Ingibjörg Sólrún, alþjóðahyggjan og fjölmenning

Ingibjörg Sólrún fyrrum ráðherra og formaður Samfylkingar segir farir sínar ekki sléttar á alþjóðavettvangi. Þrjú múslímaríki hröktu hana úr starfi hjá alþjóðlegri stofnun, ÖSE, sem lætur sig mannréttindi varða.

Í viðtali við RÚV saknar Ingibjörg Sólrún Bandaríkjanna, sem áður voru kjölfestan í alþjóðlegu samstafi. Bandaríkin hefðu slegið á putta múslímaríkjanna með sorglega mannréttindasögu.

En hvers vegna hafa Bandaríkin dregið sig úr alþjóðlegu samstarfi af þessu tæi?

Jú, vegna þess að kratavinir Ingibjargar Sólrúnar í Evrópusambandinu gerðu fjölmenningu að sáluhjálp í alþjóðsamstarfi. Í anda fjölmenningar mátti ekki segja upphátt að vestræn mannréttindi eru ósamrýmanleg íslam, múslímatrú. Miðaldamenningu múslíma var gert jafn hátt undir höfði og vestrænni mannréttindamenningu. Til að bæta gráu ofan á svart lætur krataliðið, stundum kallað frjálslynda vinstrið, sér vel líka að múslímaríki nota alþjóðastofnanir í skefjalausu áróðursstríði gegn Ísrael - sem er eina lýðræðisríkið í miðausturlöndum.

Múslímsk uppsögn Ingibjargar Sólrúnar sýnir svart á hvítu að hugmyndin um algild mannréttindi er bábilja. Mannréttindi eru einskins virði nema þau séu varin með valdi. Fjölmenning gerir ekki ráð fyrir að ríkisvald tryggi mannréttindi.

Karl Marx, andlegur faðir vinstrimanna, vissi sem er að hugmyndafræði er einskins virði gagnvart hlutlægum veruleika. Valdið er hlutlægt, mannréttindi eru huglæg.  


Bloggfærslur 19. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband