Trump og valdstjórn fjölmiðla

Trump forseti lítur svo á að hann sé með umboð þjóðarinnar til að breyta Bandaríkjunum. Um umboðið þarf ekki að deila, hann var jú kjörinn forseti. Álitamál er aftur hvaða breytingar hann er með umboð til að gera og hvernig hann fer að því.

Fjölmiðlar eru hvorttveggja í senn miðillinn sem breytingarnar fara í gegnum og eftirlitsaðili. Trump tekur stjórnvaldsákvarðanir sem fjölmiðlar koma á framfæri um leið og þeir leggja mat á pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar.

Trump talar fyrir bandarísku þjóðina og forsetinn er eini maðurinn með tilkall til þess. En fjölmiðlar segjast líka starfa í þágu almennings - við að veita stjórnvöldum aðhald.

Trump og a.m.k. hluti bandarískra fjölmiðla eru ósammála um pólitík ríkisstjórnarinnar, hvernig á að standa að henni og hvaða afleiðingar hún hefur.

Átök Trump og fjölmiðla eru hrein og klár pólitík. Trump og ríkisstjórn hans er með aðrar pólitískar áherslur en stór hluti bandarískra fjölmiðla.

Þegar kurlin eru öll komin til grafar liggur niðurstaðan fyrir. Hvort má sín meira forsetavaldið eða valdstjórn fjölmiðla.


mbl.is Völdum fjölmiðlum meinaður aðgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsvitundarpólitík: múslímatrú er sú besta fyrir kvenréttindi

Sjálfsvitundarpólitík, kölluð identity politics á útlensku, er að hverjum og einum er í sjálfsvald sett að ákveða hvað er satt og rétt. Múslímakona í Ástralíu sagði í sjónvarpi að múslímatrú væri sú besta fyrir kvenréttindi.

Nú vita allir, sem á annað borð fylgjast með umræðunni, að múslímatrú setur konur skör lægra en karla. Múslímaríki fallast ekki á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi í múslímaríkjum eru skráð í Kairó-yfirlýsinguna, sem segir skýrt og ótvírætt að karlmaðurinn sé höfuð heimilisins.

Múslímakonan í Ástralíu vísaði ekki í umræðuna nema að takmörkuðu leyti. Meginröksemd hennar er að hún sjálf telur múslímatrú jákvæða fyrir kvenréttindi. Og samkvæmt sjálfsvitundarpólitík er persónuleg sannfæring alveg nóg til að eitthvað sé satt og rétt - burtséð frá hlutlægum veruleika.

Yfirlýsing þeirrar áströlsku um kvenréttindi múslímatrúar varð tilefni til nokkurrar umræðu. Dálkahöfundur vinstriútgáfunnar Guardian, sem að jafnaði er hliðhollt sjálfsvitundarpólitík, segir tímabært að afleggja þessa tegund stjórnmála.

Engan skal undra þótt dagur sjálfsvitundarstjórnmála séu senn taldir. Þegar öllu er á botninn hvolft er sjálfsvitundin einkamál hvers og eins og á ekki heima í stjórnmálaumræðu. Stjórnmál taka til þess sem við eigum sameiginlegt. Sjálfsvitund mín er engra annarra enda eiga þeir sitt sjálf og sína vitund.


Vondir kallar, vondir siðir og hrun fjölmenningar

Trump forseti segir hernaðaraðgerð þurfa til að losa Bandaríkin við vonda kalla, þ.e. glæpamenn, og þeir skuli sendir til Mexíkó. Ráðherrar forsetans bera klæði á vopnin og lofa að ekki verði um að ræða fjöldahandtökur á innflytjendum.

Í Evrópu er minna rætt um vonda kalla en meira um vonda siði. Die Welt segir frá aðgerðum borgarstjórnar Hamborg til að aðlaga múslímska flóttamenn að þýskum gildum.  Þýsk gildi, segir Die Welt, eru m.a. viðurkenning á einkarétti ríkisins til ofbeldis, jafnrétti karla og kvenna og virðing fyrir réttindum homma. Einnig fela þýsk gildi í sér viðurkenningu á tilverurétti Ísraelsríkis og stjórnarskránni sem kveður á um að lög ríkisins standi ofar trúarlögum.

Þýsku gildin eru flestum framandi sem alast upp í trúarmenningu múslíma. Til skamms tíma þurftu múslímar ekki að hafa áhyggjur af aðlögun að evrópskri menningu. Í nafni fjölmenningar mátti hver hópur búa sér til menningarkima vítt og breitt í álfunni. Þessir menningarkimar urðu ríki í ríkinu - oftast múslímaríki í veraldlegu vestrænu ríki.

Vondu kallarnir hans Trump og vondu siðirnir, sem Þjóðverjar vilja uppræta, eru viðbrögð við alþjóðavæðingu sem gekk fram af almenningi á vesturlöndum. Alþjóðavæðingin og fjölmenningin héldust í hendur. Núna er sagt stopp.

Trump talar um að setja Bandaríkin í forgang en Þjóðverjar um þýsk gildi. Þar á milli er bitamunur en ekki fjár.

 


mbl.is Senda alla til Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Salerni fyrir marsbúa

Eitthvert okkar gæti komist að því, eftir grandvara íhugun, að vera marsbúi en ekki af tegundinni homo sapiens.

Eins og alþjóð veit, og pólitískt rétttrúnaðarfólk manna best, skiptir líffræði ekki minnsta máli - aðeins hugarástandið.

Manni er spurn: eiga marsbúar ekki rétt á salernisaðstöðu fyrir sig, hér á móður jörð?


mbl.is Segja stjórnvöld brjóta á transfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðir og smávegistrú

Siðaboð í frumstæðum samfélögum byggja á trú. Múslímar leita ásjár í 1400 ára gömlum texta um hvað má og hvað ekki. Kristnir á vesturlöndum taka sinn gamla texta mátulega hátíðlega og færðu sig nær mannhelginni, sem boðar mannréttindi öllum til handa án tillits til trúarsannfæringar, kynþáttar eða kyns.

Trú er í kjarna sínum fordómar. Kennisetningar trúarinnar eru hvorki byggðar á skynreynslu einstaklingsins né almennt viðurkenndum aðferðum, t.d. vísinda, til að meta og mæla sannleiksgildi kennisetninganna. Maður annað hvort trúir eða ekki.

Og þó. Líklega trúa flestir smávegis. Í smávegistrú ber maður virðingu fyrir gömlum gildum og arfleifð kynslóðanna, sem einatt er trúarlegs eðlis, um leið og maður treystir eigin dómgreind til að skilja hismið frá kjarnanum.

Trú vísar í fortíðina, svarar spurningum um upphaf tilverunnar. Og alveg eins og við vitum ekkert um upphafið er framtíðin okkur hulin. Smávegistrúin brúar bilið milli fortíðar og nútíðar og gefur von um framtíðina. Smávegistrúin er ekki altæk eða útilokandi, eðli málsins samkvæmt, og kennir þar af leiðandi umburðarlyndi og hófstillingu. Sem eru prýðileg siðaboð. Þarfaþing smávegistrúin.


mbl.is Betra að vera guðleysingi segir páfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðheilsa er ekki verslunarvara

Áfengi í matvöruverslanir er lýðheilsuvá. Um það eru allir sammála, jafnvel þeir þingmenn sem leggja til áfengi í matvörubúðir. Í tillögu þeirra er gert ráð fyrir átaki gegn ,,óhóflegri áfengisneyslu."

En til hvers að búa til vandann? Hvaða hagsmunum er verið að þjóna? Er ákall um það meðal almennings að áfengi verði selt með matvöru?

Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti landsmanna andvígur andvígur áfengi í almennum verslunum. Fagaðilar í barnavernd og heilbrigðismálum eru eindregið á móti breytingum á núverandi sölufyrirkomulagi áfengis.

Eingöngu verslunarhagsmunir mæla með áfengi í matvörubúðir. Við eigum ekki að gera lýðheilsu að verslunarvöru.


mbl.is Vill að Alþingi hafni áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tap Pírata/Samfylkingar og efnahagslegur stöðugleiki

Kosningaósigur Pírata og Samfylkingar í haust veit á pólitískan stöðugleika sem aftur er forsenda fyrir ábyrgri stjórn efnahagsmála.

Píratar og Samfylking boðuðu efnahagslegt lýðskrum, borgaralaun og inngöngu í Evrópusambandið. Kjósendur höfnuðu efnahagslegri óreiðu og gerðu Sjálfstæðisflokkinn að kjölfestu stjórnmálakerfisins.

Án pólitískrar kjölfestu er borin von að stjórnun efnahagsmála verði með skynsömum hætti. Varfærin ríkisfjármál og virðing fyrir meginreglum, samanber hvernig tekið var á sjómannaverkfallinu, er rétta leiðin að stöðugleika.


mbl.is Meiri velgengni en reiknað var með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afvinstrun umræðunnar skrifuð á Trump

Vinstrimenn, bæði erlendis og hér heima, voru til skamms tíma með frumkvæðið í pólitískri umræðu. Gæluhugmyndir þeirra, s.s. femínismi, Evrópusambandið og fjölmenning, voru ráðandi í pólitískri menningu.

Velgengnin steig vinstrimönnum til höfuðs. Femínisminn snerist upp í karlhatusstefnu og fjölmenningin í samúð með hryðjuverkum. Um Evrópusambandið þarf ekki að fjölyrða, það tók sína eigin gröf. Afleiðingin er pólitískt undanhald.

Sóley Tómasdóttir, vinstrigrænn femínisti, kallar veikleika vinstrimanna í umræðunni ,,trumpvæðingu". Viðbrögð Sóleyjar við gjaldfalli vinstristjórnmála er flótti frá kjarna málsins.

Afvinstrun umræðunnar er ekki vegna sigurs Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum. Heldur vegna öfga vinstrimanna, sem sjá nú það helst til ráða að setja takmörk á tjáningarfrelsið. Nú skulu menn sóttir til saka fyrir ,,hatursorðræðu" ef þeir sýna ekki pólitískri rétthugsun tilhlýðilega virðingu.


Vinstriþingmenn oflaunaðasti hópur landsins

Undir liðnum fundarstjórn forseta stigu þingmenn vinstriflokkanna í pontu í umræðu um umræðu gærdagsins. Umræða vinstrimanna var víst mest um umræðuleysi tveggja þingflokka, þ.e. Bjartar framtíðar og Viðreisnar.

Þegar stjórnmálaumræðan á alþingi snýst um umræðu gærdagsins - eða umræðuleysi - er alþjóð augljóst að þingmenn vinstriflokkanna, sem taka til sín 1,5 m. kr. mánaðarlega, er oflaunaðasti starfshópurinn í landinu.

Leitun er að hópi fólks sem er jafn gagnslaust.


mbl.is Furðulegasta fýlubomban
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misheppnaðasta umsókn Íslandssögunnar

Afgerandi meirihluti Íslendinga, um 2/3, lýsir sig mótfallinn inngöngu í Evrópusambandið og hefur gert í sjö og hálft ár.

Samt liggur enn í Brussel ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009.

Er ekki tímabært að afturkalla misheppnuðustu umsókn Íslandssögunnar?


mbl.is Tveir þriðju andvígir inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband