Einkasjúkrahús er pilsfaldakapítalismi

Einkasjúkrahús er fjármagnað úr ríkissjóði sem kaupir þjónustuna og borgar eigendum sjúkrahússins arð.

Pilsfaldakapítalismi af þessu tagi, þar sem einstaklingar nota þjónustu einkafyrirtækis en ríkið borgar, er uppskrift að spillingu og mismunun.

Einkasjúkrahús eru rekin til að skapa eigendum sínum arð úr ríkissjóði. Áróður um fjölbreytni er aðeins til að slá ryki í augu fólks.


mbl.is „Ekki neitt annað en einkarekið sjúkrahús“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnulífið hafnar ESB-aðild

Bretland er á leið úr Evrópusambandinu, sem er í tilvistarkreppu. Lengi var áróðurinn hér heima að ,,atvinnulífið vildi ESB-aðild." Í reynd var aðeins hluti vinnumarkaðarins hlynntur aðild.

Rökin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu voru alltaf veik en eru dauðvona núna.

Formleg afturköllun á dauðu ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 hlýtur að vera næst á dagskrá.


mbl.is Meirihluti nú andvígur viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn á braut Samfylkingar

Viðreisn er með 5 prósent fylgi samkvæmt könnun og minnsti flokkurinn á alþingi. Systurflokkur Viðreisnar á vinstri vængnum, Samfylkingin, vermdi áður botnsætið.

Viðreisn og Samfylking eru ESB-flokkar. Höfuðbólið í Brussel stendur í ljósum logum, ráðamenn þar hafa ekki undan að gefa út afkomuviðvaranir. Hjáleigurnar á ísaköldu landi njóta ekki ylsins af brennunni en fá í hausinn brunarústirnar.

Rétt eins og Samfylkingin ræðst Viðreisn að grunnstoðum samfélagsins. Landbúnaðarráðherra Viðreisnar gerir atlögu að bændum og fjármálaráðherra flokksins talar niður krónuna. Flokkar eins og Viðreisn og Samfylking eru fyrir værukært draumórafólk með lítið pólitískt verkvit. 


mbl.is Fylgi Viðreisnar minnkað mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband