Siðlaus minnihlutastjórn

Einn þingmaður Pírata ætlar ekki að styðja mögulega ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur þar sem stjórn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar er ekki með meirihluta kjósenda á bakvið sig.

Eins og aðrir Píratar er Björn Leví prinsippmaður. Hann segir siðleysi að meirihluti á alþingi komi í stað meirihluta kjósenda. Flokkarnir 4 eru með 32 þingmenn að baki sér. En mínus Björn Leví er stjórnin þegar komin í minnihluta - áður en hún er mynduð.

Þar með yrði vinstristjórnin i tvöföldum minnihluta, bæði á alþingi og meðal þjóðarinnar. Tvöfeldni vinstrimanna verður ekki skýrari.


mbl.is Verður þetta minnihlutastjórn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband