Laugardagur, 14. mars 2020
Hávaðinn milli lífs og dauða
Við munum öll deyja. Enginn veit hvenær. Án dauða væri ekkert líf. Á milli þess sem við fæðumst og deyjum er hávaði sem lemur hlustirnar með hverjum andardrætti.
Hávaðinn ærir suma á meðan aðrir heyra takt og hljómfall. Oft eru það rithöfundar og heimspekingar sem kunna helst að lesa merkingu hávaðans milli lífs og dauða.
Einn þeirra er Markús Árelíus sem stóð í miðju argaþrasinu, var keisari Rómarveldis.
Lífið er skoðun, sagði sá rómverski.
Nokkuð snjallt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. mars 2020
Aflýsir Gulli dönskum dögum í Hagkaupum?
,,Heimildir mínar herma að Guðlaugur Þór ætli að mótmæla ákvörðun danskra stjórnvalda um að loka landamærum Danmerkur. Í kjölfarið muni hann tilkynna að dönskum dögum í Hagkaupum hafi verið aflýst."
Ofanritað er tekið af Fjasbókinni. Gulli utanríkis kallar fram það besta í mönnum.
![]() |
Halda áætlun þrátt fyrir aðgerðir Danmerkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 13. mars 2020
Jæja, Gulli, kalt stríð við Bandaríkin
Gulli utanríkis tapar dómgreindinni í veirufárinu og lýsir yfir köldu stríði við Bandaríkin. ,,Þegar komið er á ferðabann eru ekki lengur forsendur fyrir svona æfingu. Það sér það nú hver maður," segir borgfirski strákurinn með þjósti í Mogga fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Æfingin sem um ræðir er ekki dansæfing dáta og kokteilliðsins í ráðuneytinu heldur heræfing samkvæmt varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna.
Ástæða reiðikasts ráðherra er að Ísland var ekki tekið út af lista Evrópuríkja sem bandarískt ferðabann tekur til. En við erum einmitt á þeim lista vegna reginmistaka forvera Gulla að gera Ísland að landamærahéraði ESB, - með Schengen samstarfinu.
Kalt stríð við Bandaríkin þjónar ekki íslenskum hagsmunum. Öðru nær. Óvinátta við voldugan nágranna í vestri gerir okkur enn háðari ríkjabandalaginu í austri, Evrópusambandinu. Og vorum við fyrir undir frönsk-þýskum járnhæl er krefst æ frekari íhlutunar í íslensk málefni, nú síðast í raforkumálum.
Ráðslag þess borgfirska í samskiptum við Bandaríkin gerir hann að, afsakið þýskuna, Dummkopf. Til að friðþæga goðin í Washington þarf fórn og hana ekki veigalitla. Vestur þarf að senda á fati pólitískt höfuð Gulla utanríkis. Bjarni, finndu arftaka í snatri. Á morgun gæti það orðið of seint.
![]() |
Guðlaugur setur heræfingu á ís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 12. mars 2020
Gulli utanríkis fattar landafræði
Ísland lenti á bannlista Bandaríkjanna þar sem við erum í Schengen-samstarfi ESB. Gulli utanríkis þykist voða lítið vita um af hverju við erum í Schengen. Í frétt mbl.is segir
Í samtali við mbl.is segir Guðlaugur að þar hafi hann mótmælt ákvörðuninni harðlega og farið fram á að fundin yrði lausn fyrir Ísland sem byggðist annars vegar á landfræðilegri legu okkar og hins vegar á þeim ákveðnu aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til vegna veirunnar.
Landfræðileg lega okkar, Gulli minn, ætti að útiloka að værum í Schengen-samstarfi Evrópusambandsins. Við eigum ekki heldur heima í EES-samstarfinu af sömu ástæðu.
Ísland er eyja á Norður-Atlantshafi, ekki sker við strönd meginlands Evrópu.
Núna þegar Gulli þykist skilja landafræði: er einhver von til þess að nýfengnum skilningi sjái stað í pólitík utanríkisráðherra? Eða er það kannski til of mikils mælst?
![]() |
Hefur óskað eftir símafundi með Pompeo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 12. mars 2020
Líf með 3% dauða - eða eymd
Kórónuveiran, COVID-19, er yfirlýstur heimsfaraldur. Viðbrögðin lama alþjóðahagkerfið. Á næstu dögum og vikum blasa við heimsbyggðinni tveir vondir kostir, þar sem annar útilokar hinn.
Í fyrsta lagi að skella í lás, einangra samfélög og loka landamærum ríkja. Kostnaðurinn verður óheyrilegur. Skorturinn í kjölfarið eykur óróa og leiðir til óeirða þar sem þolinmæði er lítil fyrir.
Í öðru lagi að aflýsa heimsfaraldrinum og leyfa veirunni að éta sig í gegnum lönd og lýð. Dauðatollurinn er um 3%.
Frumskylda yfirvalda í hverju ríki er við líf og heilsu íbúanna. Önnur að almenningur fái nóg að bíta og brenna. Skyldurnar verða ekki báðar uppfylltar.
Enginn með mannaforráð útskýrir fyrir almenningi valkostina. Það væri pólitískt sjálfsmorð. Bloggari norður við Dumbshaf er aftur frjáls orða sinna.
![]() |
WHO lýsir yfir heimsfaraldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 11. mars 2020
Samfylkingin fagnar: kreppan er komin, húrra!
Borgarfulltrúi Samfylkingar fagnar efnahagskreppunni í kjölfar kórónuveirunnar. Fólk missir vinnuna, gott mál segir Samfó. Meiri fátækt og Samfylkingin kætist.
Rök borgarfulltrúans er að kaldari heimur eymdar og ömurleika sé rétt pólitík.
Móðuharðindaflokkurinn væri réttnefni á Samfylkingu. Framtíðarsýnin er að Íslendingar hypji sig í moldarkofana, þar eigi þeir best heima.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. mars 2020
Varúð: hálfvitaveira bankamanna komin á stjá
Tillögur bankamanna að ríkissjóður fjármagni ónýt fyrirtæki í gegnum seðlabankann fær uppslátt í Fréttablaðinu.
Síðast þegar við lögðum við hlustir hálfvitanna í bankakerfinu verð þjóðin nærri gjaldþrota.
Drögum réttan lærdóm af hruninu 2008. Hálfvitaveiran smitar hraðar en sú með töluna 19.
![]() |
Gætu boðað til fleiri aukafunda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. mars 2020
Hættulegt að ferðast. Punktur.
Öll staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru í Íslendingum nýkomnum frá útlöndum. Aðeins eina ályktun er hægt að draga af þeirri staðreynd: það er hættulegt að ferðast.
Önnur ályktun, sem er nærtæk, en þó röng, er að við gætum lokað landinu til að koma í veg fyrir smit. Tvær ástæður útiloka þá leið. Í fyrsta lagi þýddi lokun landsins efnahagslegar hamfarir af mannavöldum. Kórónuveiran er hættuleg en ekki bráðdrepandi. Aðgerðir verða að hæfa tilefninu.
Í öðru lagi segir sagan okkur að einangrun frá umheiminum er engin trygging fyrir útilokun pestarfaraldra. Á 14. öld herjaði svarti dauði á Evrópu en Ísland slapp. Þangað til í byrjun 15. aldar að Einar nokkur Herjólfsson kom til landsins frá útlöndum. Hann er talinn hafa borið með sér pestina sem drap líklega hálfa þjóðina.
Lokun landsins gæti fræðilega tafið smit af kórónuveirunni. En kæmi hún síðar, þegar umheimurinn væri búinn að mestu að hrista hana af sér, yrði Ísland sett í sóttkví af alþjóðasamfélaginu. Og ekki yrði það vel gott. Í þessu tilfelli er sameiginlegt skipbrot kostur.
En það er hættulegt að ferðast. Punktur.
![]() |
Skilgreina nánast allan heiminn sem gult svæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. mars 2020
Megrun, ekki sultur og seyra
Færri ferðamenn og minni umsvif í efnahagskerfinu veldur atvinnuleysi næstu vikur og mánuði og samdrætti í hagvexti. Ríkissjóður er vel rekinn síðustu ár og getur tekið ágjöfinni en jafnframt lagst á árarnar með atvinnulífinu.
Allar líkur standa til þess að vandinn sé tímabundinn, standi yfir fram á vor.
Nokkurra vikna megrunarátak er ástæðulaust að óttast.
![]() |
Hefur trú á að um tímabundið ástand sé að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. mars 2020
Sósíalistar sækja í félagsauð aldraðra
Sósíalistar lifa sníkjulífi á félagsauði sem aðrir skapa. Núna sækja þeir í félagsauð aldraðra eftir að hafa komið sér fyrir í verkalýðshreyfingunni.
Útkoman verður sú sama og þegar sósíalistar komast yfir efnahagslegan auð. Allt spillist, verður að engu.
Ástæðan er einföld. Sósíalistar skapa engin verðmæti. Sérgrein sósíalista er að lifa á framlögum annarra.
![]() |
Fyrirlitleg vinnubrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)