Sunnudagur, 5. nóvember 2017
Raunveruleikastjórnmál
Hannaðir þættir úr hversdagslífinu eru kallaðir raunveruleikasjónvarp. Raunveruleikastjórnmál eru hönnuð pólitísk atburðarás.
Meirihlutaviðræður 3ja vinstriflokka og Framsóknar fylla upp í tómarúmið á milli niðurstöðu kosninganna og valdalöngunar vinstrimanna.
Raunveruleikaríkisstjórnin, sem gæti komið úr viðræðunum, er eins og fyrirmyndin. Án jarðtengingar.
![]() |
Fundur hafinn á skrifstofu VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 4. nóvember 2017
Píratar boða ábyrgðarleysi
Forysta Pírata afsalar sér ábyrgð af eigin ákvörðunum og vísar henni til kosningakerfis sem enginn skilur. Þeir sem semja við Pírata geta ekki treyst þeim samningum. Það gæti komið ,,computer says no".
Píratar kalla ábyrgðaleysið flokkslýðræði.
Réttnefni er stjórnleysi.
![]() |
Við munum standa við þetta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 4. nóvember 2017
Vinstri grænir gefa Framsókn sviðið
Vinstri grænir þora ekki að tala við Sjálfstæðisflokkinn, af ótta við umræðuna, og gefa þess vegna Framsóknarflokknum lykilhlutverkið í stjórnarmyndun.
Framsóknarflokkurinn hlýtur að segja já, takk og hækka verðmiðann á stjórnarþátttöku.
Sigurður Ingi mátar sig við forsætisráðuneytið.
![]() |
Fyrsti formlegi fundurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. nóvember 2017
Pírati: áhyggjur af siðferði Kötustjórnar
Pírataþingmaður hefur siðferðislegar áhyggjur af ómyndaðri ríkisstjórn vinstriflokka auk Framsóknar. Áhyggjurnar stafa af því að flokkarnir, sem mynda meirihluta stjórnarinnar, njóta ekki stuðnings meirihluta kjósenda.
Verði af stjórnarmyndun yrði það með minnsta mögulega meirihluta - einn þingmann.
Einhverjir kynnu að hafa siðferðislegar áhyggjur af því.
![]() |
Styddi ekki öll mál skilyrðislaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3. nóvember 2017
Sigurður Bismarck
Stjórnmál eru list hins mögulega, er haft eftir járnkanslaranum Bismarck. 4 flokka ríkisstjórn vinstriflokka plús Framsóknar er á landamærum ómöguleika og fáránleika.
Ef verkefnið á að lukkast verða vinstriflokkarnir að éta heyfeng Framsóknar. Rökrétt er að stjórnarmyndun fari fram á sveitaheimili Sigurðar Inga þar sem gefið verður á garðann. Löggæsla er fyrsta máltíðin.
Í vinstriflokkunum eru öfl sem telja lögregluna fasisma holdi klæddan. Ef vinstrakokið er nógu vítt til að gleypa sterkari lögreglu, eftir að hafa gleypt nei við ESB og þjóðaratkvæðagreiðslu, er aldrei að vita nema ríkisstjórnarbarn komi í brók.
Katrín Jakobsdóttir verður kannski forsætisráðherra. En barnsfaðirinn er sveitarhöfðinginn.
![]() |
Funda heima hjá Sigurði Inga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 3. nóvember 2017
Siðlaus minnihlutastjórn
Einn þingmaður Pírata ætlar ekki að styðja mögulega ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur þar sem stjórn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar er ekki með meirihluta kjósenda á bakvið sig.
Eins og aðrir Píratar er Björn Leví prinsippmaður. Hann segir siðleysi að meirihluti á alþingi komi í stað meirihluta kjósenda. Flokkarnir 4 eru með 32 þingmenn að baki sér. En mínus Björn Leví er stjórnin þegar komin í minnihluta - áður en hún er mynduð.
Þar með yrði vinstristjórnin i tvöföldum minnihluta, bæði á alþingi og meðal þjóðarinnar. Tvöfeldni vinstrimanna verður ekki skýrari.
![]() |
Verður þetta minnihlutastjórn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2017
Frumkristni, femínismi - kynlíf, Kötustjórn
Í frumkristni var kynlíf viðurstyggð, sem aðeins skyldi stundað til fólksfjölgunar. Femínismi samtímans er á sömu slóðum.
Í bígerð er að stofna til femínískrar ríkisstjórnar á Íslandi annó 2017.
Fljótt á litið verður ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar þannig háttað að engin hætta er á að kynferðisleg áreitni verði henni að falli.
#hugsajákvætt
![]() |
Reyna að skrúfa saman í sáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2017
Traust, fylgi og vinsældafreistni
Traust er lítið í samfélaginu, einkum í stjórnmálum. 32 þingmenn, minnist mögulegi meirihluti, munu ekki skapa traust sín á milli. Einkum ef þeir koma úr popúlískum flokkum eins og Samfylkingu og Pírötum. Þingmenn Vinstri grænna og Framsóknar hafa það umfram hina tvo að vera raunsæir, a.m.k. þorri þeirra.
Þingmenn halda vinnunni eða tapa henni eftir fylgi. Mánaðarlega er gerð fylgismæling á stjórnmálaflokkum. Bæði þeir flokkar sem falla í fylgi og hinir sem auka það standa frammi fyrir freistnivanda.
Fylgislítill flokkur gæti freistast til að spila einleik í óvinsælli ríkisstjórn, til að auka fylgið. Flokkur í meðbyr stendur frammi fyrir freistingunni að leysa til sín vinsældir, annað tveggja með því að mynda nýjan meirihluta eða veðja á kosningar.
Ríkisstjórn með 32 þingmenn er einfaldlega of veik í upphafi til að eiga raunhæfa möguleika á að sitja út kjörtímabilið.
![]() |
Traust mikilvægara en stærðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2017
Miðframsókn: 15 þingmenn og ráðandi afl
Framsóknarflokkur og Miðflokkur eru samtals með 15 þingmenn, aðeins Sjálfstæðisflokkurinn er stærri.
Verði Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð samstíga gulltryggir það að framsóknarpólitík verði ráðandi í næstu ríkisstjórn.
Og það er ágætismál.
![]() |
Sögulegt símtal Sigmundar og Sigurðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2017
Lygafréttir og falsfréttir, ekki sami hluturinn
Lygafréttir eru skáldskapur frá rótum, t.d.Elvis lifir og marsbúar ræna fegurðardís. Falsfréttir, einkum þær haganlega sömdu, geyma sannleikskorn.
Frétt með fyrirsögninni ,,Íslenskir vinstrimenn áberandi í Panamaskjölum" væri þannig falsfrétt þótt a.m.k. tveir þekktir vinstrimenn séu beintengdir aflandsreikningum, þ.e. eiginmaður fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrum gjaldkeri Samfylkingar.
Að sama skapi eru fréttir og umræðupistlar um ,,Panamaprinsa" falsfréttir. Engu að síður stendur yfir raðfréttaflutningur miðla eins og RÚV, Stundarinnar og Kjarnans (þar sem Vilhjálmur er hluthafi) sem tengir tvo íslenska stjórnmálamenn við Panamaskjöl/aflandsreikninga/skattaundanskot.
Falsfréttir birtast okkur reglulega sem fréttir.
![]() |
Lygafréttir er orð ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)