Falsfrétt Viðreisnar um ESB-aðild Íslands

Varaformaður Viðreisnar og fyrrum starfsmaður Evrópustofu, Jóna Sólveig Elínardóttir þingmaður, er aðalheimildin fyrir frétt Washington Times um að Ísland sé á leið inn í Evrópusambandið.

Í fréttinni segir Jóna Sólveig að áhrif Íslands á alþjóðavettvangi aukist við inngöngu og stjórnun gjaldmiðilsins, sem kallaður er ,,crown", verði styrkari.

Falsfréttir af þessu tagi spilla fyrir íslenskum hagsmunum á alþjóðavettvangi. Þjóð sem talin er á leið inn í ónýtt Evrópusamband er meðhöndluð eins og henni sé stjórnað af dómgreindarlausum kjánum.


Tvípólastjórnmál: Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir

Tvípólastjórnmál með sterka flokka til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna, eru að myndast hægt og hljóðlega.

Restin af stjórnmálakerfinu er á pólitísku einskinsmannslandi. 

Í tvípólastjórnmálum er Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega yfirburði. Vinstri grænir byggja hvorki á hefðum málamiðlana né ríkisstjórnarreynslu sem þarf til að eiga raunhæft tilkall til stjórnarráðsins.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn aftur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakúgun í háskólum

Frelsi til að ræða hugmyndir er aðall háskóla. Framþróun vísinda og fræða er háð vitsmunalegu frelsi. Án þess verða til kreddur, rétttrúnaður, sem bælir skilning.

Eyjan segir frá bandarískum háskólamanni sem varar við áhrifum rétttrúnaðar í háskólasamfélaginu. Varnaðarorðin eru borin undir íslenskan prófessor sem staðfestir orð þess bandaríska.

Sá íslenski kemur ekki fram undir nafni. Líklega af ótta við að fá á sig þann stimpil að vera haldinn röngum skoðunum.


Bloggfærslur 27. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband