Stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíđs

Á Eyjunni/ÍNN eru skór settir á pćlinguna ađ Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson íhugi ađ stofna stjórnmálaflokk. Orđ fyrrum formanns Framsóknarflokksins má skilja ţannig ađ flokkurinn sé á skilorđi.

Framsóknarflokkurinn er í pólitísku tómarúmi og dólar sér í tíu prósent fylgi. Engra afreka er ađ vćnta af flokki sem gerir út á pólitískan ósýnileika.

Tveir flokkar eru í sćmilega góđum málum ţessi misserin, Sjálfstćđisflokkur og Vinstri grćnir. Hinir fimm eru meira og minna í tómu tjóni.

Róttćkur miđjuflokkur gćti svarađ kalli eftir sýnilegri pólitík, sem Framsóknarflokkurinn stundađi međ Sigmund Davíđ í brúnni.


Tvćr spurningar um falsfréttir

Ógna falsfréttir veruleikaskynjun fólks? Eđa eru falsfréttir merki um breyttan veruleika? Forstjóri Apple svarar fyrri spurningunni játandi, líkt og margir ađrir, og vill skera upp herör gegn falsfréttum. En seinni spurningin kemst nćr kjarna málsins.

Fréttir eru fyrstu drög sögunnar. Ţćr segja tíđindi dagsins og verđa síđar efniviđur sagnfrćđinga. En fréttir eru líka fyrsta uppkast framtíđarinnar. Fréttir segja ekki ađeins hvađ gerđist áđan, í gćr eđa fyrradag. Ţćr bođa ţađ sem koma skal. Skođanakannanir fyrir kosningar eru dćmi um tíđindi óorđins veruleika.

Um leiđ og fréttir eru sagđar af skođanakönnun er spáđ í ţađ sem koma skal. Meiniđ er ađ viđ vitum ekki framtíđina. Fréttir um framtíđina eru óskhyggja, nú eđa bölmóđur ef mađur er svartsýnn. Sem slíkar eru ţćr allar falsfréttir – enginn veit óorđna tíđ.

Ţađ eru ekki ađeins skođanakannanir sem spá í framtíđina. Pólitískir atburđir, Brexit og kjör Trump, leiđa til stórframleiđslu á fréttum um langtímaáhrif ţeirra. Strangt tekiđ eru ţetta allt falsfréttir.

Vćntingar fólks byggja á skynjun ţess í samtímanum og vangaveltum um framtíđina. Veruleg óánćgja blasir viđ í samtímanum. Stórir hópar fólks eru óánćgđir og vilja breytingar. Ađrir óttast breytingar, finnst ţćr ógna hagsmunum sínum.

Fréttir um framtíđina spila á vćntingar og ótta fólks um breytingar. Eftirspurn er eftir framtíđarfregnum og falsfréttir sjá um frambođiđ. Viđbrögđin viđ falsfréttum skapa nýjan pólitískan og félagslegan veruleika. Ţess vegna eru ţćr ómótstćđilegar. Veldisvöxtur falsfrétta er fyrirsjáanlegur.


Obama er fordćmi Trump í ESB-málum

Obama fráfarandi Bandaríkjaforseti talađi fyrir hönd Evrópusambandsins ţegar hann varađi Breta viđ ađ ganga úr sambandinu fyrir tćpu ári. Bretar tóku ekki mark á forsetanum og kusu Brexit.

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er á öndverđri skođun en forveri sinn um Evrópusambandiđ. Og nú vilja ráđamenn í Brussel ađ Bandaríkjaforseti skipti sér ekki af málefnum sambandsins.

Evrópusambandiđ er ekki Evrópa, ţótt látiđ sé eins og Brussel tali fyrir alla álfuna. Vandrćđi sambandsins munu halda áfram hvort sem Trump láti skođun sína í ljós eđa ekki. ESB getur ekki pantađ réttar skođanir í London hvađ ţá Washington.


mbl.is Varar Trump viđ afskiptum af Evrópu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband