Trump-hatarar óttast liðsmenn sína

Frjálslyndir vinstrimenn vakna upp við vondan draum. Hatursorðræðan sem þeir hafa fóstrað sækir þá sjálfa heim. Þeir sem skrifa undir áskorun um meira málfrelsi og minna hatur eru  innvígðir Trump-hatarar.

Í yfirlýsingunni segir, áður en komið er að kjarna málsins:

The forces of illiberalism are gaining strength throughout the world and have a powerful ally in Donald Trump, who represents a real threat to democracy.

En það er ekki tilgangur yfirlýsingarinnar að berja á Trump, heldur biðjast vægðar á miskunnarleysi pólitíska rétttrúnaðarins.

We are already paying the price in greater risk aversion among writers, artists, and journalists who fear for their livelihoods if they depart from the consensus, or even lack sufficient zeal in agreement.

Í kommúnistasellum fyrr á tíð réð sama hugsun. Þeim sem ekki fylgja flokkslínunni skal útskúfað. Steven Pinker, þróunarsálfræðingur og metsöluhöfundur, segir í viðtali hvernig hann var nærri sviptur æru og titlum í herferð gegn sér. Tilefnið var tíst um smámál. Pinker skrifar undir yfirlýsinguna.

Margt annað vænt fólk skrifar undir. Í yfirlýsingunni er m.a. sagt: réttlæti og frelsi geta ekki án hvors annars verið. Vondar hugmyndir eru afhjúpaðar með gagnrýnni umræðu en ekki boðum og bönnum og enn síður óskhyggju.

En, því miður, vinstrifrjálslyndir Trump-hatarar eru hálfum öðrum áratug of seint á ferðinni með gagnrýnina. Kjör Trump 2016, og líklegt endurkjör í haust, er svar við gengdarlausu vinstrafrjálslyndi fjölmenningar, alþjóðahyggju, fórnarlambadýrkunar og sjálfshatri í seinni tíð sem tröllríður vestrænni menningu frá lokum kalda stríðsins. Einn ábekingur yfirlýsingarinnar er einmitt Francis Fukuyama, aðalhöfundur hugmyndarinnar um ,,endalok sögunnar" þar sem vinstrafrjálslyndi réði ríkjum yfir einu mannkyni undir einu ríkisvaldi. 

Trump, aftur, er biblískt verkfæri: með illu skal illt út reka.

 

 

 


mbl.is Vara við aðför að tjáningafrelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband