Juncker boðar Kjarna-Evrópu

Evrópusambandið gæti skiptst upp í tvo eða fleiri hluta, gangi hugmyndir forseta framkvæmdastjórnar ESB eftir. Jean-Claude Juncker telur tímabært að þau ríki sem vilja dýpka samstarfið á sviði hermála, efnahags- og stjórnmála fái tækifæri til þess þótt ekki feti öll ESB-ríkin sömu slóðina.

Aðeins 19 af 28 ríkjum ESB er með evru sem gjaldmiðil og þau væru líklegust í Kjarna-Evrópu, þótt vafasamt sé að þau myndu öll fylgja. Grikkland er til dæmis ekki í uppáhaldi annarra evru-ríkja.

Hugmyndir Juncker eru dæmi um hve Evrópusambandð er orðið brothætt. Valdamenn í Brussel telja farsælla að eiga frumkvæðið að breytingum fremur en láta þær gerast í glundroða.


Vald verkalýðshreyfingarinnar til góðs og ills

Verkalýðshreyfingin er sterkt þjóðfélagsafl og jók styrk sinn verulega eftir hrun. Í heildina fer verkalýðshreyfingin varlega með völd sín. Það má þakka verkalýðshreyfingunni að hér hélst friðarskylda á vinnumarkaði árin eftir hrun.

Í gegnum lífeyrissjóðina jukust áhrif verkalýðshreyfingarinnar eftir hrun þegar einkaframtakið var meira og minna lamað vegna gjaldþrota og ofurskuldsetningar. Og lífeyrissjóðirnir hafa í megindráttum reynst farsælir í fjárfestingum sínum eftir hrun, þótt sumir þeirra voru nánast glæpsamlega mistækir fyrir hrun.

Samtenging verkalýðshreyfingar og lífeyrissjóða er að því leyti jákvæð að hún er með innbyggða hvöt til jafnvægis á milli launakrafna í dag og getu sjóðanna til að greiða lífeyri í framtíðinni.

Ef verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðir temja sér varkárni og vönduð vinnubrögð getur þetta þjóðfélagsafl orðið kjölfesta í samfélaginu. En um leið og verkalýðshreyfingin ætlar sér dagskrárvald í samfélaginu, eins og hún gerði með stuðningi við misheppnuðustu pólitísku tilraun lýðveldissögunnar, ESB-umsókn Samfylkingar, er friðurinn úti. Verkalýðshreyfingin á ekki að stunda pólitík nema á mjög þröngu sviði.


mbl.is 87% telja launafólk þurfa sterk verkalýðsfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump og valdstjórn fjölmiðla

Trump forseti lítur svo á að hann sé með umboð þjóðarinnar til að breyta Bandaríkjunum. Um umboðið þarf ekki að deila, hann var jú kjörinn forseti. Álitamál er aftur hvaða breytingar hann er með umboð til að gera og hvernig hann fer að því.

Fjölmiðlar eru hvorttveggja í senn miðillinn sem breytingarnar fara í gegnum og eftirlitsaðili. Trump tekur stjórnvaldsákvarðanir sem fjölmiðlar koma á framfæri um leið og þeir leggja mat á pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar.

Trump talar fyrir bandarísku þjóðina og forsetinn er eini maðurinn með tilkall til þess. En fjölmiðlar segjast líka starfa í þágu almennings - við að veita stjórnvöldum aðhald.

Trump og a.m.k. hluti bandarískra fjölmiðla eru ósammála um pólitík ríkisstjórnarinnar, hvernig á að standa að henni og hvaða afleiðingar hún hefur.

Átök Trump og fjölmiðla eru hrein og klár pólitík. Trump og ríkisstjórn hans er með aðrar pólitískar áherslur en stór hluti bandarískra fjölmiðla.

Þegar kurlin eru öll komin til grafar liggur niðurstaðan fyrir. Hvort má sín meira forsetavaldið eða valdstjórn fjölmiðla.


mbl.is Völdum fjölmiðlum meinaður aðgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband