvær óvinaímyndir. Demókratar segja Rússland óvininn en Trump og félagar Kína. Demókrötum tókst næstum að gera Trump að strengjabrúðu Pútín og þar með væri pólitískur ferill sitjandi forseta á enda. En það mistókst, ímyndin þarf flugufót í veruleikanum.

Óvinaímyndin sem verður ofan á mun ráða nokkru um úrslit forsetakosninganna þar vestra í nóvember.

Sem stendur er Trump með pálmann í höndunum. COVID-19 kínversk, stafræna heimsveldið Huawei sömuleiðis; Kínverjar berja á mótmælendum í Hong Kong og minnihlutahópum á meginlandinu.


mbl.is Íhuga ferðabann gegn Kommúnistaflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband