Hagsýn húsmóðir er lofsyrði

,,Kvennalistinn leggur til forsjálni og fyrirhyggju hinnar hagsýnu húsmóður," skrifar Sigríður H. Sveinsdóttir í grein í Dagblaðið Vísi árið 1983 undir yfirskriftinni Konur og atvinnumál.

Augljóst er að hugmyndin um hagsýna húsmóður er jákvæð og ætti að vera það. Húsmóðir er stórt orð, móðir hússins, sem synd væri að gera að hnjóðsyrði. Og hagsýni verður seint lagt nokkrum til lasts.

Þingmaðurinn sem gagnrýndi fjármálaráðherra hljóp á sig. Og óþarfi af ráðherra að biðjast afsökunar. Nema hann hafi meint eitthvað allt annað en hann sagði. Stjórnmálamenn eiga það til.


mbl.is „Hinar hagsýnu húsmæður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsatrú og vantrú - á sjálfum sér

Sumir hafa meiri trú á sjálfum sér en innistæða er fyrir. Aðrir vanmeta sjálfa sig og geta miklu meira en þeir halda. Þarna á milli liggur heilbrigt sjálfstraust.

Það er auðvelt að fyllast ofsatrú á sjálfum sér. Maður kaupir sér nýja peysu, birtir sjálfu á fésinu og fær fjarska mörg læk um að maður sé frábær. Eða eitthvað álíka.

En það er líka auðvelt að tapa sjálfstrausti. Ef maður á fáa vini á fésinu utan fjölskyldunnar eykur það vanmetakennd. Sömuleiðis ef fáir læka stöðufærslur manns.

Maður speglar sig í samfélagi við aðra. Hluti af ofmati eða vanmati er alltaf byggt á hvað öðrum finnst um mann sjálfan. En aðeins hluti. Stofninn að sjálfsmati einstaklings kemur frá honum sjálfum. Enda engin þekking verðmætari en sjálfsskilningur.


mbl.is Viðurkenna ekki eigin árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsfréttir og fordómar

Fréttir eru ekki aðeins frásögn af nýmælum heldur þjóna þær oft hlutverki að staðfesta fordóma, bæði þeirra sem eru uppspretta fréttanna, fréttamiðilsins og lesenda. Nýleg frétt á mbl.is er lýsandi dæmi um frétt til staðfestu á fordómum.

Andri Snær Magnason rithöfundur er með þá fordóma að við séum ,,nefnilega líka Trump" vegna þess að vinur hans fékk ekki hæli á Íslandi. Færsla Andra Snæs var uppspretta fréttar á mbl.is þar sem fréttamiðillinn gerði fordóma rithöfundarins að sínum.

Hver heilvita maður veit að við erum ekki Trump, sem er forseti Bandaríkjanna og misjafnt orð fer af, svo talað sé í diplómatísku. Markmið Andra Snæs var að ala á þeim fordómum að við séum vont samfélag vegna þess að vinur hans fær ekki hæli á Íslandi. Mbl.is breiddi út falsfréttina og reyndi þar með að stunda tilfinningalega fjárkúgun fyrir hælisleitanda.

Samfélagsmiðlar eru helsta uppspretta falsfrétta. En ,,viðurkenndir" fjölmiðlar fylgja í humátt eftir og éta upp hratið.

Fréttir voru jafna öðrum þræði skrifaðar til að staðfesta heimsmynd lesenda sinna. Maður las Þjóðviljann til að kynnast pólitísku lífsviðhorfi á meðan Morgunblaðið klappaði annan stein stjórnmálalitrófsins.

Offramboð af fréttum, sem fylgdi netlægri miðlun, braut niður gömlu fréttamiðstöðvarnar sem urðu að fóta sig í nýjum veruleika samfélagsmiðla. Og gengur misjafnlega, eins og dæmin sanna.


mbl.is Falskar fréttir fara á flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband