Hagsýn húsmóđir er lofsyrđi

,,Kvennalistinn leggur til forsjálni og fyrirhyggju hinnar hagsýnu húsmóđur," skrifar Sigríđur H. Sveinsdóttir í grein í Dagblađiđ Vísi áriđ 1983 undir yfirskriftinni Konur og atvinnumál.

Augljóst er ađ hugmyndin um hagsýna húsmóđur er jákvćđ og ćtti ađ vera ţađ. Húsmóđir er stórt orđ, móđir hússins, sem synd vćri ađ gera ađ hnjóđsyrđi. Og hagsýni verđur seint lagt nokkrum til lasts.

Ţingmađurinn sem gagnrýndi fjármálaráđherra hljóp á sig. Og óţarfi af ráđherra ađ biđjast afsökunar. Nema hann hafi meint eitthvađ allt annađ en hann sagđi. Stjórnmálamenn eiga ţađ til.


mbl.is „Hinar hagsýnu húsmćđur“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ofsatrú og vantrú - á sjálfum sér

Sumir hafa meiri trú á sjálfum sér en innistćđa er fyrir. Ađrir vanmeta sjálfa sig og geta miklu meira en ţeir halda. Ţarna á milli liggur heilbrigt sjálfstraust.

Ţađ er auđvelt ađ fyllast ofsatrú á sjálfum sér. Mađur kaupir sér nýja peysu, birtir sjálfu á fésinu og fćr fjarska mörg lćk um ađ mađur sé frábćr. Eđa eitthvađ álíka.

En ţađ er líka auđvelt ađ tapa sjálfstrausti. Ef mađur á fáa vini á fésinu utan fjölskyldunnar eykur ţađ vanmetakennd. Sömuleiđis ef fáir lćka stöđufćrslur manns.

Mađur speglar sig í samfélagi viđ ađra. Hluti af ofmati eđa vanmati er alltaf byggt á hvađ öđrum finnst um mann sjálfan. En ađeins hluti. Stofninn ađ sjálfsmati einstaklings kemur frá honum sjálfum. Enda engin ţekking verđmćtari en sjálfsskilningur.


mbl.is Viđurkenna ekki eigin árangur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Falsfréttir og fordómar

Fréttir eru ekki ađeins frásögn af nýmćlum heldur ţjóna ţćr oft hlutverki ađ stađfesta fordóma, bćđi ţeirra sem eru uppspretta fréttanna, fréttamiđilsins og lesenda. Nýleg frétt á mbl.is er lýsandi dćmi um frétt til stađfestu á fordómum.

Andri Snćr Magnason rithöfundur er međ ţá fordóma ađ viđ séum ,,nefnilega líka Trump" vegna ţess ađ vinur hans fékk ekki hćli á Íslandi. Fćrsla Andra Snćs var uppspretta fréttar á mbl.is ţar sem fréttamiđillinn gerđi fordóma rithöfundarins ađ sínum.

Hver heilvita mađur veit ađ viđ erum ekki Trump, sem er forseti Bandaríkjanna og misjafnt orđ fer af, svo talađ sé í diplómatísku. Markmiđ Andra Snćs var ađ ala á ţeim fordómum ađ viđ séum vont samfélag vegna ţess ađ vinur hans fćr ekki hćli á Íslandi. Mbl.is breiddi út falsfréttina og reyndi ţar međ ađ stunda tilfinningalega fjárkúgun fyrir hćlisleitanda.

Samfélagsmiđlar eru helsta uppspretta falsfrétta. En ,,viđurkenndir" fjölmiđlar fylgja í humátt eftir og éta upp hratiđ.

Fréttir voru jafna öđrum ţrćđi skrifađar til ađ stađfesta heimsmynd lesenda sinna. Mađur las Ţjóđviljann til ađ kynnast pólitísku lífsviđhorfi á međan Morgunblađiđ klappađi annan stein stjórnmálalitrófsins.

Offrambođ af fréttum, sem fylgdi netlćgri miđlun, braut niđur gömlu fréttamiđstöđvarnar sem urđu ađ fóta sig í nýjum veruleika samfélagsmiđla. Og gengur misjafnlega, eins og dćmin sanna.


mbl.is Falskar fréttir fara á flug
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 7. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband