Góđa fólkiđ međ alvarlega hótun

Talsmađur góđa fólksins birtir samborgunum sínum alvarlega hótum sem mun halda okkur milli vonar og ótta um langa framtíđ. Hótunin er svo alvarleg ađ hún kallar á málţing, ráđstefnur og fjöldafund á Austurvelli.

Andri Snćr Magnason forsetaframbjóđandi og listamannalaunţegi hótar sem sagt ađ mćla ekki styggđaryrđi um Bandaríkjaforseta nema vinur hans fái hćli á Íslandi.

Ég fyrir mitt leyti stend höggdofa yfir ţessu sverđi Demóklesar sem sveiflađ yfir höfđi okkar. Á sem sagt ekki ađ hallmćla Trump einu orđi? Ég meina viđ erum öll miđur okkar, Andri Snćr. Plís, kćri forsetaframbjóđandi, bara eitt styggđaryrđi frá ţér um Trump myndi svo mikiđ bjarga deginum mínum. Ţađ ţarf ekki ađ vera fasisti, bara eitthvađ heimagert og íslenskt. Plís... 

 


mbl.is Andri Snćr: Viđ erum líka Trump
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samfylking í skugga Vinstri grćnna

Vinstri grćnir festa sig í sessi sem 15 - 20 prósent flokkur. Samfylkingin dólar sér í sjö prósent fylgi.

Um aldamótin, ţegar flokkarnir tveir voru stofnađir, átti Samfylkingin ađ verđa 30 prósent flokkur međ Sjálfstćđisflokkinn sem höfuđandstćđing. Vinstri grćnir áttu samkvćmt forskriftinni ađ vera sá jađarflokkur sem Samfylkingin er núna.

Hvađ gerđist? Jú, ţetta helst.

Samfylkingin veđjađi á eitt stórt málefni, ESB-ađild Íslands, og tapađi. Veđmáliđ byggđi á kolröngum forsendum, ađ Ísland ćtti meira sameiginlegt međ meginlandsríkjum Evrópu en strandríkjum í Norđur-Evrópu.

Ţegar hátt er reitt til höggs verđur tjóniđ verulegt ef höggiđ geigar. Samfylkingin hjó undan sér báđar lappirnar og gerđi sjálfa sig ađ pólitískum dverg.

 


mbl.is „Viđ getum ekki kennt kjósendum um“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Trump: síđasti forsetinn - fyrsti keisarinn

Bandaríska lýđveldiđ gćti fariđ sömu leiđ og ţađ rómverska fyrir tvö ţúsund árum. Tilskipanir Trump forseta innleiđa nýja stjórnunarhćtti sem sniđganga ţingiđ og leiđa til andspyrnu dómstóla. Meiri líkur en minni eru ađ Trump múlbindi ţingiđ og brjóti dómstólana á bak aftur.

Múslímabann Trump leiđir til klofnings heima og heiman. New York Times segir frá íröskum foringja í umsátrinu í Mósúl sem kveđst ekki nenna ađ berjast fyrir Bandaríkin ţegar hann og hans líkar fái ekki ferđaheimild til fyrirheitna landsins - Ameríku.

Múslímar eru ekki eini skotspónn Trump, langt í frá. Ritstjóri Spiegel í Ţýskalandi segir Bandaríkjanaforseta ćtla sér ađ ganga af Evrópusambandinu dauđu. Trump trúi ekki á fjölţjóđasamvinnu og líti á ESB sem úrelt fyrirbćri. Í austri gćti orđiđ til bandalag viđ Pútín Rússlandskeisara, afsakiđ forseta, um nýskipan Evrópu.

Í Guardian er frásögn af ađalhugmyndafrćđingi Trump, Steve Bannon, sem ólíkt umbjóđanda sínum les bćkur, og er sannfćrđur um ađ stríđ séu heilsusamleg fyrir nýja heimsskipan.

Rómverska lýđveldiđ lauk sögu sinni viđ upphaf tímatals okkar. Sá sem lagđi grunninn ađ keisaratíma Rómar, Júlíus Sesar, var myrtur af ţingmönnum á tröppum ţinghúss Rómar.

Trump verđur ekki fyrsti keisari Bandaríkjanna. Til ţess er hann of gamall. Átökin um nýskipan Bandaríkjanna, og ţar međ heimsins alls, eru rétt hafin. Áđur en nýtt fyrirkomulag tekur viđ ţví gamla á mikiđ vatn eftir ađ renna til sjávar.

Einu er hćgt ađ slá föstu. Eftir Trump, hvort sem hann nćr fullu einu kjörtímabili eđa tveim, verđa Bandaríkin ekki ţau sömu og áđur. Umbreytingar stórvelda taka tíma. Í Róm var borgarastyrjöld eftir morđ Brútusar og félaga á Júlíusi; Frakkland og Evrópa loguđu í byltingarstríđum í tvo áratugi fyrir og eftir 1800 og fćđing Sovétríkjanna tengdi saman tvö heimsstríđ á fyrri hluta síđustu aldar.

Eins og vestfirska kerlingin sagđi ţegar hún frétti af Evrópu í stríđsham sumariđ 1914: ţađ er ég viss um ađ ţeir hćtta ekki ţessum djöfulgangi fyrr en ţeir drepa einhvern.


mbl.is Lögbann á ferđabann Trumps
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 4. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband